Landvernd á að leggjast gegn honum.

Þó svo að Landvernd leggist gegn vegi yfir Kjöl, sem það hlýtur að eiga að gera samkvæmt því sem félagið stendur fyrir, þá er ekki þar með sagt að það eigi að fara eftir því, það skynsamlegasta er að gera veg yfir Kjöl núna eða strax, í þeim vegi eru tækifæri falin.
mbl.is Landvernd leggst gegn lagningu heilsársvegur um Kjöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Sveinbjörn Jóhannsson

Og þú ert semsagt búin að kynna þér þau veður sem að verða þarna og tala við heimamenn

Helgi Sveinbjörn Jóhannsson, 29.11.2007 kl. 18:53

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það ku enginn eiga lögheimili ofar en við Geysi og ekki á ég von á öðru en að þeim þar þyki bara gott að fá aukna traffík, ég skal ekki segja um þá er búa norðann meginn býst við að þau hafi engann áhuga á þessari umferð og já já ég fylgist svolítið með veðri því að ég er hér tiltölulega nærri Búrfelli og kíki oft á veður þar og annarstaðar um leið eins og Hveravöllum t.d. það er ekkert sem bendir til að Kjalvegi yrði lokað svo oft að það skapi vanda enn svo mundi hann stytta leiðina að það gæti haft áhrif á verð og ferðir milli norður og suðurlands og svo ekki sé minnst á að álag á vegum dreyfist - sem ekki veitir af.

Nú svo færum við innflutningshöfnina í Þorlákshöfn sem þýðir enn minni traffík stórra bíla um þjóðveg 1 ofl ofl. og enn styttri akstur stórra bíla og enn styttri siglingar millilandaskipanna og þar með minni mengun og lægra vöruverð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.11.2007 kl. 20:55

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Tek undir með þér Högni, mér brá í fyrstu þar sem ég hélt þú værir að mæla akkúrat öfugt á við það sem þú varst svo í raun að gera.

En Högni ? hvernig væri nú að draga aðeins úr þessum "félögum" í krningum okkur sem eru sífellt að berjast fyrir einhverju sem skiptir engu máli ? Mér finnst svona starfssemi vera meira svona því að einstaklingarnir hafi bara ekkert þarfara að gera

Kveðja til þín Högni,
Inga Lára Helgadóttir

Inga Lára Helgadóttir, 30.11.2007 kl. 00:30

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir Inga, þessi félög eru auðvitað stofnuð og viðhaldið af áhuga fólks um áhugamál sín svo við skulum ekki amast við þeim, en sem betur fer er samgöngumálaráðherra ekki bundin af þessara félaga samþyktum en lítur vafalaust til þeirra, jú jú það má líka alveg leggja þau niður sum og jafnvel stofna önnur.

Hvað varðar Kjalveg þá er ég á þeirri skoðun að hann eigi að koma og það annaðhvort núna eða strax.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.11.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband