Umferðar(ó)menning

Ég hef verið töluvert á ferðinni undanfarið og ég tek eftir því að símanotkun ökumanna hefur aukist og ég sé að ekkert færri eru að senda SMS skilaboð en ég áður sá, frekar finnst mér það aukast líka.

Ég fór upp í Borgarfjörð í dag og keyrði um 300 kílómetra á þjóðvegi 1 um Suðurlandsveg og Veturlandsveg og umferðin var skrítin ég lenti nokkrum sinnum á eftir hægfara bílum bæði húsbílum og litlum s.s. mjög litlum, vörubílum verulega hægfara og í öllum þessum tilfellum horfðu ökumenn mikið í bakýnisspeglana og fylgdust mjög vel með, ekki vantaði það, en gerðu ekki neitt til að liðka fyrir frammúrakstri, hvað sem slysum, umræðu og áróðri umferðarstofu og VÍS líður.

Um það bil annar hver ökumaður var í símanum og einhverra hluta vegna voru það í flestum tilfellum konur, lanflestir atvinnubílstjórar sem ég mætti voru í símanum, þær konur sem voru keyrandi trailerbíla á minni leið voru í símanum.

Ég mætti sjúkrabíl fyrir um þremur vikum á Suðurlandsvegi, svo sem ekki til frásagnar, enn forgangsljós blikkuðu og hraðinn sjálfsagt eftir atvikum, enn ökumaðurinn var í símanum og er það forkastanlegt, finnst mér.


Bloggfærslur 21. ágúst 2008

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband