14.12.2007 | 22:56
Veður, jólasveinn og Birta.
Jæja húsið fauk ekki enn móttökudiskurinn fyrir nettenginguna fauk, ég er með örbylgjumóttöku fyrir netið, er svona þriðjaflokksþegnn og fæ því ekki nettengingu frá Símanum eða Vodafon, ég er sum sé búinn að setja diskinn upp aftur og stilla hann.
Einn stór kostur við svona veður er að draslið í garðinum fíkur burt, en verra er að fleira en rusl er á ferðinni og eins og margir séu búnir að gleyma hvernig veður geta látið, hér á mörkum hins byggilega heims.
Það hefur komið í ljós að þó svo að ég fari snemma að sofa og slakað á græðginni þá kemur ekkert í skóinn, ég veit ekki hvað ég á að halda ég hef fengið vísbendingar um að þetta sé eitthvað skrítið, en ég er þolinmóður ég hef heyrt að Stúfur hafi átt verulega erfitt í þessu líka veðri svo við skulum sjá hvað setur.
Eins og einhverjir vita þá kom hér hvolpur sem Birta heitir fyrir stuttu og er frá þeim Akureyringum Huld og Halla og er uppeldi í fullum gangi, hún er farin að virða NEI þó kemur fyrir þegar ég hef þurft að segja NEI kannski tvisvar/þrisvar sinnum þá hefur hún sest og horft á mig með svip og gelt á mig - hún er skemmtilega þrjósk, hún kemmst ennþá út um kattalúguna svo hún hætti fyrr en ég átti von á að pissa inni enn þó hafa komið bakslög í það núna í þessum veðrum sem henni líkar hreint ekki neitt. Fyrir er stór hundur, Pjakkur, hún er 7 kg. en hann er 50 kg. í fyrstu lifði hann í þeirri von að hún væri hér tímabundið og bara í pössun, en það þekkir hann að heiman því þar er ein kisa í pössun, en nú er hann farinn að örvænta með það og er farinn að leika við hana og siða, það er mjög gaman að sjá þegar hann leggst niður við að leika við hana og eins þegar hún stekkur upp á hálsinn og bítur sig fasta og hangir þannig á honum í látunum, hún er gráðug þegar að mat kemur, þó borðar hín ekki mikið ennþá, ef að ég gef henni pulsubita, en það nota ég sem verðlaun þegar ég er að fá hana til að gera ýmislegt og ekki get ég gefið henni endalaust pulsur nema hann fái líka, hún gleypir sinn bita og ætlar svo upp í þann stóra til að ná af honum hans bita og þá er hún ekki að grínast neitt, til að byrja með svaf hún nánast ekkert á daginn það var svo mikið að gera hjá henni, en nú er hún farinn að slaka á og leggja sig á daginn. Hér eru líka tveir kettir annar þeirra stór fressköttur, skemmtilegasti köttur sem ég hef kynnst hann er í eigu dóttur minnar og hennar fjölskyldu en það er ekki hægt að hafa hann í byggð því að hann rápar á milli heimilis síns og "ömmuhúss" og er að fara inn á nokkrum stöðum á leiðinni og fá sér að éta og skiptir þá engu hvort að kettir eða hundar verða á hans vegi og urra og hvæsa hann skellir bara eyrum við og labbar áfram og étur frá þeim, en hann er geldur og við vitum ekki til þess að hann hafi migið neinstaðar inni en af hinu höfum við heyrt frá fleyri enn einum stað, þessi fresköttur hafði séð stærri hund en Birtu litlu og lét sem ekkert væri þefaði aðeins af henni nuddaði svo enninu í hana og lætur sem ekkert sé og svo er hér læða sem er undann heimilislæðunni okkar til margra ára sú var kenjótt og hafði skap og það hefur þessi litla læða líka svo þær eru ekki enn orðnar mátar enn þó er það komið á hreint hvor er með beittari klær og hvor er grimmari svo bilið á milli þeirra er minkandi. Birta er ákaflega hrifin af fresskettinum, hann heitir Legolas og sleikir hann hátt og látt, hann er mjög ánægður með alla athygli og nautnaseggur svo honum líkar það vel, hún reynir svolítið að fá hann til að ærslast enn honum líkar ekki þegar hún fer að dingla skottinu um of og enn síður þegar hún geltir líka en henni líst mjög vel á þessa stærð, hún reynir sömu aðferð við læðuna, sem heitir Malla, en þar virkar það bara alls ekki. Núna djöflast hún hér um allt hús með stígvélin mín, ég tek þau nú úr glugganum á daginn og á ýmsu er farið að sjá, en það er allt í lagi hér í efra eru bara gömul húsgögn.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ert þú í þeirri ofbeldisgildru félagi minn góður að vera undir HIVE, & með fyrrum eMax hreindýragildru á húsþakinu ?
Þá átt þú alla mína samúð.
Steingrímur Helgason, 14.12.2007 kl. 23:30
Nei en ég var á leiðinni á hana þegar ég uppgötvaði Ábótann, en það er netþjónusta hér yfir í Árnessýslu og gagnaðist mér þó að ég sé hér austanmegin og ég er ánægður hraðinn er fínn og dettur aldrei út.
Ég er með lítinn disk en hann hverfur alveg við hliðina á gerfihnattadiskinum sem ég þarf til að sjá enska boltann.
Enn það er fólk hér í sveit sem er með HIVE áður eMAX og það er ekki að ganga vel.
Ég þakka sýnda samúð.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.12.2007 kl. 23:48
hahaha ég heyri að litla "ömmustelpan" mín er ennþá sami þrjóskufrekjupúkinn! dugleg stelpa ég er handviss um að hún verður einn daginn algjör foringi í dýrahjörðinni
Huld S. Ringsted, 15.12.2007 kl. 20:37
Yndisleg lesning hjá þér. Gaman að eiga svo mörg dýr trúi ég. Kær kveðja til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 22:25
Takk fyrir góðar kveðjur Ásdís, Jú þetta er mjög skemmtilegt, það er heilmikið um að vera .
Það má eiginlega segja Huld að hún hafi frá fyrsta degi verið ákveðin í að ná hér yfirráðum og það yfir bæði mönnum og dýrum - prinsessan á bauninni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.12.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.