Umferð er líka innanbæjar.

Ég velti umferðinni og því sem henni viðkemur mikið fyrir mér og hef oft velt fyrir mér hvað hægt er að gera til að breyta því sem breyta þarf svo sem eins og virðingu og tillitsemi, ég veit ekki hvað skal gert frekar enn aðrir, en tel þó að þetta sé hluti af uppeldisfræðum og þá dettur mér í hug umferðin í Evrópu þar sem hjól og vespur eru mikið notuð og ekki síður að þar er fólk gangandi mun meira en hér og þetta elst fólk upp við og lærir að sýna tillitsemi og virðingu í umgengni hvert við annað í umferðinni.

Það hefur viljað brenna við að við gleymum okkur í umræðu um hraða og aksturslag úti á vegum en umferðin er ekki hættuminni innanbæjar þar sem börnin eru gangandi, hlaupandi og hjólandi við allskonar skilyrði svo sem þéttleika umferðar og allslags veður.

Í Hveragerði er nú að byrja það sem ég held að eigi aftir að skila sér síðar í ökumenn framtíðar sem eru að og koma til með að alast upp í Hveragerði, það sem um er að ræða er fyrir löngu orðið nausynlegt og þarf að klára núna í vetur, hámarkshraði hefur verið lækkaður í 30 Km/klst í bænum nema óþarflega mörgum stofnbrautum það hefði átt að duga að hafa Breiðumörk og Austurmörk með 50 Km/klst. Eins má taka af nokkra beygjumöguleika sem eru útí hött að séu leyfðar, svo verð ég að viðurkenna að ég hef alltaf svolitlar áhyggjur af börnunum framann við skólann.

Börnin eiga að geta farið um bæina og íbúðahverfin óhult, ég skal alveg taka undir þau sjónarmið að hægt sé að ofvernda þau en í þessu tilfelli tel ég ekki vera um það að ræða því að bílarnir eru samt sem áður ákveðin hætta því þeir eru á ferðinni en á hraða sem allir eiga að geta sætt sig við og ráðið við, það er bara þannig að þó svo að leikvellir séu til staðar þá þurfa þau að fara á milli heimilis og þeirra og heimilis og skóla og á milli heimilis og heimila félaganna og ekki síst að þá er nú oft betra að vera nær HEIMA en leiksvæðið er og það henntar ekkert endilega öllum að vera á leikvöllum alltaf.

Nú eru íbúar einnar götu í keflavík að berjast við þetta vandamál fyrir daufum eyrum bæjaryfirvalda með annsi litlum árangri, en vonandi verður þetta framtak Hveragerðisbæjar til þess að fleiri taki þetta upp og lækki hámarkshraða í íbúðarhverfum þ.e. stærri hluta íbúðahverfa en nú er, ég býst nú við að einhverjir bæir aðrir hafi gert þetta þó ég hafi ekki vitað af því og ég veit að sumstaðar eru götur með 30 Km/klst. en það þarf að fjölga þeim verulega og efla hraðatakmarkanir þar sem það þarf og fylgja þessu betur eftir.

Fleiri umferðarmerki bæði merkingar um hámarkshraða, gangbrautir, skólasvæði, gatna og vega ofl.ofl. bæði innann bæjar og utann, fleiri hraðahindranir en kannski af öðru tagi en nú er víðast, mættu vera fallegri mannvirki, örari hraðamælingar og hertari viðurlög virðist vera það sem þarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband