Er þetta blogg?

Ég ákvað að hafa nú einu sinni smá færslu hérna sem er ekki um umferðina og eða "velferðarmál".

Ég tók þátt í umræðu hjá henni Jónu Á . þar sem umræðuefnið var hvort að það væri óviðeigandi að hún kallaði Ian son sinn "þann einhverfa" og sýndist flestum það vera mikið í lagi enda var hvergi hægt að lesa annað en væntumþykju og móðurást úr hennar bloggi um hann og nokkrir komu með dæmi af sínu heimili.

Einhvernveginn hafði það nú ekki komið upp í huga mér þá heldur núna áðann hvernig ég tala um mín börn.

Ég var að reyna að vera fyndinn á síðunni hjá henni Mörtu smörtu áðan og tók þá eftir því að ég sagði "strákurinn minn" enn ég á tvo stráka samt segi ég yfirleitt um þann eldri "strákurinn minn" og um þann yngri segi ég "yngri sonur minn" ef ég segi ekki "lystaspíran" og eins er um stelpurnar mínar, en við eigum sem sagt strák, stelpu,strák og svo aftur stelpu, ég segi um þá eldri "dóttir mín" og svo annaðhvort "yngri stelpan" eða "sú yngsta".

Ja það er margt í mörgu ef að er gáð, persónulega sé ég ekki neinn mun á þessu hjá mér eða þegar  þegar Jóna segir "sá einhverfi".

Þetta sem sagt kom upp i huga minn núna og of seint að fara að bæta enn í færslurnar hjá Jónu og svo hitt að það var kominn tími á það hjá mér að prófa að blogga um annað enn umferðina og velferðarríkið Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Högni þetta er sko blogg, mjög gott blogg, vel skrifað og fallega hugsað

Ég segi alltaf sonur minn um mitt eina barn, sumir segja einkadóttir eða einkasonur, erfinginn o s frv það er ekki nokkur munur á notkun Jónu á orðinu sá Einhverfi eða Gelgjan og svo þessum orðum sem við kjósum að nota fyrir okkar börn.  Mér finnst það snilld hjá henni og húmor í því að tala um dótturina sem gelgjuna því þa´veit lesandinn um leið ca á hvaða aldri hún er, eins með soninn, að tala um þann einhverfa segir jú ákveðið um barnið sem skiptir máli í frásögninni. Ástin skín allsstaðar svo skært í skrifum hennar um fjölskylduna sína.

Marta B Helgadóttir, 4.9.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir það Marta.

Erfinginn er einmitt mikið notað og er gott.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2007 kl. 14:01

3 identicon

Sammála Mörtu - þetta er fínt blogg - Ég segi eldri dóttirin eða sú eldri, svo segi ég yngri dóttirin eða sú yngri,  um hálfbróður þeirra samfeðra nota ég skásonurinn. Um makann nota ég orðið húsbandið (finnst það svo heimilislegt  ) 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 14:13

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta með húsbandið hafði ég ekki heyrt fyr en hér á blogginu, mér finnst það gott.

Skásonur er nú ekki dónalegt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2007 kl. 15:31

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Húsbandið - hljómsveit hússins,

Marta B Helgadóttir, 4.9.2007 kl. 21:39

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þá er það spurningin, hver ræður lagavalinu?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.9.2007 kl. 23:44

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ, við erum saman í leshring svo ég vildi tengjast þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:46

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þessi bloggfærsla hjá þér mjög góð.  Ég á þrjú börn sjálf og fjórar fósturdætur.  Tvö eldri börnin mín eru samfeðra og segi ég oft "systkynin" og meina þá bara þau, samt finnst mér sá yngri ekkert hálf neitt. Stelpan er Solla mín og eldri strákurinn Óski minn og svo er sá yngsti Helgi litli ( 1.96 á hæð) litla barnið mömmu sinnar og allt það dynur á honum, á vissum aldri fannst honum það leiðinlegt en núna 19 ára þá finnst honum það bara gott. Fósturdæturnar fjórar eru svo stelpurnar mínar og ég nefni þær alltaf allar í runu þegar ég nefni eina, ótrúlegt hvað maður er ruglaður eða þanni.  Þau eru öll mega yndisleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 19:59

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir það, já þetta er einmitt svona ansi víða svo hvernig getur fólk sett út á þó svo að Jóna kalli Ian " þann einhverfa" ef að hún ætlaði að niðurlægja hann þá segði hún nú eitthvað meira og ljótara en þetta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.9.2007 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband