Auðvitað á að gera stórskipahöfn í Þorlákshöfn

Það hljóta allir sem vilja sjá það að það er lang skynsamlegast að gera stóskipahöfn í Þorlákshöfn.

Í fyrsta lagi þá á ekki að segja "frekar en" t.d. Bakkafjara eða eitthvað annað, ef að það er mat manna að Bakkafjöruhöfn sé skynsamlegur kostur þá hljóta menn að skoða það.

Í öðru lagi þá er lega Þorlákshafnar landafræðilega séð þannig að það styttir siglingar sem nemur fyrir Reykjanes og inn í botn Faxaflóa sem að þíðir töluverðann sparnað og minni mengun.

Í þriðja lagi þá er það líka sparnaður í landflutningum því að bílar sem fara austur á firði fara bara beint þangað, bílar sem fara vestur á vesturland fara um þrengslaveg (sem verður tvöfaldaður) og svo beint yfir á Kjalarnes um nýjann stuttann veg framhjá umferðinni sem óneytanlega á bara eftir að vaxa á höfuðborgarsvæðinu og svo þeir bílar sem fara norður fara um væntannlegann veg um Kjöl.

Í fjórða lagi þá er ennþá nóg svæði í kringum Þorlákshöfn fyrir gámaplön og útflutningsfyrirtæki.

Í fimmta lagi þá losnar um mjög svo dýrmætt byggingasvæði við botn Faxaflóa og á komandi misserum þéttist byggð á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurlands um Hafnarfjörð, Grindavík og Þorlákshöfn svo að það segir sig sjálft að það er ekkert skynsamlegra í framtíðaráætlunum um innflutningshöfn en að gera hana í Þorlákshöfn.


mbl.is Vilja stórskipahöfn í Þorlákshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 82390

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband