Farið hefur fé betra.

Ég þekki manninn ekki neitt persónulega, en ég er ánægður með þessa ákvörðun hans og vona að það komi áræðinn framsýnn maður með mikkla innsýn í framfarir í samgöngumálum í starf Vegamálastjóra.


mbl.is Vegamálastjóri að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Tja... það hafa amk. ekki orðið neinar breytingar á þessum 5 árum. Sjáum til!

Sveinn Hjörtur , 11.12.2007 kl. 17:04

2 identicon

Vaninn er að ráða einhvern inngróinn vanafastann vegargerðarmann sem gerir bara ekki neitt nýtt, það á að leggja þetta apparat niður í núverandi mynd, þjónustan er akkúrat engin, og þeir leigja ríkinu eigin hefla og tæki á fáranlegu gjaldi og segja svo að peningarnir séu búnir og ekkert hægt að gera.

ben (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 17:14

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er tilfellið, þetta er handónytt apparat sem má og á að leggja niður hið fyrsta og bjóða verkin út í heilu lagi með hönnun og öllu.

Vegamálastjóri er eitthvað sem einhver inn á skrifstofu í samgöngumálaráðuneytinu getur hæglega sinnt, svo sem eins og að vera milliliður á milli vina, vandamanna, ríkiskaupa og svo fjámálaráðuneytisins og svo detta vinir og vandamenn vonandi út með tímanum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 17:31

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þetta eru auðvitað ömurlegar yfirlýsingar hér að ofan og ekki á nokkurn hátt rökstuddar.

Það hefur hellingur gerst í vegamálum á undanförnum árum út um allt land á tímum þar sem allir flutningar hafa á örfáum árum flust út á vegina sem gjörbreytir öllum forsendum.  Heimasíða Vegagerðarinnar er orðin mjög þægilegt tæki sem maður nýtir sér mikið þegar haldið er í ferðalög.  Auk þess hafa undanfarin misseri hafa farið í stefnumótun í þessum geira og er niðurstaða þeirrar vinnu Samgönguáætlun 2007-2010. 

Nú þegar því verki er lokið getum við farið að uppskera fyrir alvöru.  Á árinu 2007 eru settir 18 milljarðar í vegamál.  Á árinu 2008 á hins vegar að setja 32 milljarða í vegamál, 28 milljarða árið 2009 og 26 milljarða árið 2010.  Það er því hellingur að gerast í þessum geira.

Starfsmenn Vegagerðarinnar eru um 320 talsins og staðsettir um allt land skv. heimasíðu stofnunarinnar.  Það sér það hver heilvita maður Högni að það er ekki hlutastarf einhvers í samgönguráðneytinu að reka fyrirtæki eða stofnun af þessari stærðargráðu.

Berum virðingu fyrir störfum fólks.  Þökkum Jóni vel unnin störf og tökum vel á móti arftaka hans.  Ég tek undir óskir um að áræðinn og framsýnn einstaklingur með góða þekkingu á þessum geira taki við keflinu.  Það gerir starfið þó varla eftirsóknarverðara að úthúða mönnum að ósekju fyrir störf sín. 

Sigurður Viktor Úlfarsson, 11.12.2007 kl. 18:01

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Sammál Sigurði.
Veit ekki betur en Jón hafi staðið sig vel þó svo Grímseyjarferjunni hafi verið klínt á hann.

Grímur Kjartansson, 11.12.2007 kl. 18:37

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þó svo Sigurður, að heimasíða vegagerðarinnar hafi tekið framförum þá bara ökum við ekki á henni eða siglum.

Vegagerð er í molum á landinu, annaðhvort heimskulegar hugmyndir sem vegamálastjóri ætlaði aldrei að gefa sig með ss. 2+1 og svo lagning vega eins og um svínahraun þar sem vegurinn hafði mun betra stæði eylítið vestar eða vestur á Barðaströnd þar sem það tók svo langann tíma að ,,, nei ég ætla ekki að tala um vestfirðina þeir eru ein sorgarsaga vegamálastjóra og aðrir færari um þá en ég, en vegagerð og vegaviðhald á Suðurlandi er í molum og ekki að sjá að fullorðið fólk sjái um þau mál, ekki er umdæmisskrifstofan á Sólheimum ? Annars er það ekkert annað en sköm að ætla að fara að miða íbúa Sólheima við yfirmenn vegagerðarinnar og bið ég þau afsökunnar strax, en svona þvælist þetta nú í hausnum á mér.

Þungaflutningar voru nú ekki svo löngu kommnir á vegina þegar Norðurárdalur  í Borgarfirði var endurbygður og ekki tókst nú vel til þar, hann er ekkert of breiður og eins og sæmileg kappakstursbraut svo er hann hlykkjóttur, enn vegagerðarmenn eru að leysa þann spotta sem fer framhjá Bifröst alveg frábærlega vel,ég man ekki hvað skógurinn,  ef hann var þá hannaður af vegagerðarmönnum.

Ég sé ekki að starfsmennirnir verði atvinnulausir þó svo að Vegagerðin verði lögð niður sem slík og öll verk boðin út og það með öllu, eftirlitsmenn Vegagerðarinnar hafa ekkert unnið mjög mikið hvort eð er og jú þetta er ekki nema eins manns starf, fullt starf þegar búið er að koma þessu í útboð, því að áfram yrðu umdæmisstjórar og stærðagráðan að litlu orðin, vinir og vandamenn farnir annað.

Sjáðu allar beygjurnar maður lifandi á nýjum mannvirkjum, það liggja flestallir vegir eins og svigbrekka á milli fjalls og fjöru og svo er hæðarmunurinn mikill að til er fólk sem verður óglatt af því einu að vita af því, nýr vegur hannaður eftir að þungaflutningar færðust á vegina, er lagður inn Norðurárdal nyrðri og eins og svigbraut, ég bara spyr, er þetta gert til að hálkuslys verði örugglega ?

Ég get ekki borið mikkla virðingu fyrir störfum sem ég tel vera ílla unnin og ítreka það um leið það sem við erum þó sammála um Sigurður að ég vona að í þetta starf ráðist áræðinn framsækinn og framsýnn maður sem hefur einhverja innsýn í þennan veruleikann. 

Ég fer ekki að segja annað en það sem mér finnst, en áskil mér allann rétt  til að skipta um skoðun ef að eitthvað verður til að telja mér hughvarf. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 19:24

7 identicon

Högni!

Þegar fíflunum fer að fjölga í kringum þig skaltu líta í eigin barm.

Árni Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 19:54

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þeim hefur ekkert fjölgað í kringum mig, eingöngu gott fólk í kringum mig Árni, ég hef aldrei svo ég muni rekist á nein fífl - aldrei, en eingu að síður lít ég í eiginn barm annað slagið það er öllum holt, ég er alls ekki að segja Árni að Jón Runólfsson sé fífl ef að þú ert að meina það ég þekki hann ekki persónulega og er ekki að tala um hans persónu, enn maðurinn er Vegamálastjóri og ég sem skattborgari vegfarandi og meira á vegunum en margir þó minna en sumir hef skoðun á störfum Vegagerðarinnar og hann er þar yfirmaður og mín skoðun er að Vegagerð Ríkisins hefur farið aftur í framkvæmdum og viðhaldi vega og samgöngumannvirkja.

Ég fer ekki að segja annað en það sem mér finnst, en áskil mér allann rétt  til að skipta um skoðun ef að eitthvað verður til að telja mér hughvarf.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 21:05

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eitt fíbblið til sem að keyrir oftlega landshluta á milli vinnu sinnar vegna, tekur undir orð pistilhöfunds.

Steingrímur Helgason, 11.12.2007 kl. 22:31

10 identicon

Sigurður, það getur vel verið að það sem kallinn gerði á sinni tíð hafi verið vel skilað af sér, en það breytir því ekki að þessi stofnun er ekki að skila neinu og þetta tal hjá þér með allar þessar framkvæmdir og allir þessir peningar eru ekki allt hans ákvörðun ef þá einhver af þeim, fyrir utan að aðeins brot af bílapeningum fer í vegakerfið sem er ónýtt.

Hvað er langt síðan að utanað komandi einstaklingur hefur verið ráðinn í þessa stöðu?

Ég hef mestan áhuga á þeirri þjónustu sem snýr að mér þar sem ég þarf að keyra mikið um land allt, og maður horfir á heildina svo gjörsamlega vanrækta, ég hef orðið fyrir tjóni á mínum bílum vegna ónýtra vega og vanvirðinguna við þá sem þurfa að búa við þetta alla tíð.

Vegagerðin var flott á sínum tíma en núna eru breyttar aðstæður og þessi stofnum er algerlega út úr kú, heimamenn um land allt gætu þjónustað vegakerfinu í kringum sig oftar og betur fyrir minni pening en stofnunin sjálf og fólk þyrfti ekki að missa vinnuna, launin hjá þeim myndi allavega skána.

Það þarf ekki annað en að bjóða hönnun og stjórnun á vegaframkvæmda út og setja vegaeftirlitið í lögregluna, allir verkþættir Vegagerðarinnar er létt verk að bjóða út og væri peningasparnaður þegar upp er staðið og þjónustan við vegfarendur getur ekki annað en batnað.

Góðar stundir Ben.

Ben (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:51

11 identicon

Heill og sæll, Högni og aðrir skrifarar !

Sigurður Viktor ! Sleifarlag og undanbragða háttur; Jóns Rögnvaldssonar, eru fullgild rök, eitt og sér, fyrir því, að hann fari frá þessu enbætti, og þótt fyrr hefði verið. Þú þarft ekkert, að munnhöggvast neitt við Högna, í þessu samhengi.

Hefir þú ekið Skógarströnd nýverið ? Eða frá Brú, í Hrútafirði, norður til Hólmavíkur, Sigurður ? Far þú þessar leiðir fyrst, nú á árinu 2007, og segðu okkur fararsögu alla. Ekki víst, að þú hnjóðrir svo mjög, í þann ágæta dreng, Högna, eftir þær svaðilfarir þínar !

Nú; fyrir stundu, ók ég, sem oftar, um Óseyrarnesbrú, við ósa Ölvesár. Skrökva því ekki, Sigurður Viktor, en,..... viljum við hlífa helztu slitflötum, í bifreiðum okkar; , gætum þess, að hámarkshraðinn sé ekki meiri, en um 15 - 20km. á klst. Svo óslétt er brúargólfið, og hefir verið, frá upphafi. Jóni, sem fyrirennurum hans, hefði nú ekki átt að vera, skotaskuld úr því, að láta slétta áðurnefnt brúargólf (er steinsteypt).

Til upplýsingar : Óseyrarnesbrú var vígð, að mig minnir (skammtímaminni mitt; brigðult), árið 1988. 

Og annað, Sigurður Viktor ! Miðbik Faxaflóans, er ekki nafli alheimsins, og íbúar þar, ekki þeir einu, á landi hér, sem betur fer; ennþá.

Mbk., sem fyrr, úr Árnesþingi  / Óskar Helgi Helgason      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband