Tillaga að "mótvægisaðgerð".

         Nú þegar samdráttur ætlar að verða atvinnulífinu erfiður hlýtur að koma upp sú spurning hvort ríkisstjórnin eigi ekki að veita verkefnum á hennar vegum brautargengi með fljótum flýtiaðgerðum.

   Þar sem tvöföldun Suðurlandsvegar er nauðsynlegt verkefni og að það liggur mun meira á þeirri framkvæmd enn svo að líðandi sé að Vegagerð Rikissins sé að drolla við hönnun vegarkafla á milli Litlu Kaffistofunnar og Hveragerðis, sem er ofan í kaupið líklega löngu búið að hanna ég býst við að það hafi verið gert samhliða þegar þessi kafli var hannaður sem 2+1, datt mér í hug að koma með tillögu og ekki síður er það óþolandi langur tími sem ætlaður er í umhverfismat.

    Í fyrsta lagi að Vegagerðin bjóði út hönnun vegarinns í 9 köflum. 5 Fyrstu útboðin verði öll boðin út í einu og þar verði boðin út hönnun á annaðhvort hringtorgum og eða mislægum vegamótum, síðan yrði valið á milli hvort byggð yrðu hringtorgin eða mislægu vegamótin hér eftir í einu kölluð vegamót, ef að hægt hefði verið að gera 2+1 núna og tvöfalda eftir 30 ár má alveg eins gera hringtorg núna og síðan mislæg vegamót með tímanum.

    Útboð 1:  Vegamót  við Bolaöldu og Bláfjallaveg og afleggjarana alla að einum

    vegamótum.

    Útboð 2: Þrengslavegamót og gert ráð fyrir að á innan við 30 árum má búast við að Þrengslavegur verði í það minnsta breikkaður, jafnvel tvöfaldaður og lagður áfram yfir á Vesturlandsveg og að þeim afleggjarar að og frá Hellisheiðarvirkjunum öllum, það er ekki þörf fyrir mörg vegamót að og frá Hellisheiðarvirkjunum á Þjóðveg 1..

    Útboð 3: Vegamót á móts við Hveragerði, það er nóg að gera ein vegamót við Hveragerði og gera ráð fyrir að vegurinn verði neðar en núverandi vegur er, enda er þar mun betra að gera mislæg vegamót hvort sem þau yrðu gerð núna eða síðar og gera ráð fyrir að núverandi vegur verði safnvegur.

     Útboð 4: Vegamót við Selfoss, má alveg vera hringtorg.

     Útboð 5: Undirgöng, ekki vegamót, undir nýja veginn  vestan meginn við Kögunnarhól til að tengja byggð báðum meginn vegarins við safnveginn og að hafa þar samgang, síðan vegi malarnáms í Þórustaðanámu annars vegar við safnveginn í vesturátt og að “Grímsnesvegi” í austurátt og svo veg neðann vegarinns að Árbæjarveg frá vegi tengdum fyrrnefndum undirgöngum.

 

Síðan ætti að bjóða þessi mannvirki út hið fyrsta og það hvert fyrir sig líka, mér sýnist í fljótu braggði ekki þurfa umhverfismat fyrir þessar aðgerðir, en geta skapað talsverð verkefni fyrir fólk sem stendur frammi fyrir atvinnuleysi á komandi mánuðum.

 

           Næstu 9 útboð, hugsanlega 11 útboð, ættu síðan að fara fram í beinu framhaldi, á hönnun vegakafla á milli þessara mannvirkja í einingum.

Útboð 6: Tvöföldun vegar frá Rauðavatni að vegamótum Bolaöldu, Bláfjallavegar.

Útboð 7: Tvöföldun vegar frá vegamótum Bolaöldu og Bláfjallavega að Þrengslavegamótum, með Litlu Kaffistofuna á milli veganna, það er öryggimál.

Útboð 8: Tvöföldun vegar frá Þrengslavegamótum að Hveragerði.

Útboð 9: Tvöföldun vegar frá Hveragerði að Selfossi.

Svo lengi sem þessir vegakaflar eru undir 10 kílómetrum þarf ekki umhverfismat svo það er hægt að flýta þessum framkvæmdum töluvert og auka öryggi fólks mun fyrr og skapa talsverða vinnu mjög fljótlega eða einmitt á þeim tíma sem uppsagnir eru að verða óþolandi raunveruleiki, ef að kaflarnir á milli Þrengslavegamóta og Hveragerði og svo Hveragerði Selfoss eru yfir 10 kílómetrar mætti slíta þá í sundur með undirgöngum annars vegar á milli vinnustöðva OR á Hellisheiði og svo vestan við Kögunnarhól og ef það þarf að skýra þessa kafla eitthvað annað en Þjóðveg 1 til að sílta þá í sundur, til að forðast umhverfismat, þá bara gerum við það og tökum saman á þessu.

  

Es. Æskilegt er að ráðamenn sem koma að þessu verkefni hætti að tefja það og að sveitastjórnir og bæjarstjórnir standi með okkur íbúunum um að reka á eftir að framkvæmdir hefjist og að yfirmenn Vegagerðarinnar líti til allra þeirra leiða sem flýta fyrir verkinu og fari skynsamlegustu leiðina enn hvorki dýrustu sem tefur verkið né ódýrustu sem er ekki boðleg. Ef að Kristján Möller Samgönguráðherra er ekki að ljúga þá hefur hann gefið vegagerðinni skipun um að flýta verkinu sem mest má og ef að fyrrverandi Samgönguráðherra var ekki að ljúga þá var hann líka búinn að gefa þessa sömu skipun, skrítið og ekkert gerist og ef að Bæjar og Sveitarstýrur/stjórar og stjórnir frá Reykjavík í vestri og að Egilsstöðum í austri hafa allann þann vilja sem þau þykjast hafa, að ekki sé nú talað um þingmenn suður og austur kjördæma, maður lifandi, sem hvorki ég né aðrir þeir sunnlendingar sem ég hef spurt, hafa orðið varir við síðan fyrir síðustu kosningar þegar allt átti að gerast, þá er hægt að flýta tvöföldun Suðurlandsvegar verulega.


Bloggfærslur 6. september 2008

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband