Er bara góður.

      Nú er ég orðinn viss um að ég er lifandi, konan hringdi og jú ég þurfti að leggja inná reikninginn hennar, það átti að gera smá(stór)innkaup á Aluavera vörum og eins og fyrri daginn var hennar veski tómt eftir reikningaherferð heimilislínunnar, gott mál þetta með Aluaverað, svo hefur fólk haft við mig samband til að staðfesta það að ég sé lifandi og á bloggi Önnu Ó var mér meira að segja bent á að áhugi minn fyrir ættfræði í seinni tíð væri ekki sprottinn af ótta við elli, heldur bennti það til hækkandi þroskastigs, reyndar var ég alveg búinn að gefa þann möguleika uppá bátinn eftir yfir fimmtíu ára bið.

      Ég ákvað í beinu frammhaldi að athuga hvort að ég hefði áhrif á gerðir stráksins og sjá þannig betur að ég væri nær lífi en dauða og laggði fyrir hann gátuna “Viltu vinna milljón” af síðunni hennar Jónu, mig mynnti að hún hafi verið hjá Mörtu smörtu en þar fann ég bara  söguna af ljóskunni sem fór heim úr vinnunni vegna þess að hún gat ekki unnið í myrkrinu, hann hló svo ég varð enn bjartsýnni, en sem sagt getraunina fann ég hjá Jónu og vegna þess hve lengi ég var að finna getraunina var ég enn á ný orðinn efins, enn hann beið og taldi ég það vera af hinu góða þ.e. ég væri sá sem stjórnaði ferlinu og hlyti því að vera til, jæja getraunin fannst og viti menn honum fannst ljóskan alveg ægilega heimsk, ROSALEGA leið mér vel yfir því og þegar hann var búinn að sjá svörin fór hann beint fram og skoðaði spegilinn í bak og fyrir, ég fór nú reyndar og skoðaði hann líka þ.e. spegilinn, enn sá ekki hvað hann sá svona merkilegt þar.

   Nú sé ég ekki betur en að það þurfi með einhverjum hætti að finna leið fyrir einyrkja til að ganga úr skugga um hvort þeir eru þessa lífs eða annars, kannski dugar spegillinn bara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Snilld.

Marta B Helgadóttir, 9.9.2007 kl. 01:02

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

You are alive.  Get vottað að ættfræði er partur af því að eldast, allavega í mínu umhverfi.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Vissi´ða það var ekki þroski heldur elli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.9.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82371

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband