Jóna orðin bloggvinur minn.

Ég er óskaplega upp með mér núna, því að þó svo að við Jóna höfum verið orðin vinir þá vorum við ekki orðin Bloggvinir og þurftum það ekkert endilega, enn í fyrradag byrtist á skjánum hjá mér einhver gluggi um að Jóna samþykkti mig sem Bloggvin en ég hafði ekkert óskað eftir því , enda kann ég það ekki og eru allir mínir Bloggvinir áunnir, nú ég gat ekki losað mig við gluggann nema klikka á OK og skömmu síðar er Jóna bara orðin Bloggvinur minn.

Mér finnst það ekkert smá að státa af henni á vinalista mínum og ekki á ég neina slorBloggvini fyrir, þó svo að ég tjái mig mismikið hjá þeim þá les ég þá, en eingin hefur gefið mér eins mikið og Jóna og aldrei hef ég tekið út eins mikinn þroska og á eins tuttum tíma og eftir að ég fór að lesa bloggið hennar, reyndar snertir Þórdís Tinna mig mjög djúpt, eingin hefur opnað augu mín eins mikið á eins stuttum tíma og Jóna um veröldina og raunveruleikann, þó verð ég að minnast á vin minn og frænda konunnar minnar Pál Haraldsson sem opnaði augu mín inná við í sjálfann mig, en hann tók á sig rögg og þá áhættu sem því fylgir að segja vini sínum að hann sé leiðinlegur, hann viti allt og geti allt og sé að öllu jöfnu mjög einsleitur í umræðuefni og er ég honum ævinlega þakklátur, ég fór að vinna í mínum málum og er enn eftir 30 ár að og þess vegna var ég móttækilegur fyrir því sem Jóna er að segja á sinni síðu, ég les líka síður fleiri foreldra og er þeim líka þakklátur að fá að kinnast þeirra reynslu.

Ég verð líka reiður og það oft, yfir því hvernig velferðarþjóðfélag virkar í raun, eftir að ég byrjaði að lesa þessar síður.

Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég meina það

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.1.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir það.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.1.2008 kl. 13:39

3 identicon

Heill

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 16:14

4 identicon

og sæll, Högni og aðrir skrifarar !

Fyrirgefðu, var full snöggur, á helvítis takkann.

Til hamingju, með þennann áfanga Högni,en............. nú máttu fara að gæta þín. Jóna væri vís með, að halda úti njósnum, um nefndarstörf þín, austur í Rangárþingi, og árangur þinn af því tuði öllu.

Án gríns, heyrði brot, af spjalli þeirra Jónu og Jens Guð(s), hjá Markúsi B. Þórhallssyni, á Útvarpi Sögu á dögunum, stórskemmtilegt á að hlýða. Færi oftar, inn á síðu Jónu, væri um eitthvert stjórnmálaþref að ræða, hjá henni. Hún er samt afburða góður pistlahöfundur, þótt flestir liggi þeir, undan míns nöldur sviðs.

Mbk., sem ætíð / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 16:21

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já, nei nei þau eru algert trúnaðarmál, ég mátti ekki einu sinni fara með blaðið heim sem sönglagið er á sem ég á að læra.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.1.2008 kl. 17:53

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skrítið að hann Óskar Helgi vilji bara nöldra, það er mun uppbyggilegra að gleðjast.  Allt í bland er sjálfsagt best. Ég ætla með mínum kæra á þorrablótið hjá Kjartani rakara, hef farið einu sinni áður og fannst mjög gaman.  Við fengum texta með miðanum, þarf að fara að birta hann á blogginu.  Kveðja austur.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:28

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já það er bara einn Óskar Helgi, ég hef heyrt að þorrablótin hjá rakaranum séu góð og meiri eljan í þeim feðgum í þessum málum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.1.2008 kl. 21:30

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.1.2008 kl. 00:15

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með bloggvináttuna ykkar Jónu. Hún er hreint frábær kona.

Marta B Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 01:10

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir það Marta.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.1.2008 kl. 20:23

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja hérna hér . Veit ekki alveg hvað ég á að segja, svo ég segi bara takk fyrir falleg orð í minn garð Högni minn. Og ég vil nota tækifærið til að segja hvað það var gaman að hitta þig auglitis til auglitis. Ég minnist þess reyndar ekki að upp hjá mer hafi poppað gluggi með ósk frá þér um bloggvináttu. Einhver eða eitthvað hefur gripið þarna í taumana og við verðum því að álíta að okkur sé ætlað að vera á lista hvors annars

Sagði vinur þinn þér í alvöru að þú værir leiðinlegur?

Jóna Á. Gísladóttir, 18.1.2008 kl. 23:58

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég var það, á þessum tíma var ég vörubílstjóri og var einn frá því að ég vaknaði og þangað til ég sofnaði, þess á milli var ég með fjölskyldunni, þá voru ekki símarnir eða almennilegt útvarp (bara gammla gufan), svo lífið var ósköp einsleitt og ég af einstaklega leiðinlegri ætt sem allt veit og allt getur svo samanlegt var ég einfaldlega leiðinlegur og þar sem að þetta er í genunum þá verð ég að vinna í þessu alla leið í gegn og eftir að hann bennti mér á þetta og ég svo einkennilega opinn fyrir þessu þá, miðað við mitt hugarfar, þá þykir mér best að hafa það uppi á borðinu, eins og alkinn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.1.2008 kl. 11:15

13 identicon

Heill og sæll, Högni og aðrir skrifarar !

Má til; að hvetja þig, til endurupptöku fyrra útlits síðu þinnar. Leiðist bolta bullu háttur ykkar nafna míns, Þorkelssonar, þótt ágætir séuð, að öðru.

Engin ástæða til; að hampa einkennum hins morkna heimsveldis frænda okkar, Breta, umfram brýnustu nauðsynjar.

Mbk., sem ætíð / Óskar Helgi Helgason (Afsakaðu helvítis framhleypni mína Högni minn, en,.......... svona er skapferði okkar Mýramanna nú einu sinni háttað. Vanafestan óbilandi).

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 23:38

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ja, ég kunni nú ekki einu sinni að gera þetta, það kom með fikti þó svo að ég hafi nú verið að reyna allt annað, en að breyta til baka, ég ætla ekki að reyna það þó svo að ég sé að öllu jöfnu vanafastur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.1.2008 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband