Enn einu sinni hleypur öfundsýkin í fólk...

Það má ekki heyrast af fólki sem á sér þau áhugamál að fara á fjöll og sinnir þeim, þá byrjar öfundin að sulla í því fólki sem þorir ekki að hreyfa sig eða heldur að sitt áhugamál sé Áhugamálið .

Það er ekkert sem bendir til þess að fólkið sé í vondum málum og það er ekki verið að leyta að því, eingöngu verið að fara því til aðstoðar.

Mun oftar eru útköll vegna þess að fólk fer, gjörsamlega ófært um það, um vegi landsins sem búið er að segja að séu lokaðir vegna veðurs og oftast á ekki að þurfa að segja því að leiðir séu lokaðar eins og t.d. Reykjanesbraut, Hellisheiði, Kjalarnes, Hafnarfjall ofl. leiðir, í snjóbil/hálku og vindi yfir 20m/sek. eða til að hlaupa á eftir grillum, trampolínum og þakplötum.


mbl.is Unnið við erfiðar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Högni minn, ég er ekkert að pirrast út af öfundsýki, heldur er það eiginkonu og móður syndromið hjá mér. Er að hugsa um þá sem þurfa að redda hinum sem eru í góðum málum og skemmta sér vel. Vildi ekki horfa á eftir mínum upp á jökul í dag. En svona erum við sumar konurnar, alltaf að passa alla. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég veit það Ásdís ég þekki þetta syndrum og hvað það hefur oft farið í mig og þá ekki frá móður minni heldur tengdamóður og svo húsmóðurinni, þetta er erfitt syndrum að bera og ekki síður að þurfa að umgangast, en er víst óviðráðanlegt rétt eins og jeppadellan í sumum .

Þessir gaurar eru eldklárir í þetta og hafa bara gaman af þessu, ég hefði viljað vera með.

Jú þetta er alvörumál engu að síður, enn verra þegar það þarf að leyta að fólki sem er ílla búið og þá jafnt á láglendi sem hálendi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.12.2007 kl. 13:36

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki er það öfundssýki fyrir að fara hjá mér Högni minn, mér finnst þetta bara ábyrgðarleysi að æða svona þrátt fyrir veðurspá og þó að sé ekki verið að leita að fólkinu heldur hjálpa því þá kostar þetta allt peninga hjá björgunarsveitunum, peninga sem hefði mátt spara ef fólkið hefði farið eftir veðurspám.

Svo finnst mér líka orðið alveg fáránlegt í dag hvað hinn almenni borgari er orðin kærulaus gagnvart, trampólinum, ísskápum o.s.frv,

Gleðilegt ár til þín og þinna. 

Huld S. Ringsted, 30.12.2007 kl. 15:52

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta fólk mun vera í tölu þeirra sem hafa eytt verulegum fjárhæðum, í marga ættliði, í flugeldadót, sagði mér maður sem aldrei lígur. Ég hefði viljað vera með, þau fóru af stað í um -14°c svo þau hefðu átt að klára ferðina fyrir veður enn eitthvað hefur komið upp á og tafið þau.

Heyrðu þetta með trampolínin, teingdasonur minn gróf trampolín afastelpunnar minnar og brosir svo þegar trampolín nágrannana fjúka framhjá. Enn með ískápana hefurðu heyrt þegar hjónin voru að rífast og karlinn fór út og skellti á eftir sér enn þegar hann var umþað bil undir eldhúsglugganum eftir útreikningum húsmóðurinnar. sem er fílelfd að vexti og kröftum, henti hún ísskápnum útum gluggann.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.12.2007 kl. 16:25

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Trampólínið okkar er í geymslu og verður í geymslu þangað til það verður grafið svona niður, bráðsniðugt!

Nú skil ég af hverju það voru ísskápar á flugi í síðasta óveðri minn er alltof þungur, tvöfaldur Amerískur, gæti ekki hent honum út þó að mig langaði til þess.

Huld S. Ringsted, 30.12.2007 kl. 17:34

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já, nei það gengi ekki þó svo bæði að ísskápurinn þinn væri smár og þú hefðir tíma til að afferma hann þá annaðhvort yrðirðu að henda honum í kallinn áður enn hann kæmist út eða ná því að henda honum andsk. langt. Hún hafði tíma á meðan kallinn hennar fór niður í lyftunni og svo vissi hún að hann gengi undir gluggann, en Halli hlypi líklega bara niður eftir plani .

Hana langaði til þess og mig minnir að þau hafi búið á fjórðu hæð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.12.2007 kl. 17:44

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú jú Sigurður við skulum heyra ferðasöguna hjá þeim, ég ætla að halda mig við það að eitthvað hafi komið uppá sem tafði þau því að þau lögðu á jökulinn í mjög góðu færi og hefðu átt að komast fyrir veður.

Enn það var auðvitað bæði hægt að fara degi fyr og eða fresta ferðinni, en það er oft í svona ferðum að einhverjum, sem er ekki nógu vel búinn, hleypt með sem svo gerir ekkert annað en að tefja ferðina.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.12.2007 kl. 18:30

8 Smámynd: Halla Rut

Fór nú mjög í taugarnar á mér liðið sem fór með börn uppá Langjökul um daginn þrátt fyrir mjög slæma veðurspá. Ég bara skil ekki svona lið. Er ekki að setja út á sportið heldur hlýtur hver maður að þurfa að sína ábyrgð þegar sá hinn sami ber önn fyrir líf barna sinna. Mér fannst þessir foreldrar til skammar.

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 01:06

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ferðasagan er einhvernvegin svona í stuttu máli og er eftir áreiðanlegum heimildum.

Það er farið af stað á góðum tíma miðað við veðurspá og í mjög góðu aksturfæri s.s. mikið frost og snjór því harður undir hjóli, þegar komið er liðlega helminginn af leiðinni bilar einn bíll og annar tekur hann í tog bileríið og það að einn bíll er dreginn tefur verulega, svo fer að hlýna og snjór mýkist og blotnar sem endar með því að jálfskiptingin í þeim sem dregur fer og eru þá tveir komnir í tog og enn tefst hópurinn, svo man ég ekki en mig minnir að í enn einum hafi brotnað öxull sem þýðir enn meiri tafir, þannig fór svo að þau náðu ekki niður áður en veðrið skall á.

Við skulum samt minnast þess að þau voru með allt sem þurfti í svona ferð - allt, svo það væsti ekki um þau, börnin 11 ára, þetta var bara ævintýri fyrir þau og það var ekki verið að leyta að skussum sem voru ílla til fara heldur aðeins verið að aðstoða fólk og jepparnir eru komnir til byggða það þurfti að skilja einn eftir en ég held að það sé búið að sækja hann líka núna, það tók um 6 tíma að sækja þá, sem þýðir að ef að bilanir hefðu ekki orðið eða að minnsta færri þá hefðu þau verið komin í byggð fyrir veður.

Útköll eru mun fleiri á síðasta ári til þess að aðstoða fólk sem fer af stað út á vegi landsins og götur borgarinnar í allskonar veðrum með allskonar veðurspá í allskonar ástandi og sjaldnast um það fært að vera á ferðinni við þær aðstæður sem það svo þarf að kalla eftir hjálp í, á blankskónum og með lítil börn, þar eru oftast á ferðinni, og biðst ég afsökunar á orðbragði mínu, fífl. Á síðasta ári var líklega hlaupið eftir fleiri grillum og trampolínum en jeppamönnum og af því að þurfti ekki að leyta að neinum þá má segja að þetta hafi verið hin besta æfing.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2008 kl. 13:45

10 Smámynd: Halla Rut

Við sem eigum börn skulum þá spyrja okkur þessarar spurningar: Hefðum við farið í þessa ferð miðað við þá veðurspá sem var yfirvofandi með börnin okkar?  Svar hvers og eins endurspeglar svar okkar við hvað okkur finnst um þetta allt saman.

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 20:01

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég þekki ekki þetta fólk, en já með pottþéttu fólki og eins vel búin öll og þau voru - ekkert mál, í raun ekkert meira mál en það fólk sem fer hér um vegina með mun yngri börn og á mun verr búnum ökutækjum og sjálf mun verr til þess fallin að aka bíl yfirleytt hvað þá í válindum veðrum um alla vegi lands og borgar og sitja svo skjálfandi úr kulda og svöng vegna vangetu sinnar og ökutækisins, jú þá er þetta ekki til að gera veður útaf og já ég hefði alveg verið til í að vera með þeim og hef hingað til tekið krakkana mína með í mínar ferðir - að vísu ekki farið á jökkla ennþá, ég var að áður en menn fóru að þeytast á jökkla svona mikið og í dag eru þau öll komin með vald til að segja nei, en koma vonandi öll með þegar ég fer, nema húsmóðirin hún er nú búin að halda yfir mér ræðu útaf þessu ferðalagi þarna og talar jafnvel eins og ég hefi skipulagt ferðina.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.1.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 82390

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband