4.10.2007 | 21:22
Stundum er ástandið skárra og stundum ekki.
Ég röfla gjarnann yfir vegaframkvæmdum eða öllu heldur að ekki skuli vera vegaframkvædir í gangi, en þegar ég keyri fram á þar sem vegaframkvædir eru á annað borð gái ég að ástandi merkinga og annara hluta, til dæmis var ég alls ekki sáttur við að sjá beltavélar Þjótanda akandi á ekkert alltof góðum Landvegi í sumar.
Enn, ég fór um Suðurlandsveg í gærkvöldi, s.s. í myrkri og þar sem ég kom að vegaframkvæmdum rétt austan við Þingborg vakti það sérstaka athygli mína að gul blikkandi ljós voru í gangi enn engin hreyfing, s.s. vinnutíma var lokið og starfsmenn Þjótanda farnir til síns heima og höfðu skilið vörubíl eftir á besta stað og vinnublikkljósin í gangi, skilti voru á ásættanlegum stöðum og svo blikkljósin uppi á toppi vörubílsins í gangi, þetta var frábær aðkoma og eiga Þjótandamenn heiður skilið fyrir þennan frágang.
Enn svo að það fari nú enginn að halda að ég sé á einhverju eða ráði ekki við að taka lyfin mín samkæmt ráðum læknisinns þá finnst mér rétt að röfla líka og koma því að í leiðinni að þetta er einmitt bíll sem að ég mæti að öllu jöfnu ljóslausum í umferðinni og er því miður þannig farið með bíla Þjótanda yfirleitt.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst vegamerkingar heldur hafa lagast hér á landi en samt eigum við langt í land, þegar maður hefur ferðast um Evrópu finnst mann þetta glatað hér heima.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 21:41
Ég er sammála þessu, fram að því að ég keyrði í útlöndum, sem var fyrir rúmu ári, hélt ég því fram að það væri ekkert að umferðarmenningunni hjá okkur.
Merkingar við vegaframkvædir eru oftar en ekki gjörsamlega óásættanlegar enn þarna út við Þingborg eru Þjótandamenn að standa sig frábærlega.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.10.2007 kl. 23:36
......."halda að ég sé á einhverju" segirðu hmmm
ég ferðaðist víða um landið í sumar og oftar en ekki þurfti ég að fara framhjá og tilbaka aftur til að finna réttu sveitavegina því ef þeir voru merktir þá var merkingin ekki sett fyrr en "Á GATNAMOTUNUM"
- ekki áður en maður kom að gatnamótum, til að geta hægt á sér og náð beygjunni.
Nei, maður keyrði framhjá fyrst til að sjá skiltið og svo tilbaka til að beygja útaf þjóðveginum og inna sveitavegina.
Marta B Helgadóttir, 6.10.2007 kl. 02:02
Þú minnir mig á manninn minn, hann röflar alla leið niður í bæ og heim aftur um þær framkvæmdir sem eru EKKI gerðar.
Halla Rut , 12.10.2007 kl. 23:29
Ég byrjaði á þessu Halla eftir að ég keyrði í Danmörku í fyrrasumar, fram að því var sko ekkert að umferðinni hér og þeir sem voru að segja, af reynslu, það sem ég er núna að segja, af reynslu, voru sko bara "útlendingasnobbarar" get ég sagt þér og gátu bara komið sér erlendis þar sem svo allt var svo gott.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.10.2007 kl. 23:52
Mér finnst vanta mikið upp á merkingar en tek undir að það hefur heldur batnað. En hvað hefur orðið um þig á blogginu? Þessi færsla er orðin háöldruð
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.