Er Frjálslyndi flokkurinn á móti fiskeldi?

    Sigurjón Þórðarson skrifar á síður sinni 4 Nóv. pistil um að Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra fari mikinn í fjölmiðlum síðustu daga og það vegna hugmynda um þáttöku Íslendinga í virkjanaframkvædum úti í heimi og notar þar áhuga og aðkomu Össurar að fiskeldi sem einhverskonar viðmiðun á hve hugmyndin og Össur séu kjánaleg hvort fyrir sig bæði saman og í sitthvoru lagi.

  Sigurjón og nokkrir félagar ræða þarna málin og get ég ekki séð betur en þar séu menn að hæðast að fiskeldinu yfirleitt og nefna til sögunnar bókina ,, Laxaveisluna  mikklu ,, sem einhvern heilagleika og líklega þá um að fiskeldi sé eitthvað sem fólk skildi, af reynslu, fyrir alla muni forðast.

  Það má vel vera að fiskeldi sé eitthvað sem aldrei verður og ekki ætla ég að gerast spámaður um það, ég hef reyndar trú á því að svo verði, en ég hef trú á að þau stóru útgerðarfyrirtæki sem hafa undanfarin ár sett mikkla peninga í fiskeldi, væru ekki að því nema að þar sé horft fram á að fiskeldið verði, þó svo að það meigi svo deila um aðferðarfræðina eins og til dæmis að hætta laxeldi þegar verðin eru í hæstu hæðum og kenna seiðastöðvum um það almennt að ekki fáist seiði þó svo að ein hrogna og seiðastöð hafi klikkað það má líka velta fyrir sér hvort að þorskurinn sé sá eldisfiskur sem verður í eldi hérlendis.

  Ég reyndi að spyrja Sigurjón Þórðarson um það hvort hann sé á móti fiskeldi en hann snéri útúr fyrir mér og var hissa á hvernig ég findi það út að hann væri á móti fiskeldi.

  Er frjálslyndi flokkurinn á móti fiskeldi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Högni og þökk fyrir allt gamalt og gott !

Nei - nei, og aftur nei; Högni minn. Fyrr skyldi ég dauður liggja, áður en hin frábæra; og hyggna þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins, setti sig upp, á móti fiskeldinu.

Af hverju; dregur þú þessar ályktanir, Högni ?

Mbk., sem fyrr / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú, sæll Óskar Helgi, af pistli Sigurjóns Þórðarsonar og samræðna þeirra félaga þar á hans síðu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.11.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Heill og sæll Högni þetta er mikill misskilningur að ég hafi eitthvað á móti fiskeldi en ég var bara rétt í þessu að sjá athugasemd sem þú settir inn á bloggið mitt í hádeginu og gat því miður ekki brugðist fyrr við henni fyrr.

Ég vann á sínum tíma við fiskeldisrannsóknir í HÍ, mældi m.a hormón í fiskum og setti þrýsting á hrogn skömmu eftir frjóvgun í því augnamiði að gera þau þrílitna.  Ég hef einnig haldið af og til erindi fyrir nema fiskeldi við  Hólaskóla.

Það er engu að síður mín skoðun að það gullgrafaraviðhorf sem réði ferðinni á níunda áratug síðustu aldar hafi orðið til þess að það hafi orðið ákveðin brotlending atvinnugreinarinni og hún hafi ekki náð að nýta þá möguleika sem gefast til fiskeldis. Þetta varð til þess að fjárfestar forðuðust fiskeldið rétt eins og brennt barn forðarst eldinn.

Það var farið strax af stað með ýmsar hugmyndir strax í framleiðsluskala í stað þess að vanda undirbúning og rannsóknir.  Fyrir Það sama má einnig gagnrýna sókn útgerðarfyrirtækjanna í fiskeldi en þau fóru af stað í kapphlaup og nánast spretthlaup i við að merkja sér firði til að hefja eldi í.  Síðan virðast öll fyrirtækin ætla nánast að hætta á sama tíma þegar á móti blæs í sjávarútveginum. 

Þetta minnir eilítið á þegar ein beljan pissar þá pissa allar. 

 Mér þykir þessi uppgjöf sár sérstaklega á Djúpavogi þar sem fátt blasir við í atvinnulífinu sem leysir eldið af hólmi. Að mínu viti má gjarnan leggja þó nokkuð í sölurnar til þess að sú þekking og reynsla sem hefur orðið til glatist ekki heldur varðveitist og helst að það verði greint nákvæmlega á verju steitti.

Það er sem betur fer sprotar og fyrirtæki í fiskeldinu sem lofa mjög góðu s.s. bleikjueldið en það eru þó nokkrir sem ætla að veðja á eldi á bleikjunni þó svo að mér skiljist að markaðir fyrir bleikju sé ekki enn sem komið er mjög stórir.

Sigurjón Þórðarson, 10.11.2007 kl. 00:01

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir þetta Sigurjón og fyrirgefðu mér bræði mína, ég er greinilega svona hörundsár gagnvart umræðu um fiskeldið.

Ég er sammála þér þarna og jú Bleikjumarkaðir eru óplægðir ennþá þ.e. við getum ílla sagt að þeir séu litlir en heldur ekki stórir því að það eru engir nema við að reyna fyrir sér með Bleikju, en Samherji er að gera góða hluti í Bleikjunni núna og tekst vonandi að byggja markað, Jónatan í Silungi var búinn að vera að berjast við að koma henni á markað en framleiðslan hrundi alltaf hjá honum vegna þess aðallega að Stofnfiskur gat ekki sinnt honum almennilega en þar eru aðrar og betri aðstæður núna og bæði Stofnfiskur og Hólaskóli hafa aukið framleiðslu sína á Bleikjuhrognum en eftir stendur að Stofnfiskur hafði ekki, einhverra hluta vegna, burði til að standa undir laxaframleiðslunni sem er hið versta mál horfandi á verðin fara upp.

Þetta með firðina og þorskinn er svo allt önnur Ella, þar eru menn heldur betur að vaða villu að mínu mati.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.11.2007 kl. 00:24

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Enn þá veistu líka Sigurjón að í dag framleiðum við laxaseiði á mun styttri tíma en áður svo kölluð o+, sem var eins og þú nefnir ein af hugmyndum Össurar að mundi gerast og þá veistu líka að við eru farnir að geta látið laxinn smolta oftar enn einu sinni á ári með ljósastýringu, sem var líka samkvæmt þínum upptalningum og ástæða til að hæðast að, ein af hugmyndum Össurar að mundi gerast.

Ég get sagt þér á hverju steitti, það steitti á Stofnfiski þeir gátu ekki afgreitt laxahrogn og eða seiði eins og bæði Samherji og Salar höfðu gert áætlanir um að þurfa í sína framleiðslu. Til eru menn sem reyna að kenna um nýrnaveiki í seiðastöðvum landsins og skilja þar enga útundan, en það er kjaftæði. Nýrnaveikin kom upp jú enn hún varð ekki áhrifavaldurinn og hún einskoraðist við Stofnfisk en ekki aðrar seiðastöðvar, en áður og það löngu áður voru Samherji og Salar farnir að þurfa að draga saman vegna þess að Stofnfiskur varð líklega fyrir því og er þetta mín tilgáta, að missa að minnsta kosti tvo árganga klakfisks vegna kæruleysis.

Það er líka annað og er það bara alvarlegt mál en skiljanlegt en það er umræðan hún er yfirleitt neikvæð og yfirleitt eru menn að vaða elginn sem ekkert vit hafa á sem dæmi man ég eftir grein í blöðunum fyrir um 5 árum kanski 6 um að nú væri á leiðinni til landsins brunnbátur sem skyldi notaður til seiðaflutninga til landsins og jú annara flutninga á milli stöðva hér enn þarna kom ein vitleysan og hefur sá er það reit ekki haft í sér þann manndóm að koma aftur fram á ritvöllinn og segja okkur hvar og hvenær báturinn landaði eiðum erlendis frá eða segja okkur að hann jhafi verið að hræra í eigin heimsku.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.11.2007 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 82461

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband