Ég ligg fyrir "dauðanum"

Nú hefur einhver árans pest svo skæð lagt mig flatann og er talið að hún sé ein sú mannskæðasta sem í sögunni hefur gengið, svo að ég tek ekki þá áhættu að vera mikið á ferðinni, ég er eins og áður hefur komið fram, einn hér í efra svo ég verð sjálfur að hafa mig eftir teinu sem er hið versta mál og stórhættulegt við þessi skilyrði svo til að eiga ögn meiri möguleika á að komast heill frá þesum hildarleik hef ég tekið þá ákvörðun að sofa sem mest, það er þá allavega smá möguleiki að ég sé sofandi þegar ég dei og eða orðinn frískur þegar ég vakna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt alla mína samúð. Ég hef sjálf heldur betur fengið minn skammt af pest undanfarnar vikur. Farðu vel með þig og góðan bata

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Tkk fyrir það, mér er búið að slá einu sinni niður og er búinn að vera úti í á í allann dag að veiða í klak svo nú bíð ég morgunndagsins frekar spenntur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.10.2007 kl. 22:38

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Að liggja fyrir dauðanum og veiða í klak..........

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2007 kl. 00:33

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Farðu vel með þig svo þér batni fljótar.

Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 02:06

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Svona er lífið stundum, ég er ekki verri en í gær svo ég er farinn austur í Vatnsá að veiða í klak, en ég viðurkenni fúslega að ég er þreyttur enda held ég að ég hafi heyrt að pesst þessi sé allt að því mannskæð. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.10.2007 kl. 10:06

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir góðar kveðjur öll, ég vona að ég fái tíma eftir helgi til að hvíla mig.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.10.2007 kl. 10:07

7 identicon

Heill og sæll, Högni og aðrir skrifarar !

Veit reyndar ekki; hvort ég eigi að kasta kveðju, á já- kórsystur Jennýar Önnu, í orðræðunni, um misjafna eiginleika kynþáttanna;  þær Önnu og Mörtu, þar sem Jenný Anna kastar út spjallvinum, þá hana þrýtur rök; en heilsa þó ykkur Halldóri Agli, með virktum.

Láttu ekki nokkurn mann sjá, né heyra, að þú sért í einhverju helvítis tegutls lapi, drengur. Blandaðu þér frakar rótsterkan kaffi sopa maður, og sjáðu svo til. Annars; sakna nærveru ykkar fóstra, hér heima í Efra- Ölfusi, að nokkru.

Heilsist þér vel, sem ætíð; félagi og fóstbróðir góður /

Mbk. / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 16:31

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Óskar Helgi og takk fyrir góðar kveðjur, jú jú auðvitað heilsarðu þeim Önnu og Mörtu þó svo að þið séuð ekki alltaf á sömu skoðunn, ég reyni af fremsta megni að láta það ekki hafa áhrif á vinnskap að ekki séu allir vinir mínir alltaf á sömu skoðun og ég, við höfum alveg leyfi til að vera á öndverðri skoðun Óskar og tala um það, stundum nálgumst við  nú eða ekki og þá það bara, en vinir erum við áfram.

Nei nei Óskar ég er að skríða saman og væri sennilega bara orðinn góður ef ég hefði ekki þurft fara í klakveiði í gær og í dag, ég verð orðinn fínn þegar ég fer á elliheimilið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.10.2007 kl. 19:48

9 identicon

Heill og sæll, að nýju Högni !

Jú; jú...., helvítis nettengingin hangir inni; hjá mér, nú um stund.

 Mun aldrei, verða dús, við þær stöllur, Önnu og Mörtu, hverjar láta sér líka; möglunarlaust, að hreinskiptin og beinskeytt nafna mín; Helga Guðrún Eiríksdóttir var úthýst, af spjallvina spássíu Jennýar Önnu Baldursdóttur, sökum einarðra og sjálfstæðra skoðana, á ýmsum grundvallargildum, hver eiga að þola rökræðu, að nokkru.

Já- kórar eru; og verða ætíð hvimleiðir Högni, eins og við höfum oftlega rætt; áður og fyrri. Eintrjánungar, sem ég; viljum hafa þor og snerpu, til að opna á okkur kjaftinn, þótt ekki falli allt í kram einhverrar strikamerkja hjarðar, hins eina sannleika. Líkast til; líkist ég Kveldúlfi gamla, úr Hrafnistu meir, með aldrinum, þótt mitt lífsskeið sé vart orðið, um hádegisbil, að kalla. 

Með bataóskum; og von um vöxt ásmegins þíns, sem fyrr / 

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 20:15

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já en Óskar þó svo að við séum ekki á sömu skoðun í einu og öllu þá getum við verið vinir.

Ég hef verið hér og þar inn á hinum ýmsu síðum með mínar skoðannir m.a. síðum þeirra Önnu og Mörtu og lent í því að vera ekki sammála, en við höldum vinskap þrátt fyreir það.

Ég er reyndar sammála þér Óskar Helgi með að það er óþarfi að henda vinum útaf sakramentinu þó svo að einhversstaðar kastist í kekki, svo lengi sem fólk er kurteyst við skoðannaskiptin.

Kveðja úr efra.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.10.2007 kl. 20:44

11 identicon

Heill, sem fyrr Högni ! 

Jú; jú....., Högni. En ennþá situr í mér, gagnvart þeim Önnu og Mörtu, þá þær gáfu til kynna, ótvírætt; að ég skyldi halda mig til hlés, utan þeirra síðna. Slíkar; tel ég tæpast til VINA minna, eða hvað hyggur þú, þar um Högni ?

Jenný Anna; hin fróma Vinstri Græna kona, hefir þó ekki, enn sem komið er, stjakað við hnýfilyrðum mínum, né þá kerskni, þá svo hefir borið við, úr mínum ranni. Snautleg var þó; sú heift hennar, í garð Nöfnu minnar (Helgu Guðrúnar Eiríksdóttur) , að varpa þeirri ágætu konu, fyrir borð sín. Eflaust; á eftir að slá í brýnu, millum okkar Jennýar. Þá verður að fara, sem vill, Högni minn. 

Bakka ekki ferþumlung, með viðhorf mín, til þeirra Önnu og Mörtu. Pempíur, hverjar bezt eru geymdar, með sínum sífrandi já- kórum, óravegu frá ófínum hrákayrðum mínum, og okkar Hrafnistumanna, að nokkru ! 

Kveðja, úr neðra !

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:01

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég kem ekki til með að líða fólk fari að atyrðast við vini mína hér, en eins og hef sagt vil ég að við séum öll vinir og hafir þú verið orðhvatur til þeirra vinkvenna minna þá manstu bara næst að þær eru til í að ræða alla skapaða og óskapaða hluti og eiga það til að fara bæði grunt og djúpt í þær umræður, stundum þroskast ég smá við að heyra þeirra hlið og stundum þroskast ég mikið(var búinn að gefa allar vonir um þroska upp á bátinn) og svo eru fleiri vinir okkar sem ég hef lært heilmargt af eins og Höllu Rut og Jónu og korntopp ofl,ofl. sem ég man ekki nön á núna, ég get sagt þér Óskar Helgi að bara núna undanfarna daga hef ég sofið meira enn góðu hófi gegnir og haft afsökun maður lifandi og í hvert sinn sem ég les þessar vinkonur og vini mína þá uppgötva ég að heimurinn er ekki allur þar sem hann er séður og ég ætla í framboð, hefurðu tekið eftir því undanfarna daga þegar sýnt er frá alþyngi að maður þarf sko ekkert endilega að vera í vinnunni, ég hlakka til. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.10.2007 kl. 23:13

13 identicon

Heill, sem fyrr !

Læt lokið sennu, um stund. Mun ei hopa, fyrir þeim stöllum; samt. Jú, jú...... til framboðs verður þú studdur, af einurð þinna fylgjara. Vonandi útsofinn, að kalla, þá þar að kemur.

Vona; að þú komist yfir krankleikann, hið fyrsta.

Mbk., úr neðra / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 23:47

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi ertu lifandi ennþá Högni! en varðandi hvolpana þeir eru orðnir 6 vikna og enginn lofaður ennþá, þú getur hringt ef þú vilt vita meira um þá eins og t.d. varðandi veiðieðlið, hringdu þá í síma 6904844 það er gemsinn hjá manninum mínum hann getur betur frætt þig um þetta (hann heitir Halli)

Huld S. Ringsted, 22.10.2007 kl. 08:59

15 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir Huld, jú jú ég er að skríða saman og eins og svo oft á maður sjálfur sökina á því að manni slær niður.

Já ég hef áhuga ég ætla að heyra í honum, takk fyrir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 12:11

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir góðar kveðjur Óskar Helgi og sjáumst vonandi um næstu helgi, en nú eru kreistingar að byrja svo ég verð að hafa á því fyrirvara.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 12:13

17 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þoli ekki þegar tölvan tekur völdin og eyðir góðum kommentum. Allavega þá dettur mér helst í hug að Óskar Helgi sé Skeiðamaður, kannast við þetta orðfæri frá fleiri skeiðamönnum.  Stelpurnar sem hann telur upp eru yndislegar manneskju og um það þarf ekki að deila.  Þú sjálfur Högni mættir blogga oftar, vona að heilsan sé góð.

Kær kveðja Frá Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 22:44

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég skal segja þér Ásdís og takk fyrir góðar kveðjur, að á daginn og þegar ég er á ferðinni fara heilu pistlarnir í gegn um hausinn á mér en þegar ég sest hér þá - bara.

Skeiðunum segirðu, hvar er Gammla Hraun er það ekki einhverstaðar í Stokkseyrarhreppi, ég held að ég fari rétt með að Óskar Helgi sé fæddur og uppalinn í Stokkseyrarhreppi, en ættir liggja allavega vestur um.

Óskar Helgi !!! Leiðréttu mig ef ég fer rangt með.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 23:03

19 identicon

Jú; sæl verið þið, Ásdís; sönn hversdagshetjan, í orrustunni við helvítis skrifstofuþrælana, í TR og Heilbrigðisráðuneyti ódráttar  ins, Guðlaugs Þórs; og þið Högni;; margblessuð.

Reyndar; er Melkíor Eríksson (um ca. 1689 - ca. 1730), bóndi á Skeiðum suður, líka sem í Biskupstungum; forfaðir minn, sem margra annarra Sunnlendinga. Ásdís og Högni ! Bið ykkur annars forláts, á skammtímaminni mínu, að nokkru. Jú, Gamla Hraun er í Stokkseyrar hreppi hinum forna, einnegin á ég ættir að rekja, vestur í Borgarfjörð - Dali, sem og til Snæfellinga og Barðstrendinga, að nokkru. Annars, kolómögulegur í öllum ættar færzlum, nema þá helzt, ég megi hafa Íslendingabók, hina rafrænu til brúkunar, og upplestrar, jafnharðan, að kalla.

''Stelpurnar''; hverjar þið Ásdís hafið hlýjar taugar til; mættu plagast til kaffidrykkju nokkurrar, meðfram ykkur. Ekki yrði loku fyrir skotið, að ég kynni að mildast, í viðhorfi mínu til þeirra, mættuð þið Ásdís skikka mig til samveru, dagspart, eða þá kvöldstund, með þeirra ryckti, sérdeilis. Efast um; að ég yrði dús við þær fyrr. Má vera, að þær kynnu að útskýra sínar artir, að líkindum, svo dygði.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:42

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir þetta innleg Óskar, fórstu vestur um í dag?

Gekk Vigfúsi "bróður" eitthvað að ná í Villmund?

Jæja Ásdís þar fengum við það.

Bestu kveðjur til baka Óskar

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2007 kl. 23:53

21 identicon

Fer; að minni hyggju, að morgni þess 23. Margt plagaði; til frátafanna, í dag.

Hygg, að þeir Vilmundur muni ná lendingu, rafeindafræðilega.

Kveðjur enn, til ykkar Ásdísar. / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 00:04

22 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu ekki að koma til Högni minn ? það er ekki gott að liggja fyrir dauðanum lengi, en sem betur fer endar dauðinn oft með upprisu og ég hef grun um að þú rísir senn upp.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 23:12

23 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það var einginn tími til að drepast í friði Ásdís, nú er að fara í hönd álsgstími, er raunar byrjaður, en það er öflun hrogna þ.e. að safna saman klakfiskum, sem er búið núna og svo er að kreista og sonna, þetta er töluverð vinna svo ég verð að drepast seinna, svo var eingin (konan) hérna til að vorkenna mér heldur svo ekkert annað í stöðunni en að fara bara á fætur.

Takk fyrir hugulsemina Ásdís jú jú ég er að verða góður soldið hás ennþá.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.10.2007 kl. 23:19

24 identicon

Heill, sem fyrr Högni !

Ekki að spyrja að hugulsemi Ásdísar, sönn og einlæg, í öllum sínum góðu meiningum.

Hygg; að þú hefðir orðið mun hressari Högni, hefðir þú komið með mér, vestur að Gils-og Króksfjörðum, í dag. Gaf vel á, á síðdegisflóðinu, vestur þar. Höfðingjar heim að sækja, Reykhólamenn, frændur mínir.

Hálendislofts mettað Landsveitarloftið er ágætt, út af fyrir sig, en,....... ekki skemmir sjávarseltan, Högni minn.

Með beztu kveðjum, úr neðra / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 23:58

25 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég býst við því Óskar, sjávarloftið er heilnæmt og gott í bland, ég er nú ekki frá því að salt hafi fokið hér yfir í gær og aðallega í nótt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.10.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband