IU 368

Ég kom inná þjóðveginn um hrintorg við Hveragerði og ók í austur, stuttu síðar er bíll fyrir aftan mig, IU 386 dökkblár toyota rav 4, í honum er fjölskylda og ökumaðurinn eitthvað pirraður, nema hann keyri alltaf eins og fífl ef svo er þá ætti hann að skilja barnið allavega eftir, hann er kominn aftan í kúluna hjá mér og byrjaður að reyna að komast frammúr á heilli línu löngu áður enn við komum að 90 km. skiltinu en frá hringtorginu keyrði ég strax á 70+ og var kominn hálfa leið að 90km. skiltinu þegar IU 386 kom útúr hringtorginu og hann er kominn að mér þegar við eigum enn eftir 3/4 í það að meiga fara hraðar, fljótlega eftir að við erum komnir framhjá skiltinu og ég kominn með crúsið í 90+ kemur hann og stingur sér frammúr á heilli línu og með umferð á móti, enn svo réði hann ekki við að halda hraða ég var kominn upp að hliðinni á honum á móts við Kotströnd, fór frammúr honum á brotalínu og var töluvert á undann honum við Kögunarhól og þegar ég kom að 70 km. skiltinu við Selfoss er hann enn töluvert fyrir aftan mig, þegar ég kem að 50km. skiltinu móts við Toyota húsið er hann að nálgast mig verulega þegar ég kem í hringtorgið er hann fyrir aftan mig. Hvurslags aksturslag er þetta ? þessi maður hefði verið mun fljótari heim til sín ef hann hefði notað crúsið og stillt á einn hraða fyrir utann hvað fjölskyldan hefði verið mikið öruggari í bílnum og bíllinn eytt minna ég er ekki að átta mig á því þegar fólk er að halda kannski 90 kílómetra hraða, ægilega löglegt enn svo kemur það að þar sem hraðinn minnkar eins og við Selfoss, Hellu og Hvolsvöll þá heldur það áfram á 80, ja sér eru hver löglegheitin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Crús=skriðstillir

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 20:06

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég upplifi fólk alltaf aggressívt þegar það er komið svona í rassgatið á mér. Skrýtið þegar fólk hagar sér svona. að ég tali nú ekki um þegar fjölskyldan er með. Aarghhh

Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já það er líka þetta, afhverju geta menn ekki bara haldið hraða. Ég er orðinn einhverskonar umferðarnöldrari í seinni tíð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.9.2007 kl. 21:12

4 Smámynd: Einar Indriðason

Við þessar aðstæður á ég til að gera:

1)  tipla létt á bremsuna, nóg til að kveikja bremsuljósin

eða

2)  einfaldlega leyfa þeim að taka framúr, á réttum stað.  Ég er bara keyrandi á mínum rétta hraða, og vildi síður vera tekinn með þeim, þegar þau keyra á næsta ljósastaur.

Hitt er svo alveg spurning hvort maður ætti að blogga meira af ökuföntum, og taka þá niður númerið hjá þeim líka.

Einar Indriðason, 2.9.2007 kl. 13:29

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Einar, það sem ég er aðallega að spá í er að hraðinn á þessum ökumanni var með svo mikklum ólíkindum.  

Í fyrsta lagi þá er hann kominn í rassg. á mér, rétt eftir hringtorg en hann var í hringtorginu þó nokkuð á eftir mér, þó svo að ég hafi farið þarna léttann en þó innan sektarmarka , þannig að hann hefur verið á um 90 til 100 en þarna er 70 km. hámarkshraði.

Í öðru lagi þá fer hann frammúr mér, eftir að hafa áður sýnt það að hann ætlaði það og þá líka við heila línu, yfir heila línu.

Í þriðja lagi, eftir þessi læti, þá heldur hann ekki hraða til hvers voru þessi læti þá, ég nota skriðstillinn yfirleitt eins og ég get úti á vegum og er töluvert úti á vegum, ég er sem sagt kominn upp að hliðinni á honum á móts við Kotströnd og er með skriðstillinn á 90 til 95 svo þessi maður sem var rétt áður að flýta sér svo að hann var tilbúinn að fórna við það, ja ýmsu, en allt í einu var hann orðinn fyrir.

Í fjórða lagi, þegar ég kem að Selfossi og að 70 km. skiltinu þá tek ég skriðstillinn af og tilli í bremsur og er kominn í um 80- fljótlega þá er hann töluvert fyrir aftan mig stuttu síðar er 50km. skiltið þá er hann bara kominn á kúluna aftur, hann gat sem sagt ekki haldið 90 til 95 km. hraða eftir að vara búinn að sýna að hann væri að flýta sér en þegar hann kemur inn á 70 km. hraða þá er hann enn á 85+ og þegar hann kemur aftan að mér, á 50 km. kaflanum er nokkuð ljóst að hann hefði verið enn á 85+ ef ekki hefði verið þessi farartálmi sem að ég var aftur orðinn.

Þannig að ef að hann var virkilega að flýta sér þá í fyrsta lagi afhverju hélt hann ekki hraða eftir að vera búinn að berjast við frammúraksturinn og ef að það var af því að hann er svona löglegur af hverju náði hann mér þá bæði út úr hringtorginu fyrst og svo aftur við hitt hringtorgið.

Hitt er svo aftur að ef að bíll er kominn í rasg. á mér þá athuga ég nú yfirleitt fyrst hvort að ég sé á einhverjum snigilhraða og hunskast frá og ekki síður hvort að ég get ekki hleypt viðkomandi frammúr mér hið fyrsta því að það er jú nokkuð ljóst að viðkomandi er að flýta sé meira en ég í því tilfelli og ekki mitt að passa hans hraða neitt og svo er bara allur hraði fyrir neðan 90 á Suðurlandsvegi hættulegur þó svo að á þeim köflum sem 70 er og svo 50 þá er það við og í þéttbýli og ber að hægja á þar enn það er nú síður enn svo að það sé gert.

Í rauninni truflaði það mig ekki þó svo að hann væri í rassg. á mér heldur allur þessi akstursmáti og það að þetta er ekkert einsdæmi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.9.2007 kl. 15:43

6 Smámynd: Hugarfluga

Sumt fólk er fífl. Manni er oft skapi næst að hemla snögglega þegar svona lið hangir svona í rassinum á manni. Og svona by the way, þá er IU-386 hvítur tjaldvagn. Þú hefur eitthvað tekið númerið vitlaust niður.

Hugarfluga, 2.9.2007 kl. 18:02

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég ræð ekki við að muna númer lengur það var annað hér í den þegar allt var svo mikklu einfaldara, mér var reyndar alveg sama þó svo að hann hefði komið á kúluna það var aðallega þetta að hann gat svo ekki með nokkru móti haldið ferð og svo hitt að þar sem var 70km og 50 km hámarkshraði var hann á fullu ferðinni.

Ég á það til sjálfur að þrýsta á fólk að færa sig út að kanti svo að ég komist frammúr því ég geri mér alveg grein fyrir því að stundum er fólk að flýta sér en ekki ég og þá reyni ég af fremsta megni að fara frá og ég vil að fólk athugi það og svo annað þá er hraði fyrir neðan 90 á Suðurlandsvegi hættulegur, ég mundi vilja sjá vegagerðina gera vegaaxlirnar á Hellisheiði og á milli Hveragerðis og Selfoss betri svo hægt væri að nota þær.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.9.2007 kl. 18:24

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hugarfluga, ég er búinn að leiðrétta þetta takk fyrir ábendinguna.

Einar ég er með fleiri sögur með númerum dags.og jafnvel klukku, ég sé til með það enn nokkrir bílar eru á blaði hjá mér sem koma úr Flóahreppi inn á Suðurlandsveg eins og fífl séu undir stýri.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.9.2007 kl. 18:37

9 Smámynd: Einar Indriðason

Sammála.  Svona akstursmáti, eins og þessi RAV4, er raunar algjörlega óþolandi.  Ef hann gæti ákveðið sig, í staðinn fyrir svona ringlandihátt, þá væri það eitthvað örlítið betra.  En, eins og þú lýsir aksturslaginu, þá er spurning hvort þú hefðir átt að hringja í lögguna, og fá þá til að tala við hann, og láta blása?

Númerabirting... alveg spurning um að skoða það dæmi nánar.... En hvort það virkar, er svo annar handleggur.

Kveðja

Einar Indriðason, 2.9.2007 kl. 22:47

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Auðvitað átti ég að hringja í von um að hann yrði látinn blása.

Nei veistu það Einar ég nefnilega held að það virki ekki vegna þess að það er ekkert að hjá honum mér sjálfum og á meðan svo er þýðir auðvitað ekkert að tala við hann mig ég er svo klár sjáðu að ég sný nú bara útúr svona bulli.

Það er nú svo að ég velti mikið fyrir mér hvernig hægt er að ná sambandi við þá ökumenn sem þarf að ná til, það þarf auðvitað hugarfarsbreytingu fyrst og fremst, en hverslags áróður þarf ég veit það ekki, ef að umferðarstofa er með "rösklegann" áróður þá birtast fljótt menn sem brjóta hann á bak aftur af því að það kemur við einhverja.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.9.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband