12.12.2007 | 23:49
Ekki skánar það nú......
Ég hef eins og kom fram hjá mér í gær, verið að reyna að átta mig á hvort að jólasveinninn sé til og hefur nú eitt og annað verið að þvælast fyrir mér í þeim efnum og ekki er nú vel skýrt hvernig þessu er háttað annarstaðar því að sumir fá en aðrir ekki, maðurinn hennar Ásdísar fær bara í skóinn þegar barnabörnin eru í pössun, óljóst er hvort að hann hafi prófað að setja skóinn út í glugga þegar þau hafa ekki verið í pössun nú eða hvort að hann noti svo litla skó að jólasveinninn sjái ekki við honum svo eru aðrir sem gerast svo gírugir að heilu vöðlurnar eru komnar útí glugga, það er nú bara græðgi ,,ég verð nú bara að segja það,, ég læt nú duga stígvélin sko, kannski að ég ætti að skipta yfir í skó getur verið að jólasveininum finnist ég vera gráðugur.
Ég var búinn að seigja að ég sjái stundum þegar jólasveinninn fer til byggða þ.e. ef að ég er ekki farinn að sofa snemma, sem ég reyni nú í þeirri von að hann komi við, ég fór sum sé út á veg í gærkvöldi og beið þangað til að sveinki kom og viti menn þarna kom þessi líka jólasería og framhjá afleggjaranum til mín, vissi það hann ætlar bara ekkert að gefa mér, nú ég elti nú bara kauða og nú skyldi það bara koma í ljós hvort að þarna væri alvöru jólasveinn á ferð, ég var nú farinn að hugsa ýmislegt sko þegar ég tók eftir því að hann stoppaði ekki við einn einasta bæ og ég náði honum ekki fyrr en í hringtorginu á Selfossi, þetta var nú bara vikurflutningabíll.
Ég verð nú bara að segja það, ég veit ekki en ég ætla að fara að sofa snemma annaðkvöld og sjá hvað gerist, fer ekki að sofa í kvöld fyrr en veðrið gengur niður, ætla að vera vitni ef að húsið fíkur.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 82390
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
- Svona verður verkfall lækna á Akureyri
- Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn systur sinni
- Einn fluttur á slysadeild: Miklar umferðartafir
- Myndir: Náttúrulegur þröskuldur að taka við
- Aldrei runnið vestar: Um 100 metrar á klukkustund
- Nýr samningur við sjálfstætt starfandi leikskóla
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Athugasemdir
He, he, he kallinn minn reynir aldrei neitt með skóinn nema þegar barnabörnin eru á staðnum, svo kannski er þetta ekki jóla að kenna.Ef þú hefur elt vikurbílinn, voru þetta ekki þá bara svo margar vikur að það slagai upp í mánuð??? jóli kemur aldrei nema maður sé mega góður og held að ég sé það ekki, nem stundum :):)
Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 23:21
Reyndu Ásdís, að fá hann til að setja skóinn í gluggann þó svo að barnabörnin séu ekki, enn bíddu þú talar eins og þú látir þinn skó ekki út í glugga, ég get ekki að því gert en ég gruna húsmóðurina á mínu heimili og þegar ég heyri að fleyri húsmæður láta ekki skóinn sinn í gluggann þá verður þessi grunur svolítið meiri.
Enn ég er mega góður.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.12.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.