Einn í krísu.

        Fyrir örfáum dögum kom Marta smarta fram með þá staðreynd að alveg gæti vinnufélagi fólks verið dauður þó svo að það líti út fyrir að hann sofi og út frá því spunnust smá umræður og meðal annars að við ættum að líta í kringum okkur á vinnustaðnum og framan í vinnufélagana.

  Ég fékk nett áfall og áttaði mig á því að eiginlega vissi ég ekki hvort að ég væri lífs eða liðinn vegna þess að ég hef verið einn á mínum vinnustað og í þokkabót sofið hér líka og það ekkert mjög nærri fólki. Ég taldi þó að það kæmi nú í ljós hvoru megin ég væri þá daginn eftir því að þá kæmi strákurinn til að vinna með mér og er skemmst frá því að segja að ég er enn í vafa.

  Strákurinn kom sum sé, það háttar þannig til hjá mér að hluti starfseminnar er hér í um fimmtán mínútna akstri hér frá og við ,, að ég hélt” vorum að fara þangað og viti menn hann labbar bara beint að bílnum ökumanns meginn og fór ég þá auðvitað kvennmanns meginn og velti svo fyrir mér alla leiðina hvort að ég væri þá eftir allt dauður eða er bílhræðsla arfgeng. Hann fór svo í það að taka til í kring um mig og þar með talið henti hann hlutum sem ég var búinn að vera að færa til nokkrum sinnum, enn og aftur fór ég að hugsa er ég lífs eða liðinn og um leið rifjaðist upp fyrir mér þegar ég, þá ungur maður í árum talið, fór í að taka til á verkstæði sem að við stjúpi heitinn vorum með ,,ég sá yngri og ákafari og hann sá eldri og reyndari” og ég hennti öllu sem að ég taldi drasl og hann var einmitt búinn að vera að færa til í allnokkur skipti, en hann var sprelllifandi og gat þess vegna og gerði reyndar athugasemdir við, enn ég þorði því ekki af ótta við að sannleikurinn yrði vondur og nú er hann s.s. strákurinn, farinn í byggð og á bílnum mínum, lítur ekki beint vel út.

  Sumsé ég er enn í þessari líka óvissu og ýmislegt sem styður þá vondu hugmynd að ég sé sum sé ekki meðal vor,,,,,, ykkar sem sagt og ef að svo er þá þykir mér það mjög leitt ykkar vegna og mín vegna vegna þess að ég var ekki búinn að taka til dagbækurnar og afhverju er ekki leikur í enska boltanum um helgina er það þannig hjá ykkur líka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rólegur Högni minn - þú kommentaðir hjá mér þannig að þú hlýtur að vera á lífi - en það sem ég get ráðlagt þér er að horfa EKKI á neinar myndir með ghost er í titlinum

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert greinilega hérna megin, ja, nema ég sé hinumegin !! hvað veit maður svosem. Kannski maður lifi á mörgum tilversviðum, allavega finnst mér stundum að draumar mínir bendi til að það sé eitthvað fleira í gangi en það sem ég er núna.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir þetta stelpur, ég er svona orðið nokkurn veginn viss en svo kemur þú Ásdís með svona hugmyndir sem mér finnst oft gaman að velta mér upp úr og þá fer ég aftur að efast.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.9.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Högni ég er ekki sannfærð strákurinn er líklega vandaður og tillitssamur maður eins og pabbi hans, kannski vildi hann ekki vera að hryggja föður sinn með því að segja neitt berum orðum um tilverustig þitt, hann gerði það hinsvegar með því að setjast bílstjóramegin sko! Líklega hefur hann hugsað sitt með þetta rusl, hvað er pabbi að hafa allt þetta rusl í kringum sig líka hérna, var ekki nóg rusl i kringum hann meðan hann var hinum megin (hja okkur)

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 11:12

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er gaman að því hvað þessi litla saga um dauða samstarfsmanninn hefur hreyft við hugmyndafluginu hjá fólki. Í vinnunni hjá mér eru menn að grínast með þetta á jákvæðan og skemmtilegan hátt, snerta lauslega öxlina á næsta manni þegar þeir standa upp til að fara i mat o s frv

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 11:14

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þessar stuttsögur eða örsögur gera sig stundum svo skemmtilega og lifa nokkuð ótrúlega, sagan um ljóskuna sem ekki gat unnið í  myrkrinu sló skemmtilega í gegn líka 

Marta B Helgadóttir, 8.9.2007 kl. 12:29

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.9.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband