GLEÐILEG JÓL

Þið sem hafið aldrei fengið jólakort frá mér, það verður engin breyting þar á. Það þýðir samt ekki að ég óski ykkur ekki gleðilegra jóla því að ég óska öllum alltaf alls góðs og mun gera það áfram, en eins og sum ykkar hafið þegar tekið eftir og sjá má á upplýsingum um mig einhversstaðar þá eru trúarbröggð hjá mér soldið öðruvísi en hjá flestum og ég bara hreinlega efast um að Guði sé það þóknannlegt að ég sé að taka þátt í öllu þessu skrumi í hans nafni, en nú er daginn farið að lengja aftur og hér á norðurhjara veraldar er full ástæða til þess að halda upp á það og þá t.d. með því að hitta fjölskyldu og vini og borða mikið og drekka ..... súkkulaði með rjóma, en allt þetta mammons kjaftæði vil ég að fólk leggi til hliðar og það annaðhvort núna eða strax, GLEÐILEG JÓL öll, hvar sem þið eruð og eða verðið og notið tímann til að hugsa um lífið og tilveruna, erum við þar sem við viljum vera og ef þá er það gott en ef ekki gerið þá eitthvað í því, því að það er Guði heldur ekki þóknannlegt að við látum lífið fara hjá án þess að taka í því þátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Högni; æfinlega !

Þakka þér fyrir; þessa þörfu hugvekju.

Í rauninni; dygðí Hvítasunnu hátíð, ein og sér.

Jóla- og Páskahald; eru allt of kostnaðarsamir liðir, fyrir allt venjulegt fólk, í okkar samtíma.

Í Austurkirkjunni (Rétttrúnaðarkirkjunni); er eitt þokkalegt kerti, látið duga, úti í gluggum heimila - annað; en uppskrúfað seríu brjálæðið, hér á Vesturlöndum, fornvinur góður. 

Með beztu kveðjum; sem jafnan, í efri byggðir /

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 19:55

2 identicon

Og; minna vildi ég á, að eiginlegt Jólahald, hefst þann 6. Janúar n.k. (skv. Júlíanska tímatali), þar eystra = 24. Desember, hér vestra, skv. Gregoríanska tímatali, sem upp á okkur þröngvaðist, um aldamótin 1700 - eins og þú mannst, Högni minn.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 20:13

3 identicon

Gleðileg jól Högni minn.

Arnór Valdimarsson. (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 21:02

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð hugvekja minn kæri. Ég óska þér og þínum gleðilegrar hátíðar og tek undir með þér að við eigum að fara varlega í gleðinni, njóta samvista við þá sem við erum svo heppin að geta verið með, og passa okkur á mammon.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2011 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 82213

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband