Þreyttur........

Hér á árum áður þótti nú ekki tiltökumál að vinna hér um bil allann sólarhringinn og það árum saman, en einhverra hluta vegna er ég bara orðinn þreyttur eftir ekki nema um einnar og hálfrar viku törn, þetta er að ég held eitthvað í loftinu og er af völdum hlýnunar jarðar, þetta hefur ekkert með aldur að gera hvorki minn né jarðarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...hlýnun jarðar - góður

Farðu vel með þig

Marta B Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 00:44

2 identicon

Högni: Horfðir þú á leikinn með þínum mönnum? Kíktu á færsluna mína um málið. Hún hlýtur að gleðja M.U. hjartað

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér finnst allir vera að kvarta yfir þreytu þessa dagana Högni, þú þarft ekkert að skammast þín

En svo er nú bara ansk.... mikið að vinna eina og hálfa viku í einu, ég verð nú bara að segja það

Kveðja Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 23:18

4 identicon

Helvítis lægðafarganið; konur góðar, það er lágþrýstingurinn, hver plagar Högna vin okkar, þessi dægrin; viðlíka öðru því góða fólki, hvert í niðurslagi síns daglega starfa, skal undirgangast, að nokkru.

Látum okkur hlakka til hæðanna, þótt svalari verði hann, um hríð.

Mbk., / Óskar Helgi Helgason (p.s. Högni ! Hnoðtöng bíður ykkar fóstra og feðga, til sköffunar) 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 00:21

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir umhyggjuna, ég var auðvitað að væla eftir vorkun.

Inga mín ég vinn allt árið í beyt, en nú hagar svo til að ég er búinn að vera í ennar og hálfrar viku törn frá morgni og fram á nætur og verð í um viku í viðbót og svo verða ca 3 vikur eðlilegar og svo leggst ég aftur i samslags törn sem stendur fram undir áramót.

Í gammla daga þegar ekki var malbikað lengra en á Selfoss og svo ég steli einum frá Ómari Ragnars og ég enn með hár þótti nú ekkert tiltökumál að vinna fram á nætur vikum og mánuðum saman en núna hefur eitthvað breyst og þar sem ég finn ekkert áþreyfanlegt til að kenna um þá tel ég að það sé hlýnun jarðar sem hefur þessi áhrif á mig.

Þetta hefur ekkert með aldurinn að gera því að á hverju ári eru fiskarnir sem eru kreistir eins árs þó tel ég að fleiri tveggja ára hafi verið í ár og gæti ástæða fyrir þreytunni í mér verið það annarsvegar og svo var ég nú að standa upp úr pest sem ku vera ein sú skæðasta sem gengið hefur síðan sú spánska var upp á sitt besta.

Já sæll Óskar Helgi og takk fyrir það líklega sæki ég Eyþór annað kvöld heim, erfðarprinsinn er veikur og verður veikur fram í næstu viku þó hann hafi verið með meiningar í minn garð og sagðist nú ekki vera svo slæmur að hann geti ekki mætt í vinnu, ég veit svo sem ekkert hvað hann meimar fyr en ég heyri í honum á mánudag þegar hann segir mér að hann sé enn í rúminu.

Það sem Óskar á við með lægðina er að mig plagar gigt og ég er verri þegar lægðir koma upp að landinu sunnanverðu og því dýpri því verri verð ég en það eru margir verri en ég ég er að ná í 4 ef að við segjum skalann 10 húsmóðirin fer hiklaust í 10,5 hún fær undanþágu fyrir að fara uppfyrir skalann.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.11.2007 kl. 00:59

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Högni nú er bókaspjallið komið í gang á síðunni  minni, um  bókin Sendiherrann.

Marta B Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 14:05

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Kominn í bloggpásu?

Marta B Helgadóttir, 7.11.2007 kl. 18:05

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er búið að vera mikið álag hér, en um miðja næstu viku verður allt komið í samt lag erum komnir yfir hámarkið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.11.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband