11.12.2007 | 18:09
Biðin eftir jólunum er einhvernvegin öðruvísi í dag en áður.
Lengi trúði ég að jólasveininn gæfi mér og öðrum í skóinn en í seinni tíð hef ég verið svolítið efins, ég nefnilega tók eftir að ansi oft voru einhverjir hlutir í skónum okkar sem ég hafði séð húsmóðurina kaupa alveg eins og stundum verið sendur eftir nákvæmlega samskonar hlutum og voru svo í skónum okkar að morgni.
Það var svolítið skrítið að fyrst eftir að ég fór að búa þá kom ekkert í skóinn, jú jú ég var svo sem ekkert altaf þægur, ég átti það til að nuða þangað til að nei varð að jái og sonna ég átti það líka til að drekka smá vín um helgar, en ég var ekkert svo mikið óþægur að ég ætti að hætta alveg að fá í skóinn, stundum t.d. liðu alveg nokkrar helgar að ég drakk ekkert vín og meira að segja þurfti ég stundum ekkert að nuða "ðós vör ðe deis mar", enn svo fór konan að fæða börn og það nærri látlaust um hríð og viti menn ekki var það elsta orðið mjög gamalt þegar allt í einu fór að koma ýmislegt í skóna okkar feðga og svo okkar allra eftir því sem fjölgaði í hópnum og aldur færðist yfir "ðós vör ðe deis mar" þá var sko gaman að bíða jólanna, nema ekki í skó húsmóðurinnar hún lét hann aldrei út í glugga - þetta fannst mér altaf soldið grunsamlegt.
Í seinni tíð hef ég svo verið að reyna að átta mig á þessu, fyrir nokkrum árum hætti ég svo allt í einu að fá í skóinn en lét ekki á neinu bera, var auðvitað svektur og svona en, svo fór ég að vinna þannig að ég dvaldi og dvel virku daganna að heiman svo fyrir fyrstu jólin og þar sem ég er mjög svo nærri heimahögum þeirra Grýlu, Leppalúða og sona, þá taldi ég rétt að nota mér það og lét að sjálfsögðu stígvél í hvern glugga, ég meina þeir eiga nú eftir að fara langt þegar þeir koma hér framhjá svo það gæti nú létt á þeim álagið ef að þeir gætu losað sig við smá slatta hér strax í heimasveit, en nei nei það kemur ekkert í skó.... ég meina stígvélin og samt fara þeir hér framhjá á hverju kvöldi, ég hef horft á ljósadýrðina þegar þeir fara hjá.
Ég held sko að jólasveinar séu bara ekkert til, það hefur bara alltaf verið húsmóðirin sem lét í skóinn, eða allavega þá gefa þeir sko ekkert í skóinn - held ég sko, ætli það geti verið af því að ég er ekki farinn að sofa þegar þeir fara hjá hmm, ég er allavega ekkert svo óþægur, ég hef verið að hugsa um að læðast út á veg og kíkja í kvöld þegar þeir fara til byggða, ég læt ykkur vita hvort þeir eru til þegar ég er búinn að sjá þá.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 82390
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
Athugasemdir
Ertu að segja að jólasveinninn sé ekki til? Á ég þá að taka stígvélið mitt aftur úr glugganum?
Huld S. Ringsted, 11.12.2007 kl. 20:33
Lést þú stígvélið þitt útí glugga, hmmm? Þetta þarf ég að melta og Halli líka? Enn fékstu eitthvað í stígvélið ?
Birta er aldeilis að standa sig, hú er farin að gelta á móti mér, eins og þrjóskur krakki, þegar ég segi NEI við hana, hún er umþað bil að ná yfirráðum, annar kötturinn er ekki alveg að gefa sig og sá gammli er svona um það bil að gefast upp fyrir henni, ég gef henni pulsubita þegar ég er að kenna henni og svo hendi ég auðvitað upp í hann líka þá veður hún áleiðis uppí hann til að reyna að ná hans bita líka og af kettinum, þeim sem þorir að vera nálægt henni, tekur hún bara seiði, ég gef þeim seiðin sem drepast og ef hún er ein þá er hún töluverðann tíma að smjatta á því en ef að einhver er nálægt þá sporðrennir hún því og tekur svo af hinum og étur það. Alltaf út að pissa og kjarkurinn eykst með hverjum degi og líka traustið á svæðinu og ekki slæmt að hafa stórann hund til að fara á bak við þegar óttinn verður mikill.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 20:48
Við erum víst til, það er bara tímabundinn skortur á kartöflum, í þínu tilfelli.
Steingrímur Helgason, 11.12.2007 kl. 22:34
Heppinn ég, alveg með ólíkindum hvað ég er heppinn - stundum.
Enn sko, Steingrímur það sem ég velti fyrir mér og tel það sem sönnun fyrir því að húsmóðirin sé viðriðin málið, er að hún lét aldrei skóinn sinn út í glugga, svo kemur Huld og segist láta sitt stígvél út í glugga og nú bíð ég eftir að sjá hvort að hún faí í stígvélið og þá ekki síður hvort að hennar ektamaki Halli láti sitt út í glugga, ef ekki þá er hann viðriðinn málið á því heimili, en ef þá er spurning hvort að þau fái í stígvélin og ef, nú þá flyt ég norður.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.12.2007 kl. 23:29
Ég fæ aldrei neitt í skóinn, enda ár og dagur síðan ég hef reynt. En núna síðustu árin, ef barnabörn hafa gist þá setur húsbandið sitt alltaf út í glugga og merkilegt nokk hann fær líka eitthvað.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 23:53
Hmm mmhumm grunsamlegt, en afhverju lætur þú ekki skóinn þinn ? Hann ætti að prófa þó svo að þau séu ekki, hver veit
Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.12.2007 kl. 00:38
Ég hlýt að hafa verið svakalega óþæg í gær því ég fékk ekkert í stígvélið mitt! ég ætti kannski að prófa minni skó
Gaman að fá fréttir af Birtu! hún gerði þetta líka hér að vaða upp í aðra eftir mat, gat aldrei verið róleg og beðið eftir að röðin kæmi að sér. Ég get alveg ímyndað mér að kettirnir og hundurinn séu gáttaðir á þessari litlu breddu
Huld S. Ringsted, 12.12.2007 kl. 08:30
Högni hún er komin með klofstígvél í gluggann, djö....... græðgi, það eru börn í hverfinu sem þurfa að fá líka... Ég leysi málið og hendi sjálfum mér í helv.... klofstígvélið, það hlýtur að duga henni fram undir hádegi..
Kv, Halli.
Hallgrímur Guðmundsson, 12.12.2007 kl. 22:47
Þetta er auðvitað bara græðgi, ég heyrði í útvarpinu í dag að Raggi Bjarna hafði ekki fengið í skóinn og Stúfur sagði honum að það hafi bara allt verið búið úr pokanum, það er ekkert skrítið þegar svona kjedlingar eru komnar á stað og aumingja krakkarnir í hverfinu hvers eiga þau að gjalda.
Sjálfur... bíddu ma ma ma maður er nú bara hættur að skilja þetta
Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.12.2007 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.