Léttur í lundu ég lagð´afstað....................

                 Ég tók léttann föstudag og sótti grillaðann kjúlla í Hoflandssetrið, sem er góð nýjung hjá  þeim Hoflandsfólki  í viðbót við það sem áður var eins og pizzurnar þeirra og hádegismatinn sem er bæði vel útilátinn og á góðu verði og að loknu áti fór ég á Kaffi Rós eins og til hafði staðið alla vikuna, Kaffi Rós er þetta líka fína kaffihús og resturant  sem um helgar tekur svo á sig mynd tónleikahúss og dansiballsstaðar og nú stóð til að hlusta á tvenna feðga flytja Shadowslög og hefðu Cliff og félagar heyrt þetta hefðu þeir roðnað því að svo voru þetta góðir tónleikar og að sjá guttana spila svona líka flott að þeir „gömlu" máttu hafa sig alla við að sitja ekki eftir, þarna voru foreldrar, afar og ömmur og allavega ein langamma, eitthvað af framtíðar Hvergerðingum og allir að farast af stolti, ég fylltist af einhverskonar bjartsýni og stolti , enda bara gleði í salnum og fór að hugsa vá hvað Hvergerðingar og nærsveitarfólk á af tónlistafólki og um hugann runnu andlit og nöfn sem þar búa og hafa búið jú og annað listafólk rithöfundar, leikarar, handverksfólk sem ég sá um daginn að eru nú bara ekkert fá og og og en afhverju þessi bölmóður og hvar voru heimamenn, þegar rann af mér mesta gleðivíman fattaði ég að fleiri voru bara ekki á tónleikunum en nánustu ættmenni og vinir hljómsveitarmanna svo ég og Svenni og hans ektafrú og líklega faðir annarshvors þeirra og upptalið, mér finnst eins og fólk kvarti einhver ósköp yfir því að "enginn" geri neitt fyrir neinn í Blómabænum en í gleðivímunni rúllaði nú meira um í huga mér en listafólk sem í bænum er af öllum kaliberum og á öllum aldri, en sem dæmi og já það má ekki gleymast að segja frá því að á sama tíma voru ungir menn úti í kjallara íþróttahússins að fremja tónlist og var þar eitthvað um hljóðritanir, hlaupahópur einn fremmsti á landinu, sundleikfimihópur sem hefur starfað svo lengi að þeir elstu í Hveragerði muna ekki hvenær byrjaði, körfubolti karla og kvenna í svo mörgum aldurshópum að Lalli veit ábyggilega ekki hvað hann sjálfur er gamall, badminton, golf, hestamennska og sund eru iðkuð af miklilli innlifun og útsvarið maður lifandi og þá rankaði ég við mér aftur útsvar já en hvað með aðra atvinnustarfsemi, grunnskóli og leikskólar með fyrnasterkt starfsfólk, bókasafn, sundlaugin í Laugaskarði og áhaldahúsið allt með topp starfslið en til að halda því öllu þarf annað lið til að halda utan um þetta allt saman og byggja upp, nú á bæjarskrifstofum er gott fólk en síðan eru það yfirvöld jú bæjarstjórnin bæði meirihluti og minnihluti sem eins og áður og annarstaðar í pólitík rísf án þess að hafa hugmynd um hvað þau rífast einna helst finnst mér einmitt eins og þau séu í einhverskonar útsvari og keppist um að finna réttu orðin til að slá hina út af laginu og svo koll af kolli nú var þunglyndið farið að þyrma yfir mig að nýju en þá mundi ég eftir "öllum" garðyrkjustöðvunum og jú tvær blómabúðir hálfur annar hellingur af bílaverkstæðum, vélsmiðja og sjoppur svo margar að það veitti ekki af fimm tannlæknastofum, tvö bakarí konditori og handverksgallery, Kjörís og Álnavörubúðin nú bensínstöðvar svo margar að meira að segja ég á erfitt með að verða bensínlaus ofl ofl hvaða andsk.... bölmóður er í fólki? Hvernig væri nú að fólk slökkti nú á sjónvarpinu og færi aðeins frá þessu þunglyndiskjaftæði sem Fram fer á bloggum eða hætti nú að tala um að Feysbúkkið sé ávanabindani og skellti sér á Hoflandssetrið og tæki pizzu og einn kaldan ... ís  með leiknum og hvernig væri að fólk færi oftar í bestu sundlaug á landinu og eða á Kaffi Rós í einn bolla og spjall og hvernig væri að tónlistamenn Hveragerðis héldu tónleika á fimmtudögum kannski annanhvern eða svo t.d. á Kaffi Rós það er líka hægt að halda tónleika og aðrar uppá komur á Hoflandssetrinu og fara svo með þá stærstu á Örkina og enn var ég kominn á flug en reyndi svo að vera skynsamur og saggði sí sonna Högni þú ert að hvetja til uppþots á pólitíska sviðinu og hópdrykkju á veitingahúsum bæjarins með gríðarlegu sælgætisáti okkar barnanna og ekki stóð á svari frekar en fyrri daginn ,,nei nei ég vil bara sjá fleira fólk en þennan fimmtánmannahóp sem ég sé allstaðar sem ég kem í Hveragerði ég vil sjá fleira fólk taka þátt í bæjarlífinu það þarf ekki fyllerí, jú jú við söknum Eden en ekki svo að við þurfum að vera í þunglyndi í mörg ár, en jæja nú var fleira fólk að koma og bíðum við allt fólk um tvítugt og Erna Þórðar og hennar ektamaki sjálfur, Nella sá ég breggða fyrir og Sibbu smá stund en bæði fer lítið fyrir henni og hún mátti ekki vera að því að vera allann tímann og enn þyrmdi yfir mig hvar er fólkið? Og í einhverskonar uppgjöf varð ég að viðurkenna að bærinn sé sum sé eftir allt bara svefnbær en þó svo að svo sé þá getur það fólk nú aðeins kíkt út áður en það fer að sofa við hin förum líka að sofa sko, en þegar ég horfði yfir þennan hóp unga fólksins okkar varð ég stoltur aftur ekki fyrir það að þau mættu á pöbbin heldur hvað þau eru þroskuð, það fóru nokkrar könnur á borðin til þeirra en ekkert þeir fór ölvaðra en ég út og ekki var ég ölvaður ja nema þá af gleði yfir velheppnuðu kvöldi sem fleiri hefu mátt taka þátt í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband