Fór ei heim að Hólum.

Ég fór norður í land í byrjun vikunnar, hafði um nokkurn tíma ætlað að fara þessa ferð, en þar átti ég orðið reykofn með tilbehör, reykofninn fór beint á Landflutninga og sendur Suður með "trukki" reyndist stærri en ég hafði gert ráð fyrir. Ég var búinn að setja í þessa ferð að sækja fóður í fóðurverksmiðjuna Laxá svona til að réttlæta það að fara norður, í Laxá er gott fólk sem gerir gott fóður og á verði sem gerir það að verkum að ég læt að öllu jöfnu flytja það frá Akureyri til Hellu þó svo að samkepnisaðili þeirra sé með útibú á Hvolsvelli. Nú í ferðina var ég líka búinn að setja heimsóknir til Ásgeirs og Írisar sem eru við nám og störf í vetur á Akureyri og vonandi næstu tvo allavega - held ég og til Einars Búfræðings tss og Önnu sem eru að einhverju leyti Akureyringar og tók þar út svefnaðstöðuna og morgunkaffið, svo var ég búinn að setja inní ferðina að taka með mér hvolp hjá þeim Huld og Halla hvolpurinn heitir Birta og er mjög dugleg að aðlagast nýju heimili, þá var lagt af stað suður með viðkomu í Skagafirði.

Ég hafði verið búinn að ætla að koma við hjá honum Jóni í kennsluhúsnæði Hólaskóla á Sauðárkróki og skoða hjá honum búnað sem er til að lofta vatn og súrefnisbæta það, en ég er nýbúinn að kaupa vél svipaða og Hólamennhöfðu keypt og Jón sumsé í samstarfi við Ragnar smíðað þennann búnað, það sem réði þessari tímasetningu var að Isaga hafði boðað til kynningar á þeim búnaði sem þau selja í sama tilgangi á þriðjudaginn.

Fór ég heim að Hólum ? Nei en ég fór í hús sem Hólaskóli hefur til umráða undir kennslu bæði bóklega og verklega fyrir fiskeldi og fiskalífræðinema og er á Suðárkróki, ég kann vel við þessa aðstöðu enn þó var ég á móti því að kennsla færi þarna fram þegar ég var við nám við Hólaskóla og hefði viljað sjá byggt skólasetur með svipaðri hugmyndafræði byggða við Kolkuós, ekki að það hefði verið komið í gagnið þá heldur kom þetta mér mjög svo í opna skjöldu að þurfa að vakna svo snemma sem raun bar vitni til að fara yfirum og koma svo ekki að handan fyr en undir kvöld að ég er enn að ná upp svefni eftir það.

Ég var í svipuðu hugarangri með þetta hús og Dr. Bjarni Kristófer er með nafnið á húsinu sem heitir nú Verið en hefur lengi heitið Skjaldarhús og sumir kalla Heimsmælikvarða og enn aðrir Hafnarháskóla en hann vildi eimitt að það héldi Skjaldarhús nafninu en ég vildi bara yfirleitt ekkert vera þar.

Niðurstaðan er sú að það var gaman að hitta allt þetta góða fólk sem ég hitti í þessari ferð og þessu með húsið verðu ekki breytt, ég veit að ég kom ekki heim að Hólum enn kom ég í Hólaskóla ?

Ps. Ef eitthvert ykkar þar norðurfrá sem ég hitti les þetta þá vil ég biðja þann sama að kyssa Skúla frá mér, mér láðist að biðja þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Högni !

Vona; að Norðurleiðangur hafi heppnast, sem að var stefnt.

Verðum í sambandi - (Helvítis kvef og tilheyrandi, að plaga mig þessi dægrin - skýst þó, suður í Sandgerði, á morgun, þarf; að funda með vélfræðing einum, frómum)

Mbk., sem oftar / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Óskar jú jú heppnaðist vel nema hvað reykofninn var mikklu stærri og þyngri en ég hafði haldið.

Farðu vel með þig.

Kveðja úr túnfætinum hjá Grýlu og Leppalúða.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.11.2007 kl. 23:34

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég lofa að kyssa Skúla næst þegar ég hitti hann, vona bara að þú sért að tala um Skúla vin minn bónda á Tannstaðabakka.  :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 01:28

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei nei Ásdís, Skúla Skúlason Rektor átti ég við, en Tannstaðabakka man ég eftir frá því að ég eitt sumar var í Hrútafirði.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.12.2007 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband