Það er ábyrðarhluti að taka þátt í því að fella ríkisstjórn.

Ég hef verið á þeirri skoðun frá fyrsta degi þessarar ríkisstjórnar að hún þyrfti að fara frá, en afhverju? jú ég er á móti því að við göngum í ESB, en er það nóg ástæða til þess að þessi ríkisstjórn ætti að fara frá? Nei kannski ekki svo að ég gaf henni sjens og vildi hafa trú á því að vinstri ríkisstjórn mundi nú gera eitthvað af viti fyrir fólkið í landinu, til dæmis datt mér í huga þegar ráðherrar fóru að tala um skjaldborg að við myndum ekki sjá að fólk stæði í biðröðum eftir matargjöfum og mér datt í hug að vinstri velferðarstjórn myndi með öllum ráðum sjá til þess að fólk sem væri að gefast upp myndi ekki falla í þá vondu gryfju að sjá ekkert annað framundan en að deyja bara og ég bara trúði því að þessi vinstri ríkisstjórn myndi sjá til þess að atvinnulífið myndi lifa og að hún myndi standa saman um að framleiðslugreinar myndu dafna og að einstaklingar hefðu atvinnu og að ríkissjóður myndi hafa gjaldeyristekjur, ég bara hafði ekki hugmyndarflug til þess að ímynda mér að eina leið ungs fólks til að komast af væri annaðhvort að flýja land eða vinna eingöngu svarta vinnu en sú er reyndin í dag.
Nú er svo komið að þessi ríkisstjórn hefur lifað þrjú ár og það liggur nánast ekkert eftir hana skjaldborgin var fyrir fjármagnseigendur allskonar bætur og styrkir eru hugarfóstur vinstri ríkisstjórna og eru engöngu til þess að láta heimilin í landinu greiða niður vexti fjármagnseigenda og að halda stórum útgerðum lifandi en saman eru þessir hópar að miklu leiti sami hópurinn og hafa í gegnum tíðina einfaldlega rænt þjóðina, en næstum allar ákvarðanir þessarar ríkisstjórnar hafa verið settar á ís þegar komið hefur verið að framkvæmdum, hún hefur farið um landið með hugmyndir eins og að flytja Landhelgisgæsluna og byggja snjóflóðavarnagarða sem hvorugt tekur inn gjaldeyristekjur hvorugt sparar einu sinni gjaldeyri en hugmyndir um framleiðslu þar sem verðmæti eru sköpuð eru ekki hafðar í hávegum og ég tel að það eigi að nota vosbúð þá sem er verið að koma þjóðinni í til þess að fá hana til þess að trú því að við þessir fáu eyjaskeggjar sem byggjum þessa eyju eigum samleið með milljóna borgum, við höfum ekki einu sinni efni á að halda uppi heilbrigðiskerfi hvað þá að ætla að fara að uppfylla allar þær tilskipanr sem myndu yfir okkur dynja og nóg hafa þær nú kostað hingað til.
Ég tel að það eina sem sé í stöðunni núna sé að koma þessari ríkisstjórn frá og það með öllum tiltækum ráðum og trúa því að það sem gera þarf verði gert eftir kosningar, nei nei ég trúi því ekki að Sjálfstæðisflokkur geri það og ekki heldur Framsóknarflokkurinn ég trúi því að til sé fólk sem geti og vilji fara á þing og breyta því sem þarf að breyta, ég trúi því að það sé til fólk sem getur farið á þing og séð til þess að heimilisfólk í landinu fái tækifæri til þess að sjá Fram úr sínum skuldum og geta lifað sem gildir þegnar og sjálfstæðir foreldrar og ég trúi því að það sé hægt án þess að nokkur stofnun fái högg á sig og ég trúi því að til sé fólk sem getur komið nýrri stjórnarskrá í það far sem þarf og að eftir henni sé svo farið, ég trúi því að til sé fólk sem getur séð til þess að opinberar stofnanir verði til gagns en ekki eingöngu til fyrir sjálfar sig og að opinberir starfsmenn séu ekki svo margir að það sligi ríkissjóð heldur að þeir fari út á vinnumarkaðinn og skili ríkissjóði tekjum, ég trúi því að til sé fólk sem getur farið inn á þing og séð til þess að ákvarðanir verði framkvæmdar, ég trúi því að til sé fólk sem þorir að hreifa við hefðum þeim sem gera fjármagnseigendum kleift að lifa á heimilunum í landinu og að hreifa við því að forstjórar, deildarstjórar, skrifstofustjórar, ráðuneytisstjórar, þingmenn og ráðherrar séu ekki að vasat í eigin rekstri með skelfilegum afleiðingum fyrir heimilin í landinu og eða ríkissjóð, ég trúi því að til sé fólk sem getur gert samninga við jöklabréfaeigendur og aðra sem halda þjóðinni í gjaldeyrishöftum og ég trúi því að til sé fólk sem er til í að fara á þing fyrir fólk og eða hreifingar og vinna að framgangi þeirra stefnuskráa sem þau taka að sér að framfylgja og ég trúi því að til sé fólk sem þorir að fara þarna inn og sturta úr skúffum fortíðar í öllum ráðuneytum og ég trúi því að til sé fólk sem getur séð til þess að Íslensaka þjóðin geti lifað saman í sátt og samlyndi í sanngjörnu samfélagi og fallegu umhverfi eftir skynsamlegt uppgjör, en ég trúi því líka að við getum sjálf haldið í auðlindir okkar og lifað góðu lífi og án þess að standa í stöðugum erjum um þær eða út af þeim.
Ég vil að þessi ríkisstjórn fari hið fyrsta frá en ekki til þess eins að Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fái tækifæri til þess að halda áfram að nauðga þjóðinni, Íslensaka þjóðin hefur lent undir valtara fjórflokksins og ekki síður völturum lögfræðinga og kirjunnar í aldir og nú er komið að því að við höldum þeim utan við stjórn valtara og annara stórvirkra vinnuvéla eða ríkissjóðs og annara opinberra stofnana og að við ráðum fólk til þingstarfa sem þorir að sækja hart að bankaræningjum og kvótaræningjum eða þeim öðrum sem hafa rænt og nauðgað þjóðinni á annan hátt og sækji peningana hvar sem þeir eru og áttum okkur á því að fjórflokkurinn stendur fyrir fjármagnseigendur og stofnanafólk sem lifir á því einu að kom sér og sínum á góða staði og er í stríði við okkur sem öflum tekna og greiðum vexti og skatta um leið og þau ræna okkur, áttum okkur á því að einu peningarnir sem til eru eru launin og þau fara í að greiða skatta og vexti annað eru teiknaðar millifærslur.
Það er ábyrðarhluti að taka þátt í því að fella ríkisstjórn en það er ekki minni ábyrð fólgin í því að gera það ekki þegar séð er að hún gerir meira ógagn en gagn.

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið svakalega er þetta flottur pistill.  Mig langar að fá leyfi hjá þér til að birta hann á minni heimasíðu Högni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2012 kl. 13:34

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

takk Ásthildur og gjörðu svo vel.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.4.2012 kl. 13:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2012 kl. 14:17

4 identicon

Heill og sæll Högni; og þakka þér fyrir síðast - og sælir, aðrir gestir, þínir !

Eins; og við ræddum um á dögunum, er það siðferðileg skylda hvers og eins - að fella þessa óstjórnar hörmung, hið allra fyrsta, Högni.

En; eitthvað gæfulegra - eins og Glussa- og Gírolíu lyktandi fólk, þurfum við að fá, væri mögulegt að fyrirbyggja aðkomu skrum flónanna; Bjarna og Sigmundar Davíðs, að frekari afskiptum, í stað þeirra, sem frá færu, gott fólk.

Með Byltingarkveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 14:37

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Takk fyrir þennan flotta pistil Högni

Guðni Karl Harðarson, 28.4.2012 kl. 15:51

6 identicon

"Það er ábyrðarhluti að taka þátt í því að fella ríkisstjórn en það er ekki minni ábyrð fólgin í því að gera það ekki þegar séð er að hún gerir meira ógagn en gagn".

Þessi lokaorð þín Högni summa upp alla þessa frábæru grein þína.

Þjóðin getur ekki beðið í lygum og sviknum kosningaloforðum eitt ár enn.

Burt með ríkisstjórnina og alla aðra hrunamafíu 4flokksins.

Það er nóg af nýju fólki til sem hafði ekkert með hrunið og samspillingu þingmanna og ráðherra í gegnum hrunð að gera.

Arnór Valdimarsson. (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 22:28

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir hlý orð krakkar, já já Addi það er sko nóg af fólki til sem þorir, getur og vill gera róttækar breytingar og það er okkar fólksins að sjá til þess að það komi Fram og fái til þess fylgi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.4.2012 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband