Færsluflokkur: Dægurmál
23.7.2007 | 14:11
Landvegur/Verslunnarmannahelgi
Ég heyri að það standi til að halda útihátíð í Galtalækjarskógi um Verslunnarmannahelgina, ég var að vona að svo yrði ekki í ár því að Landvegur er íllur yfirferðar. Landvegur er hættulegur, hann er í algerri vanhirðu, það eru skörð svo stór í vegköntunum nánast alla leið uppfyrir Galtalæk og niðureftir líka að til er fólk sem heldur að Skarðsfjall dragi nafn sitt af veginum. Þannig er umferðinni háttað um Landveg um Verslunnarmannhelgar að hún er svo gott sem stanslaus í báðar áttir alla helgina og bara núna undanfarið hefur legið við slysum þegar bílar eru að mætast við þessi skörð, því að sá er ekur þeim megin sem skarðið er hverju sinni fer inná veginn til að fara ekki ofan í skarðið, það er bara svoleiðis.
Þannig að hjúkrunarfólk á bráðamóttöku, þyrluáhafnir, sjúkrabílstjórar og lögregla ættu að vera viðbúin mikklu álagi þessa helgi.
Ég hef áður haft um það orð að hvorki yfirmenn vegamála eða lögreglu á Suðurlandi né starfsmenn þeirra séu yfirleitt vakandi á báðum í vinnunni, utan einn og einn og vil benda fólki á að vegir í Rangárþingi ytra eru að verða að drasli og er ég þá ekki að tala um originalinn s.s. alltof mjóa hlykkjótta vegi með sveigjum óteljandi milli fjalls og fjöru, þó svo að maður sé að reyna að keyra í annaðhvort austur eða vestur, sem hönnuðum vegagerðarinnar er einum lagið að hanna, heldur að vegum er ekki haldið við, malarvegir ekki heflaðir nema endrum og eins og klæðningu er ekki haldið við, nema það sé talið gott í ár að setja asfalt í örfá skörð milli Landvegamóta og Laugalands troða síðan stórgrýti í það og svo látið vera þar svo fólk hætti bara að keyra þessa leið, sem sparar auðvitað viðhald, vegna þes hve bílar eru ílla grýttir, þó ekki vegna þes að það gleymdist að sópa lausa grjótið af heldur vegna þess að verktakinn nennti því bara ekki enda þarf hann ekkert endilega að standa sig og gerir ekki, því að eftirlit er ekkert með verktökum vegagerðarinnar á Suðurlandi eða svo lítið að ég, sem er með latari mönnum, gæti vel hugsað mér þetta "starf" sem afþreyingu um miðbik dagsins.
Dægurmál | Breytt 24.7.2007 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2007 | 22:01
Hvað varð um fólkið?
Aflífa þurfti tvö hross eftir árekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar