Tilapia er fátækramatur í Bandaríkjunum og Evrópu. ( Enn skal opinberum sjóðum nauðgað ) )

                            Það ganga hér miklar tröllasögur af svakalegu fiskeldi þar sem Tilapia, sem er hlýsjávarfiskur frá Asíu en hefur verið uppnefnd Hekluborri , á að vera alin fyrir ekkert eða allavega svo lítið að það er með hreinum ólíkindum að við skulum ekki vera fyrir lifandis löngu vera farin að ala svo mikið af henni að jafnvel Danir myndu roðna, en á meðan hægt er að ala fisk á kostnað skattborgara með fé úr styrkjasjóðum ýmiskonar þá skiptir tegundin eða eldisaðferðin ekki nokkru máli og að þessu er búið að draga hvern pólitíska bjánann af öðrum, bæði Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn gapa yfir hvað þessar stofnannakjerlingar eru hugmyndaríkar og margur ílla fróður dagskrárgerðamaðurinn í útvarpi og sjónvarpi halda ekki vatni yfir hugmyndinni enda líka stofnannabjánar,  en þetta er bara ekki eins og það sýnist, mér sýnist að það þurfi að ala Tilapiuna fyrir svo lítið að það þurfi að greiða með henni.               

            Það að geta ekki svarað eftirspurn er eitt, að geta ekki framleitt mikið er annað, að setja frá sér um 1600 kíló af Bleikju (960 kg af flökum ) og um 300 kíló af Tilapíu (100 kg af flökum ) eins og hefur komið frá Íslenskri matorku hingað til og segjast sko geta ekki svarað eftirspurn er auðvitað sölubrella fyrir enn einni syrkumsókninni er þá í meðferð þegar þessi djúpu orð koma og það á innsoginu frá forsvarskonum Íslenskrar matorku ehf. Tilapíumarkaðir sitthvorumegin atlandsála eru upp á tugi þúsunda tonna og framleiða Asíubúar 99% af því og anna eftirspurn, þetta er ódýr fiskur í framleiðslu hjá þeim því að þar er þessi fiskur alinn í opnum tjörnum sem sólin hitar upp og spannar þúsundir ferkílómetra og þar eru ekki margar reglur til að uppfylla með ærnum kostnaði hvorki í eldinu né vinnslunni, en hérlendis þar sem oftar en ekki þarf að dæla vatni og hita upp eldisvatnið getur framleiðslukostnaður aldrei orðið samkeppnishæfur þó svo að við eigum mikið af heitu vatni þá kostar það töluvert meira en að nota sólina til að hita upp drullupolla, en hér er ekki hægt að hafa eldistjarnir utandyra fyrir hlýsjávarfisk vegna kælingarhættu og að segja fólki að þessi framleiðasla sé samkeppnishæf er hóflega orðað  " að fara á svig við það sem rétt er" þær stöllur eigendur Íslenskrar Matorku ehf. mega gera hvað sem er með sína eigin peninga en að fara svona með opinbert fé er ekki til annars en að koma íllu orði á fiskledi enn einu sinni, því að ekki breytist orðspor stjórnsýslunnar við þetta sjóðasukk sem er þarna á bak við, enda ekki nýtt að innanbúðarfólk misnoti peninga opinberra stofnananna.

        Tilapía er ódýr fiskur á erlendum mörkuðum eða eins og maðurinn sagði þetta er „fátækramatur í Bandaríkjunum og Evrópu", í dag er markaðsverð í Evrópu á fyrstaflokks Tilapiuflökum um það bil 7 Evrur fyrir kílóið þannig að upp úr eldiskeri á Íslandi fást um 350 krónur á kílóið og er þá búið að setja í hana fóður fyrir 100 til 150 krónur en fóðurstuðullinn er 1,4 þ.e. það fer 1,4 kíló af fóðri í að framleiða 1 kíló af fiski og svo auðvitað flutningskostnaður, það þurfti ekkert að spyrja að því hvort hér væri hægt að ala Tilapiu og eða að úthluta sjálfri sér milljónum til þess að athuga það heldur frekar hvort það væri siðferði í því að flytja inn fisk sem ekkert erindi á hingað, eldi hlýsjávarfisks hér hefur verið reynt í tjörnum utanhúss (Risarækja í Ölfusi) og eldiskerjum innanhúss (Barri í skagafirði) það gekk ekki og áður hafa „aðskotadýr" verið flutt inn með þeim orðum að ekkert þurfi að hræðast og nægir að minnast á minkinn og Regnbogasilung sem báðum gengur bara ágætlega að dreyfa sér, ég er ekki viss um að laxveiðimenn viti að laxastofnum í Þjórsá gæti stafað  meiri hætta af fiski eins og Tilapiu en virkjun eða að silungsveiðimenn viti af þeirri hættu sem Urriðanum í Minni - Vallalæk gæti verið stefnt í.

           Samanburður per kíló af Bleikju og Tilapiu, notuð eru verð á Evrópu og BNA umreiknuð yfir í verð upp úr eldiskeri á Íslandi.

          Það sem Asía hefur "umfram" okkur er ódýrt vinnuafl,  lítið reglugerðafargan sem þarf að fjámagna engann dælukostnað engann upphitunnarkostnað lágann fjármagnskostnað og ekki rándýra vinnslu en á báðum stöðum lifir skítasukk starfsfólks opinberra stofnanna góðu lífi í Asíuríkjunum er opinberum starfsmönnum mútað, en hér eru þeir gjarnan báðu megin við borðið.                              

 

Skoðum samanburð:

Bleikja:

Ef að við höfum 3 kíló af bleikju upp úr keri og markaðsverð eru um 800 krónur per kíló upp úr keri, þessi þrjú kíló eru búin að éta 3,6 kíló af fóðri sem kostar um 200 krónur að jafnaði kílóið, sem sagt 720 krónur í fóður eða 3 x 800 = 2400 þá drögum við fóðrið frá eða  2.400 - 720 þá eru eftir um 1.680 kr. eða 560 kr. per kíló sem á eldisstöðin þá eftir  til að greiða allann annan kostnað en fóðrið.

Úr 3 kílóum af Bleikju fást 1,8 kíló af flökum sem fiskvinnslan fær ca 2.880 krónur fyrir á markaði í Frankfurt og hefur þá keypt það fyrir 2400 svo vinnslan á eftir 480 til þess að gera þessi 3 kíló að flökum og pakka þeim til flutning.

Tilapia:

Ef að við erum með 3 kíló af Tilapiu upp úr keri  og markaðsverð eru þannig að um 350 kr ættu að fást fyrir kílóið upp úr keri og þessi þrjú kíló búin að éta  4,2 kíló af fóðri sem kostar um 150 krónur að jafnaði kílóið sem sagt 630 krónur í fóður  og þá kemur 3 x 350 = 1.050 og drögum fóðrið frá eða 1.050 - 630 og eigum þá eftir 420 eða 140 krónur per kíló til að greiða annan kostnað en fóðrið.

Úr 3 kílóum af Tilapiu fást 960 grömm af flökum sem vinnslan fær um 1000 krónur fyrir (Stjörnuflokk) á markaði í Frankfurt en hefur þá keypt það fyrir 1.050, sem þýðir að vinnslan getur ekki keypt Tilapiu til vinnslu eða þá að eldisstöðin verður að lækka verðið niður fyrir framleiðslukostnaðarverð og þá er niðurstaðan að ekki er hægt að framleiða Tilapiu á Íslandi í samkeppni við Tilapiu frá Asíu á Evrópumarkað.

Skilaverð er það sem fiskeldisstöðin fær eftir flutnings og sölukostnað (reyndar er ég með verðin komin á Frankfurt hér) og fer í að greiða annan kostnað en flugið og áður vorum við búin að draga fóðurverðið frá en eftir er starfsfólk, dæling á köldu vatni þar sem ekki er sjálfrennandi vatn sem er ekki mikið um fyrir mjög stórt eldi og upphitun vatns því að það er ekkert sjálfgefið að hægt sé að nota heitt vatn beint á fiskinn, það kostar að halda vatni í ákveðnu hitastigi, en eitthvað minni dæling gæti verið á Tilapiuna vegna minni kröfum súrefni en þá kemur mótsögn um það að ætla að halda því Fram að á Íslandi sé hún alin í svo svakalega hreinu vatni og svo eru nokkrir þættir sem  eru jafndýrir í hvoru eldinu fyrir sig og ekkert fríkeypis og er t.d. flutningskostnaður á bæði fóðri og svo fiski og svo er það förgunarkostnaður, það eru allskonar gjöld til hins opinbera ofl.ofl.

Við lögðum af stað með 3 kíló af hvorum fiski og þegar Bleikjan er farin sitt ferli hefur Bleikjustöð 560 krónur fyrir hvert selt kíló til þess að greiða annan kostnað en Tilapiustöð 140 krónur, persónulega held ég að það þurfi að halda áfram að styrkja Íslenska matorku ehf. ef að Íslensk matorka ætlar að ala Tilapiu hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ja herna ! eg skil að við þurfum ekkert einhverja ljóta fiska frá útlandinu- við eigum nóg af fiski og megum ekki veiða hann ! því ættum við að fara að ala einhvern fisk sem nóg er af annarsytaðar ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.10.2011 kl. 19:15

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Í þessari litlu sögu minni eða réttara sagt frásögn er ég að reyna að koma inná sjóðasukk sem stundað er allt um kring og auðvitað í leiðinni að við eigum ekki að flytja inn í þessa eyju okkar neitt líf sem ekkert erindi á hingað, við höfum sérkenni og það er og verður okkar að nýta það til þess að framfleyta okkur, en að horfa svo upp á sóðaskap vísindamanna er ógeðslegt, ég er að skrifa meira um þetta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.10.2011 kl. 20:58

3 Smámynd: Björn Emilsson

Fiskurinn Talpita hefur lítið sem  ekkert næringargildi. Kínversk framleiðsla var bönnuð hér í USA vegna sóðaskapar,  sem gætu orsakað sjukdóma.  En eitthvað er að fiskurinn er á boðstólum hér aftur.  Ekki kaupi ég hann.  Hann ku vera vinsæll á skyndibitastöðum.  

Björn Emilsson, 30.10.2011 kl. 22:22

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nákvæmlega Björn og takk fyrir ykkar innleg Björn og Erla, þetta er vondur fiskur í alla staði hér er verið að ljúga hann inn á Íslendinga í gegnum eina fiskbúð Fylgifiskar á 2500 krónur kílóið af flökunum en það er nánast öllu í kringum þetta dæmi hér logið og þarf að uppræta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.10.2011 kl. 22:59

5 Smámynd: Björn Emilsson

Maður var vanur að kaupa 5 punda ýsu frá SH hér í Cash&Carry sem er útsölustaður fyrir United Grocers. Nú hefur ekki ýsusporður sjést hér í amk 2 ár. Eg spurði verslunarstjórann hvað veldi. Hann sagði hreint útilokað að fá 5 punda ýsu frá SH og kvartaði sáran. Varan væri gífurlega vinsæl. Veitingahús tækju hana fram yfir rækju!! Hann myndi kaupa allt það magn sem til næðist. Athyglisvert er að Canada flutti út til US 1.46 Mio pund af ferskri ýsu árið 2006. Cosy Harbor Seafood of Maine býður ysu (340-900 g) pakkaðri í Cyrovac oxygen-permeable vacuum packagin. Lýtur mjög vel út. Þá segja þeir að veiðar á lýsu hafi aukist mikið, frá 100 Mio pundum árið 2000 í 220 Mio punda árið 2005. Að lokum, Fimm punda þorskur á $32 pakkinn og lýsa tilbúin á pönnuna fæst ennþa hja C&C.

Björn Emilsson, 30.10.2011 kl. 23:31

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fylgist agndofa með þessu, minnir mig á aðrar álíka "mega" uppfinningar sem fóru lóðbeint á hausinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2011 kl. 11:31

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Í þetta glórulausa dæmi fékk Íslensk matorka milljónir í styrki á meðan forstjóri MATÍS var ein af aðaleigendum Íslenskrar matorku ehf. nú er hún ekki forstjóri MATÍS lengur enda gat þetta sukk ekki gengið en þær milljónir hefði ég og aðrir í fiskeldisgeiranum hér viljað sjá t.d. sjá í fóðurransóknum í Bleikjuverkefna.

Ég held að við getum auðveldlega alið Ýsu og tel það mun auðveldara en Þorskinn og þessar milljónir hefðu mín vegna mátt fara í Lúðueldið ef það hefði dugað þeim Fiskeyjarmönnum til að lifa af ég þekki það dæmi samt ekki en veit að Lúðuseiði er hægt að framleiða og selja.

Ásdís, það er ekki eins og þetta sé einmitt "mega" uppfinning það var hægt að reikna þetta dæmi áður en í það var ausið milljónum í styrki, en framsóknarmenn eru sínum góðir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 31.10.2011 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 82195

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband