Lax, lax og aftur lax

Jæja þá eru kreistingar byrjaðar í Fellsmúla, segir maður kreista eða krista? Í gær fórum við feðgar í gegnum klakfiskana og voru 34 hrygnur tilbúnar og voru þær svo kreistar í dag að viðstöddum Ella dýra, ekki það að hann sé dýr sum sé hvorki rándýr né ódýr né heldur að hann sé dýr í öðrum skilningi, heldur er viðurnefnið dýri ekki komið af dráttarvélinni Jhon Dear, nei nei hann er bara dýralæknir en að minsta kosti einn slíkur á að vera viðstaddur slíka athöfn sem kreistingar eru og er hans hlutverk aðallega að taka sýni og senda það að Keldum þar sem við fáum svo til baka að nýrnaveiki sé grasserandi í fiskinum - nú eða ekki. Kreisting gekk vel í dag og var hrognastærð og fjöldi eftir væntingum og ástand klakfiska yfir höfuð gott. Synirnir stóðu sig auðvitað vel sá eldri virðist efni í veiðimann og var nánast ákafur af áhuga, þetta var þeirra fyrsta kreisting, en listaspíran hélt sig bara við sinn keip og þóttist ekki hafa svo mikinn áhuga þó svo að hann hafi ekki minni áhuga á líffræði en listum.

Veit ekki nema ég sé að verða gamall, ég er þreyttur enda tóku sumir klakfiskarnir vel í og gott ef ég heyrði "dýra" ekki nokkrum sinnum tuldra ,, það hefði nú verið gaman að draga þennan" en hvað veit ég, ekki hef ég stangveiðiáhuga, en þetta er gaman og enn skemmtilegra verður svo að glíma við að gera þessi hrogn að seiðum án mikilla afalla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vanti þig mannskap í veiði í klak, þá er einn lítill tuðari í Mosó sem bíður eins og slökkviliðsbíll, eftir útkalli

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

(Getur reyndar tekið með sér alla stöðina, ef því er að skipta)

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2007 kl. 03:01

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Högni sendu mér símanúmer hjá þér á ringsted@simnet.is mig langar að tala við þig út af hvolpunum.  kv Halli.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.10.2007 kl. 13:29

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Halldór ég hef þetta á bak við eyrað, reyndar eigið að vera að veiða allt sumarið með þetta í huga þ.e. sleppa hrygnunum og eða setja þær í kystur þegar dregur nær hausti svona í kringum mánaðarmótin ág/sept.

Ég fer nú ekki með stöng í þessa leiðangra svo þú hefur væntanlega ekki gaman af þessu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.10.2007 kl. 22:00

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugar bara að kreista kallkynið til að fjölga mann/fiska kyni.?

Ásdís Sigurðardóttir, 28.10.2007 kl. 00:39

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já Ásdís hva hvernig fórst þú að, ertu eitthvað búin að vera að láta plata þig eitthvað?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.10.2007 kl. 13:40

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 ...hef ekki vit á þessu, býð bara góða nótt, próf á morgun.

Marta B Helgadóttir, 29.10.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband