16.12.2007 | 12:22
Getur einhver hjálpað mér að skilja.
Nú er Afl, systursamtök stígamóta, á Akureyri í vandræðum, fyrir stuttu var og er enn í umræðunni, foreldrahús þar áður og er líka enn í umræðunni fjársöfnun fyrir samtök sem halda utan um geðfötluð, ofvirk og einhverf börn og stutt er í að björgunarsveitirnar kalla og á sama tíma og við ofeyðum peningakvóta í jólagjafir þá er fólk sem á ekki til hnífs og skeiðar að banka uppá hjá mæðrastyrksnefnd, heimilishjálp, hjálparstofnun kirkjunnar ofl. já og Landpítalinn að fara á hausinn.
Ég sé ekkert að því að einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir styrki þau félög sem eru í allskonar líknar og styrktarstörfum, enn ég get ekki skilið af hverju þau félög og samtök eru ekki í betri málum núna þegar Íslendingar hafa það "allir svo gott", afhverju eru stærri fyrirtæki ekki með einhver af þessum félögum/samtökum á sinni könnu eða einhverskonar fjárlögum og afhverju setja ríki og sveitafélög ekki meiri pening í það - ég er nú ekki að tala um að allir fari að apa slíka ofrausn sem Húsavíkurbær lætur eftir sér ég er meira að tala um að menn séu raunhæfir.
Nú erum við Íslendingar að setja enn eitt eyðslumetið á sama tíma og við kvörtum yfir háum vöxtum, sem við sáum sjálf til að yrðu hækkaðir og að verðbætur séu að ganga endanlega frá okkur efnahagslega, sem verða aldrei teknar af því að það er ekki hægt við ráðum ekki við að vera með peninga, og svo erum við öll með alltof lág laun, þau laun sem okkur er boðið eru ekki boðleg til að lifa mannsæmandi lífi. Nú eru framundan veislur þar sem við verðum að standast samanburð, börnin verða að geta borið sig vel með sínar jólagjafir og þau verða að geta lýst skreytingunum heima svo að upphæðir skýni vel, nú við verðum sjálf að koma sæmilega akandi og vonumst til að geta veifað sverasta VISA reikningnum og ef veislan er hjá okkur þá er nú lámark að fólk taki eftir því að útihurðin okkar er sú flottasta í götunni.
Mitt í öllu góðærinu er fullt af fólki sem ekki getur haldið jól með sama slætti, það er til fólk sem ekki getur keypt og keypt því að það eru einfaldlega ekki til peningar og það getur verið að ýmsum ástæðum. Það er líka til fólk sem hefur af einhverjum ástæðum orðið undir, það er til fólk í okkar samfélagi sem þarf aðstoð líknar og styrktarfélaga það er líka til fólk sem verður fyrir barðinu á sínum nánustu, eins skrítið og það er, þessi samtök og félög leita síðan til ríkis, sveitafélaga og almennings og fæstir eru aflögufærir, á meðan Landpítalinn er að fara á hausinn hlýtur hver maður að sjá að ekki eru til peningar í svona "einangruð" mál innan heibrigðisgeiranns og á meðan bæjar og sveitarstjórnendur keppast við að láta taka af sér myndir í blöðin vegna einhvers hégómanns sem kostar svo og svo mikið þá eru ekki til tími eða peningar í málefni eins og umrædd félög og samtök eru að reyna að afla fjár til - enda engar myndir teknar við slíkar ákvarðanir og ekki er almeningur aflögufær á alltof lágum launum borgandi alltof háa vexti með verðbótum og borgandi svo sverann VISA reikning.
Það sem ég skil ekki er, afhverju þurfa þau samtök og félög sem eru að reyna að hjálpa þeim sem virkilega eru hjálparþurfi að betla og afhverju þarf svona margt fólk að lifa eins og þau séu rík - um efni fram, hvernig er hægt að setja nýtt eyðslumet á hverju ári þar sem allir eru blankir, afhverju þurfum við að lifa eins og við séum að leika leikrit, afhverju er líf flestra Íslendinga sýndarmenska og afhverju er himininn blár ?????????
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 82391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikilmennskubrjálæði, flottræfilsháttur eða lífsgæðakapphlaup. Ég veit ekki hvaða orð á best við en eitt er víst að þetta er geðveiki og ætti að taka fjárráðin af 95% þjóðarinnar!
FLÓTTAMAÐURINN, 16.12.2007 kl. 13:30
Ég er á sömu skoðun, ennþá allavega, að þetta hafi einmitt með geðheilsuna að gera og þessi orð eiga einmitt öll við og fæst erum við hæf til að vera með peninga.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.12.2007 kl. 15:58
Sammála, taka fjárráðin af sem flestum og létta á rekstrinum, andskotans eyðslusemi í allt of mörgum, Íslendingar eru alveg hættir að kunna að sníða sér stakk eftir vexti.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.12.2007 kl. 21:21
Enn ég velti fyrir mér, sko annaðhvort höfum við það svona gott eða að það verður með einum hætti eða öðrum að reyna að fá fólk til að lifa eftir sínum launum enn ekki launum nágrannans. Það er nú þannig að það virðist sem svo að hraðinn sé orðinn svo svakalegur að ekki verði hægt að hægja á.
Við gerum okkur ekki grein fyrir því að við erum að eyða svo um efni fram að engu tali tekur og áttum okkur ekki á að til að geta aytt svona áfram þá þarf gríðarlegar útflutningstekjur, svo það segir sig sjálft að á meðan við högum okkur svona þá getur Seðlabankinn ekkert gert annað en að hækka stýrivexti.
Ég held að við séum á einhvern hátt geðbiluð og sést það best á framkomu okkar í umferðinni, í verslunum og ekki síst í miðbæ Reykjavíkur um helgar, ég held að þetta hafi eitthvað með veðrið og hnattstöðuna að gera.
Er þetta jólaklippingin í ár Ásdís?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.12.2007 kl. 22:52
Ég treysti mér til þess að þokkalega útskýra fyrir þér í rólegheitum af hverju ljósið frá sólinni sem að við skynjum sem blátt þegar að það skellur á andrúmshvolfið okkar, með því að það blái liturinn hefur styttri bylgjulengd en aðrir regnbogans litir, & hefur því margfalda ráðandi dreifingu yfir þá.
Annað sem að er meira meiriháttar kann ég ekki að fræða þig um í þessu 'akkurru', enda skil ég það alveg jafn illa & þú gerir, en tek í leiðinni heils hugar undir þessa verulega fínu grein hjá þér um firrínguna.
Steingrímur Helgason, 16.12.2007 kl. 23:30
Takk fyrir þetta Steingrímur, en afhverju er hafið blátt er það þá einhverskonar endurkast ljóssins eða himinsins?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.12.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.