17.11.2007 | 13:10
Suðurlandsvegur og vaxandi hraðakstur.
Enn eitt banaslysið í umferðinni er orðið staðreynd og enn einu sinni á Suðurlandsvegi og sýnir enn einu sinni hve brýnt það er að tvöföldun vegarins fari sem fyrst í framkvæmd, ég veit að það er verið að vinna við undirbúning tvöföldunarinnar en vil auðvitað að það gerist hraðar.
Ekki ætla ég að dæma einn eða neinn í þessu atviki enn sýnist að þarna sé enn eitt dæmið um augnabliks ógát að ræða, umferðarþungi er mikill á þessum stað á þessum tíma svo það má ekkert útaf breggða og ofan í kaupið mjög þungbúið veður og skipptir mikklu máli að fólk farið að öllu með gát, ég ætla samt að leyfa mér að segja að hefðu fyrverandi samgöngumálaráherra og vegamálastjóri, vonandi bráðum fyrverandi, unnið eins og fullorðnir menn þá hefði ekki verið hægt að snúa við þarna og væri umferðarstofa að standa sig í áróðri og forvörnum og bílstjórar ekki í símanum í tíma og ótíma og ekki hangandi svo aftan í næsta bíl á undann að ekki sjáist hvort að um svo langann bíl sé að ræða eða tvo, væri meira bil á milli bíla en dæmin sýna.
Ég votta öllum sem þarna eiga hlut að máli samúðar minnar og sendi hlýjar hugsanir til þeirra sem komu að slysinu og eru að jafna sig í dag og næstu daga og við megum ekki gleyma flutningabílstjóranum sem líður ílla og þarf að glýma við sýnar hugsanir í dag og næstu daga.
Aðeins um aðrar umgengisvenjur.
Að hraðakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna þar með talið áfengi skuli aukast eftir að sektir hækkuðu og viðurlög þyngdust segir okkur bara að uppeldi er verulega ábótavant og virðing fyrir sjálfum sér og öðrum er lítt þekkt fyrirbryggði og ákaflega vannýtt.
Það verður greinilega að auka áróður, forvarnir, sektir, viðurlög og eftirlit verulega. það er bara þannig að á meðan við ætlum að halda áfram að haga okkur eins og fífl í umferðinni þá breyta vegaframkvæmdir eingu um slysatíðni.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 82391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég segi eins og þú, hugur minn er hjá aðstandendum á þessari stundu. Ég hef oft hugsað út í það hvað það hlýtur að vera hræðilegt að koma að svona slysum. Ég held að ég myndi sjálf þurfa á áfallahjálp að halda ef það henti mig.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 14:58
Já ég held að ég þyrfti það og það gleymist oft að hugsa til þeirra sem bæði koma að alvarlegum slysum og ekki síður annara aðila eins og flutningabílstjórans í þessu tilfelli.
Ég hef oft sagt að ég sé þakklátur fyrir að hafa aldrei þurft að koma að neinu alvarlegu á mínum ferðum, sem eru orðnar nokkrar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.11.2007 kl. 21:15
Tek undir þetta.
Marta B Helgadóttir, 18.11.2007 kl. 12:21
Ég var þarna en sem betur fer örlítið á undan, keyrði fram úr bilaða bílnum og hef mætt blessuðum manninum. Umferðin var rosalega mikil og svartamyrkur og bleyta. Þegar við vorum að koma niður Ártúnsbrekkuna mættum við sjúkrabílum og svo klippubíl. Þetta hefur verið skelfilegt og svo í ofanálag horfðu blessaðar konurnar á þetta. Ég kom eitt sin af banaslysi rétt hjá Litlu Kaffist. rosalega sárt og mér fannst löggan aldrei ætla að koma, stúlkan hætti að anda á meðan við biðum og svo þegar þeir komu að henni sögðu þeir að ekkert væri hægt að gera,ég missti mig alveg og hrópaði á þá að reyna, en þetta var búið. Gleymi þessu aldrei.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 00:14
Vinkona okkar kom einmitt að banaslysi austur á söndum og lýsing hennar er sama og þín Ásdís, það virtist vera svo að löggan og sjúkralið hafi allt verið hinu meginn á hnettinum þegar útkall barst og svo þetta líka þegar þyrlulæknirinn var að kanna aðstæður þá var hann tiltölulega fljótur að afskrifa einn hinna slösuðu og fannst þeim sem höfðu komið að slysinu það mjög kaldranalegt og vinkona okkar hrópaði einmitt að honum hvort hann ætlaði ekki að reyna og eitthvað fleira var það víst í sjokkinu, enn þarna var auðvitað bara fagmaður að verki, en hún mátti ekki kalla út þyrluna en það kom læknir þarna fljótlega sem var bara í fríi svo hún "rak" hann til að hringja aftur og biðja um þyrluna.
Ég mundi ekki vilja lenda í svona lífsreynslu.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.11.2007 kl. 19:56
Högni, þú sást í gegnum mig, það var rommið sem mig langaði í og ég bað Loka um skjálfta, í kvöld langar mig ekkert í romm og það hefur ekki skolfið enn 7-9-13
Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 19:33
Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.11.2007 kl. 19:52
Tek undir hvert orð með þér.
Halldór Egill Guðnason, 23.11.2007 kl. 13:03
Takk fyrir það Halldór.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.11.2007 kl. 18:59
Bókaspjallið er komið í gang núna.
Marta B Helgadóttir, 25.11.2007 kl. 11:43
Ertu nokkuð í bloggfríi félagi? Þessi færsla er orðin vikugömul...
Marta B Helgadóttir, 26.11.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.