29.12.2007 | 21:33
Um áramót..........
Um áramót er sumra siður að setjast niður og fara yfir farinn veg og kannski að leggja einhverjar línur fyrir ókominn tíma.
Mér er efst í huga þakklæti, á árinu sem er að líða fékk ég næstum allt sem ég hafði óskað mér og hafði fyrir verið kominn í þá stöðu að eiga alveg nóg eins og heilbrigð og hraust börn og barnabarn, árið leið slysalaust og án stórveikinda eða annara stóráfalla.
Hér á blogginu kynntist ég góðu og skemmtilegu fólki sem ég hef haft mjög góð samskipti við og lært af þeim samskiptum, ég hef fengið að vera með í umræðu um hin ýmsu málefni og haft af því bæði gagn og gaman, þar hefur umferðin og samgöngumannvirki verið mér efst í huga og hef ákveðnar skoðannir í þeim málum, að mestu byggðar á reynslu og áhuga. Ég hef líka fengið að taka þátt í umræðu um fótbolta, reyndi meðal annars að telja Önnu trú um að Manchester United væri liðið sem hún ætti að halda með og bara ýmislegt gagnlegt og gagnslaust en skemmtilegt t.d. er ég kominn með hvolp frá Halla og Huld og gerfihnattadisk sem ég held að sé ættaður frá Hrönn.
Ég hef verið svo heppinn að hafa ratað inná nokkrar síður þar sem ég hef haft mjög gott af samskiptum t.d. fékk ég að vera með í leshring Mörtu smörtu með mjög skemmtilegu fólki og ég rambaði inná síður nokkura einstaklinga sem eru og hafa verið að berjast, fyrir lífi sínu, við íllvíga sjúkdóma og deilt reynslu sinni af æðruleysi með okkur og eins tókst mér af einskærri heppni að rápa inná síður nokkurra foreldra sem eru að deila með mér og fleirum reynslu sinni af baráttu, við kerfið aðallega, eftir að hafa eignast börn sem hafa einhver frávik og passa ekki í staðalmynd og á meðan fólkið er að læra að lifa með börnum sínum sem eru misjafnlega fötluð þurfa þau líka að læra að lifa með því að vera í stríði við kerfið og það ekki sjaldnar en á hverju ári. Minn áhugi vaknaði þegar ég fór inn á síðu Jónu sem segir svo skemmtilega frá lífi hennar fjölskyldu, en Ian hennar hefur í mínum huga eignast hillu og mér finnst ég vera að upplifa hvern sigurinn af öðrum hjá honum í gegnum hennar frásagnir og ég tek út þroska um leið, fyrir hafði ég ekki gert mér grein fyrir hvernig það er að vera með barn sem þarf svo mikkla hjálp sem mörg börn þurfa, þó er þetta mér mjög svo nærri eins og mjög mörgum sem svo eins og ég vita ekkert um eða allavega lítið, ég bara leiddi það hjá mér held ég, en núna fylgist ég betur með í kring um mig.
Ég þakka fyrir mig öll, takk fyrir að fá að vera með og fylgjast með baráttu ykkar og áhugamálum og þannig öðlast meiri þroska og innsæi í líf og raunveruleika annara en blettinn í kringum sjálfann mig.
Ég hlakka til að eiga með ykkur fleiri samskipti á komandi ári.
GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 82390
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll, Högni !
Þakka þér; ágæta hugleiðingu. Jú,, það er einstakt, hversu Jóna Á. Gísladóttir tekur á málum, í sínum ranni. Ein þessarra hversdagshetja, hverjar berjast við skilningsleysi og heimsku þess illa stjórnarfars, hvert við búum við, enn um stund.
Tek undir; nýárskveðju þína, nema undanskil Kjararáðs hyskið, og þessi flón, sem það hyglar reglubundið, með peningum vinnandi fólks.
Þótt tími hafi verið kominn, til breytinga í Frakklandi 1789, þá er það ekki síður; hér heima á gömlu Ísafoldu.
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 23:06
Sæll Högni minn. Þetta er góður pistill hjá þér, hef sömu sögu að segja um samskipti mín við BLoggara, þetta hefur gefið mér mikið og auki víðsýni mína, Hlakka til að hafa samskipti við þig á nýju ár, Kær kveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 23:09
Færi þér bara þakkir á móti fyrir þína bloggvináttu & skemmtileg samskipti á árinu.
Er ekkert að minnast á það hvaða alvöru fótboltaklúbbur fer á toppnum inn í nýárið, en hlakka bara til að kankast á við þig & önnzu frameftir nýárinu, & veturinn þar á eftir.
Steingrímur Helgason, 30.12.2007 kl. 00:20
Takk fyrir fallegan og vel skrifaðan pistil Högni. Ég tek undir hvert orð. Takk sjálfur fyrir frábæra viðkynningu og samskiptin í bloggheimum á árinu, það er bara tilhlökkunarefni að horfa til næsta bloggárs.
Ég óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegs árs.
Marta B Helgadóttir, 30.12.2007 kl. 13:35
Högni, um leið og ég óska þér og þínum gleðilegs árs og þakka þér fyrir hið liðna, vil ég mega taka undir það sem þú segir um bloggvináttu og góð samskipti í bloggheiminum, þar sem leiðir okkar hafa legið saman annað slagið.
Takk fyrir góðan pistil.
Ágúst H Bjarnason, 31.12.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.