En tekjuþörf heimilanna?

Það virðist eiga að vera endalaust hægt að fara í tómar buddur heimilanna og reikna ríkissjóði tekjur með engu sem úr þeim buddum koma, það margt hægt að bralla með exel.

Það sem mér þykir verst er að þöngulhausunum í ríkisstjórninni og samtökum atvinnulífsins er að takast að kalla yfir sig öfluga byltingu frá fólkinu í landinu sem er búið að fá nóg af yfirgangi þessa fólks og endalausum þrjósku útúrsnúningi frá því.


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heldur þú virkilega að Vinstri stjórnin hérna sé að gera þetta af gamni sínu? Ísland skuldar heilan haug með vöxtum og eru þetta peningar sem þarf að borga.. það er ekkert góðæri lengur, fólk getur ekki valsað hingað og þangað og keypt það sem það vill á lánum og pæla ekkert í að skuldadagar koma, þeir eru komnir.

þetta er hart,  sorglegt og þetta er leiðinlegt, að þessi staða sé komin upp, ísland er bara farið á hausinn og erum við rétt buin að sjá byrjunina, en ert þú með aðra lausn ? kjósa kannski sjálfstæðisflokkinn aftur, gleymum ekki því að v-grænir og samfylkingin eru þeir sem fá timburmennina eftir fyllerístíð sjálfstæðisflokksins

oddur (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:42

2 identicon

Það fer nú að verða, nei löngu orðið, svolítið þreytt, að segja að þetta sé bara Sjálfstæðisflokknum að kenna og ríkisstjórnin sé bara að taka til eftir þeirra fyllerí. Auðvitað er eitthvað til í þessu, en þetta er ekkert afsökun sem hægt er nota endalasust.

Ef skattstofnar standa ekki lengur undir tekjuþörf ríkisins. Hvernig væri þá að lækka tekjuþörf ríkisins? Frekar en að bara hækka skatta endalaust.

Samúel Karl (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 11:50

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég treysti nú Sjálfstæðisflokknum miklu betur til að ná meiri tekjum með lækkun skatta en því sem þessi Stjórn er að gera. Einnig hindra fólksflótta. Þessari Ríkisstjórn er að henda krónunni og spara aurinn og sér ekki heildarmyndina. Ég veit ekki betur en að þegar VG var í stjórnarandstöðu  hafi þeir ítrekað bent á að skatttekjur ríkisins hefðu stóraukist þó að skattprósentan hafi minnkað. Það þarf aðgerðir sem kalla á aukin viðskipti og veltu og draga þarf úr ríkisrekstri.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 12.1.2010 kl. 12:03

4 Smámynd: The Critic

Steingrímur hefur alla tíð barist fyrir því að hækka skatta og nú er hann að nýta tækifærðið þegar hann er kominn í stjórn og notar efnahagsástandið sem afsökun. Það sem vinstri menn skilja ekki er að of háir skattar minka tekjur ríkissjóðs og ýta undir fólksflótta.

The Critic, 12.1.2010 kl. 12:08

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Oddur, þó svo að ég vilji ekki sjálfstæðisflokkin sem ráðandi afl í ríkisstjórn þá breytir það ekki því að þessi ríkisstjórn er ekki að ráða við verkefnið, ég vildi neyðarstjórn strax og Samfylkinginn á nú aldeilis sinn skerf af því hvernig komið er og svo í viðbót Oddur þá aukum við ekki tekjur ríkissjóðs með því að leika okkur með exel útreikninga Fram og til baka með buddur heimilanna tómar.

Það er bara þannig Adda og Samúel og þarf nú ekki mikla spekinga til að sjá þetta, enn allt í einu er þetta mjög snúið og erfitt mál sem má leysa á hvaða hátt sem er svo fremi að Sjálfstæðiflokkurinn komi hvergi að málum.

Ólína Þorvarðardóttir saggði mér að sjúklingurinn ætti ekki að væla í lækninum þó það væri sárt það sem hann væri að gera heldur að snúa reiði sinni að þeim sem olli sárinu, ég las það þannig að sjúklingurinn ætti ekki að kvarta þó að læknirinn nauðgaði honum á meðan hann "snéri saltinu í sárinu" því að læknirinn sagði honum að sá sem olli sárinu væri bjáni.

Það virðist mega eyða endalausum tíma í pex og rex um þvælu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.1.2010 kl. 12:18

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

The Critic, þetta er rétt og í kringum mig heyri ég í fleira fólki á hverjum degi sem hugar að flutningi af landi og eða svartri vinnu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.1.2010 kl. 12:20

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skattar hafa alltaf hækkað þegar vinstri stjórnir eru, vil samt ekki D í (ein)ráðandi stöðu

Ásdís Sigurðardóttir, 12.1.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 82390

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband