,,Þjóðin græðir ekki með því að fólk hafi atvinnu" Segir Íllugi Gunnarsson.

Ég heyrði Ílluga Gunnarsson segja í ræðustól alþingis að það gerði ekki þjóð ríka að einstaklingar mættu reyna að bjarga sér, hann sagði að ekki væri réttlætannlegt að leyfa strandveiðar því að þær væru ekki hagkvæmar.

Ókey, segjum sem svo að strandveiðar séu ekki hagkvæmar er þeim þá ekki sjálfhætt þarf Alþingi að segja fiskvinnslunni að hætta að kaupa þennan óarðbæra fisk eða þarf þingið að segja duglegum fiskveiðimönnum að hætta að veiða, hvernig er þetta ef að einhver sjoppa rekur sig ekki fer þá þingmaður í ræðustól og segir að sjoppur séu óarðbærar eða hættir sjoppueigandinn af því að tekjur eru ekki nógar til þess að standa undir rekstrinum?

Ég held einhvernveginn að eitt af því sem gerir þjóð ríka er að þeir einstaklingar sem hana mynd séu sæmilega sjálfstæðir og finni fyrir stolti í hjarta sér m.e. yfir því að hafa vinnu, en ekki að finna vel fyrir kúgun fáeinna einstaklinga sem eiga að teljast hluti af sömu þjóð, eins og til dæmis LÍÚ hagar sér og nokkrir þingmenn láta stýra sér ja líklega oftar en ekki með peningum sem hægt er að láta renna á rétta staði án þess að bein innlögn á reikning fari Fram.

Þessi þjóð verður að fara að átta sig á því í fyrsta lagi að við erum eyjaskeggjar sem lifa af útflutningi fyrst og fremst og hún verður að fara að haga sér þannig og haga innflutningi eftir tekjum útflutnings og það breytist ekki við að eyða peningum í ESB umsókn eða í það að fara að skipta um gjaldmiðil í blankheitum, en fyrst og fremst verðum við að fara að standa saman og lifa á sameiginnlegum tekjum með þeim hætti að ásættannlegt sé, ég geri mér alveg grein fyrir því að hníjafnt komum við aldrey til með að skipta kökunni en við getum það mun mun jafnar en við gerum í dag.

Það er auðvitað ekkert sem réttlætir að þau sem geta en leggja ekkert til við öflun fjár og rekstur daglegs lífs þjóðarinnar fái að lifa í vellistingum í boði hinna og þá er ég ekki að tala um þau sem einhverra hluta vegna geta ekki og þurfa aðstoð samfélagsins til þess að lifa og stundum að komast aftur út í atvinnulífið enda biðja þau ekki um neinn lúxus, en einhverjir fáir einstaklingar eiga bara heldur ekki að lifa í neinum öfgalúxus því að þeir afla ekki tekna nema með aðstoð þeirra sem minna fá út úr afkomunni, sem dæmi þá fær Íllugi ekki tekjur nema einhver annar stundi atvinnu og eða Guðmundur vinalausi, hann hefur ekki ofurlaun nema af því að það er verkafólk sem starfar við þá verðmætasköpun sem fyrst greiðir jú almennan rekstur svo sem eins og laun og arð sem svo aftur þingmaðurinn "hans" sá um að gera honum næstum skattlausa, gegn greiðslu? Alveg klárlega, með einum hætti eða öðrum.

Ég mundi vilja segja við þingmenn og fólk á sjálfteknum ofurlaunum eða með ofurháann arð að þegar þau hætta að sjá tengingu millum þess ofurfjár sem þau hafa og eða hafa umsjón með og svo þess að um 80% þess fólks sem myndar þjóðfélagið með þeim, eða þess að þau séu farin að lifa í útlöndum eins og amirísk bíóstjarna en fólkið sem skapar því þá aðstöðu lifir við hungurmörk, þá eiga þau að fara í vinnugallann og fara að sópa gólfið aftur og rifja upp tenginguna við sjálfa sig og föðurlandið.

En ég segi við okkur hin, við verðum að fara að gera okkur grein fyrir því að stjórnmálamenn og forstjórar opiberra stofnanna eins og Óli spes og Ríkislögreglustjóri eða dómskerfið er ekki að fara að sækja þá peninga sem var rænt í aðdraganda hrunsins og ekki síður eftir hrun fyrir framan okkur skælbrosandi, við verðum að gera það sjálf og það er komið að því að gera það verklega því að mál eru að fara að fyrnast hvort eða er, ef þau eru ekki fyrnd nú þegar nokkur þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Högni; æfinlega !

Og; þakka þér fyrir, síðast.

Vel; og rösklega að orði komist hjá þér, að vanda.

Við sæjum fyrir okkur; til dæmis, Vilhjálm Björn Hannes Roe, hætta sinni starfsemi niður á Skeljungi, til þess að þóknast spraðurbössum og upp skafningum, sem Illuga LITLA Gunnarssyni, fornvinur góður.

Seint; myndi sá dagur, upp renna.

Með beztu kveðjum; í efri byggðir /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 82196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband