Í aðdraganda kosninga.

Það er sorglegt að horfa upp á þann aðdraganda kosninga sem nú fer fram, frambjóðendur gömmlu flokkana keppast við að bulla um hvað þeir ætla að gera vitandi að þeir geta ekkert staðið við það og að það stendur heldur ekki til og sumir reyna meira að segja að telja kjósendum trú um að ef að við bara göngum í ESB klúbbinn þá verður allt svo gott og kjósendur standa, nú eða sitja eftir atvikum og glápa opinmynntir á þessa sömu frambjóðendur ljúga að sér og kokgleypa það alltsaman.Þessir frambjóðendur sem ætla allt fyrir okkur að gera eru í framboði fyrir flokka sem aftur og aftur hafa í gegnum tíðina boðið gull og græna skóga en fátt af því gert og svo er einnig nú. Þingmenn Suðurkjördæmis hafa ekki yfir mörgu að monnta sig eftir undanfarin ár og enn og aftur ætla þingmenn að komast á þing á sama kjaftæðinu, það stendur ekki til hjá Samfylkingarmönnum að tvöfalda Suðurlandsveg þeir “ætluðu” það fyrir síðustu kosningar líka en þeir reyndu það ekki einu sinni og ætla ekki að reyna það núna heldur, það eina sem þau Samfylkingarfólk ætla að gera er að koma okkur í ESB og hvað sem það kostar, afhverju eru vandræði í Lettlandi, afhverju eru sjómenn í Frakklandi óánæggðir, afhverju ætti að koma atvinna í skipsförmum frá ESB til Íslands það er atvinnuleysi í ESB ríkjunum og afhverju ættu sjóðir banka, fyrirtækja og heimila að túttna út við það eitt að gjalmiðillinn heiti Evra, þarf þjóðin ekki tekjur ef  hún gengur í eina sæng með þýskum og Frönskum undir ESB merki, ESB er að liðast í sundur í kreppunni, það er ekki bara kreppa á Íslandi. Trúir fólk því virkilega að við þurfum ekki útflutningstekjur ef við göngum í ESB, trúir fólk því virkilega að ESB ríkin langi ekki í orkuna okkar og vatnið eða fiskinn, trúir fólk því virkilega að við inngöngi í ESB þurfum við ekki lengur að gæta að vöruskiptajöfnuðinum, trúir fólk því virkilega að matvara sem er eitthvað ögn lægri í verði í stórmörkuðum í Evrópu haldi verði og ferskleika eftir 7 daga á sjó, trúir fólk því virkilega að við fáum eitthvað annarskonar samninga en aðrar þjóðir?Gömmlu flokkarnir eru svo innvinklaðir í “ýmislegt” að við ættum að gefa þeim öllum frí og prófa nýtt fólk og ný gildi.Núna er tækifæri það er núna sem við eigum að breyta gildum okkar og lifa hægar og vera meira saman það getur ekki falist ánægja í því að vinna myrkranna á milli til þess eins að vera með flottari útihurð en nágranninn og njóta hennar svo aldrei í björtu, nágranninn sér hana heldur ekki í björtu því að hann er að vinna fyrir sinni sem hann sér heldur aldrei í björtu.Yfir 80% þjóðarinnar segist vilja breytingar en Gömmlu flokkarnir eru samt með yfir 80% fylgi í skoðannakönnunum, eru Íslendingar þá eftir allt gungur, þorir hinn almenni Íslendingur ekki að breyta, þora Íslendingar ekki að breyta kolröngum gildum og vera meira heima með fjölskyldum sínum?

Það þarf tvo til, í pólitík.

Svo pólitík lifi eins og við höfum ræktað hana þarf einn til að ljúga og annan til láta ljúga að sér og hér nóg af hvoru tveggja.

Í Danmörku snérist ESB um vexti og matarverð þangað til dagin eftir kosningar þá snérist ESB um stjórn Danmerkur.

Hverju voru Franskir sjómenn að mótmæla hér fyrir nokkrum dögum og samt er fólk enn að segja að ESB muni ekki reyna að ná að sölsa undir sig auðlyndum okkar, þau vantar ekki bara fisk þau vantar vatn líka.

Við skulum átta okkur á að það eru sömu útrásavíkingarnir sem enn eru að reyna að koma okkur í ESB og nota ennþá Sameignina (Samfylkinguna) og hafa bætt örfáum öðrum við sem geta talað og talað án þess að segja nokkuð.

Af hverju vilja fleyri og fleyri í Evrópu komast út úr ESB og hvað er eiginlega að í Lettlandi?

Af hverju getur Ölgerðin ekki selt á England eins og fiskútflytjendur?


mbl.is Vaxtaávinningur af ESB-aðild: 228 milljarða lækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2009

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband