Óháða rannsókn.

Mér finnst eins og allt hafi klikkað sem gat klikkað, bæði hjá fólkinu, löggunni og Landsbjörgu og það má taka allt "gospartýið" til gagngerrar skoðunnar.
mbl.is Rannsókn að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Venjulega commenta ég ekki á þetta bull sem flest blogg hér eru en þetta stakk mig pínu.

 Hvaða aðilar klikkuðu þarna? Geriðu þér grein fyrir hversu stórt leitarsvæðið var? Þau höfðu ekki hugmynd um hvar þau voru og þar afleiðandi var erfit að marka af leitarsvæði. Eina kennileitið sem þau sáu var gosið.

Því miður átti þessi harmleikur sér stað og stærstu mistökin voru að yfirgefa bílinn. Björgumarsveitarfólk var búið að leita stanslaust og efast ég að eithvað hafi "klikkað" hjá þeim. Hvaða óháðu aðila getur þú nefnt til að ransaka þessi svonefndu mistök?

Gæslan við gosið hefur verið mjög öflug og greinilega þörf á þar sem allskyns trúðar álpast út á gallabuxunum að glápa á móðir náttúru í ham, því það er alltí einu orðið aðal skemmtiatriðið í dag.

Stundum er hollara að þegja og vera ekki að einhverju fjárans tuði bara til að hafa eithvað að blogga um.

Hjalti P Finnsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 14:03

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gosið er á hægri hönd inn hlíð en vinstri hönd úteftir, svo einfallt er það Hjalti og ég er búinn að spyrja mig margra spurninga og niðurstaðan er að já það klikkaði líklega allt sem gat klikkað.

Já ég geri mér grein fyrir því hvað þetta er stórt svæði hefi komið þarna nokkrum sinnum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.4.2010 kl. 15:26

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Aðeins meira Hjalti, bæði löggan og björgunnarsveitamenn stóðu sig vel að mestu alveg eins og fólkið sem kom á svæðið eða um 95% það sem uppá vantar þarf að fara yfir.

Og þegiðu svo sjálfur þegar þú veist ekki um hvað þú ert að tala, hvorki löggan né Landsbjörg eru yfir gagnrýni hafin.

Bara eitt dæmi: Það var lögreglumaður sem var tilbúinn að standa eins og staur inni Þórsmörk og skipa fólki að fara Langadalsveg út úr Básum þegar nýja sprungan myndaðist á miðvikudag og Almannavarnarmönnum datt í hug að rýma mörkina með þessum skilaboðum inneftir.

Svona dæmi þarf að skoða með það í huga að svona heimska kosti ekki mannslíf, Markafljótið hefur tekið mannslíf þarna innfrá svo það skiptir máli að svona skilaboð séu rétt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.4.2010 kl. 15:33

4 identicon

Sæll aftur. Ég bið þig velvirðingar ef þetta kom rustalega út hjá mér. Sem björgunarsveitarmaður þekki ég þetta af eigin raun, en ætluninn var samt ekki að drulla yfir þig.

 Bið þig vel að lifa.

Hjalti P Finnsson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 21:28

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég var kannski full orðhvass líka, en er ferðamaður og þekki þetta þannig af eigin raun og við eigum að skoða þessa síðustu daga til þess að læra það sem hægt er að læra, en alls ekki til að finna blóraböggul heldur til að hnikkja á því sem við áður höfum lært og læra meira ef við getum.

Takk fyrir góða kveðju og gangi þér vel líka.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.4.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband