19.1.2008 | 23:43
Smá álag þessa daganna.
Ég er um þessar mundir að sinna klakinu sem er um það bil að ljúka, en yfir því er töluverð yfirlega og svo er ég í þorrablótsnefnd og að lesa sögu traktorsins á Úkrainísku og síðast en ekki síst þá er ég latur og allt þetta saman á sama tíma veit ekki á gott.
Þetta var sum sé ástæðan fyrir engum sögum eða öðru bulli hér á síðunni undanfarið og svo er ég jú alltaf að undirbúa mig undir framboð og því fylgir mikið athafnaleysi vegna hugsana - því betra er vit en strit.
Í kvöld var ég, í smá pásu frá traktornum, að lesa bloggvini mína og datt svo í hug í eirðarleysi mínu að reyna að koma myndum á síðuna og ætlaði að setja einhverja flotta mynd í hausinn, en svona endaði þetta nú ég kem ekki neinum myndum og er fullkomlega sáttur við útlitið þó svo að ég hafi nú litlu ráðið vegna kunnáttuleysis - en jú svona að mestu.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 82391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
Athugasemdir
Þetta er bara svaka flott hjá þér. Hvar ertu í þessu klaki?? Hvenær í ósköpunum varð Hveragerði að nafla alheimsins.??? Hafðu það gott kæri MU aðdáandi, með þína menn er það þannig að leikurinn er aldrei búinn fyrr en feiti kallinn flautar. Hvenær er svo blótið?
Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 23:55
Flott síða hjá þér félagi, það er greinilegt að um algjört kunnáttuleysi er að ræða þarna en þér er alveg fyrirgefið... Til lukku með þína menn...
Hvernig spjarar Birta sig?
Hallgrímur Guðmundsson, 20.1.2008 kl. 00:06
Takk fyrir, í Fellsmúla í Landsveit, 1986, takk fyrir það, en þannig er að núna eru MU að stinga af þetta er alveg eftir spá minni í haust frá og með næstu umferð verður MU þetta einu til fimm stigum á undann Arsenal og tryggir sigurinn í síðustu umferð og Chelsea nær í annað sætið í síðustu umferð einnig, næsta laugardagskvöld.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.1.2008 kl. 00:11
Já takk fyr Hallgrímur, ég er ekki viss um að þetta kunnátuleysi sem þú sérð sé það sama og það sem ég á við að stríða
Hún stendur sig vel er skemmtilega ofvirk en dugleg að bjarga sér, ég er búinn að tapa þremur gleraugum, hún er að vinna í því þessa dagana að vinna læðuna á sitt band, það gengur ágætlega hjá henni, svo kemur erfðaprinsinn með köttinn sinn hingað eftir helgi
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.1.2008 kl. 00:16
hóst, hóst ...
Óska þér góðs klakeríis bloggven
Samúðast með þorrablótsnefndina, hef sagt nágrönnum mínum að það sé ljótt að reyna alltaf af fá fynda & fallega fólkið í nefndina, árangurslaust.
En traktorssagan er fín lesníng..
Hvernig metró faggarnir þínir ætla að vera fimm stigum á undan alvöru fótboltaliði mínum eftir eina umferð, er mér nú samt alveg hulinn leyndardómur..
Steingrímur Helgason, 20.1.2008 kl. 00:17
Takk fyrir það, en með þorrablótsnefndina þetta er bara gaman og jú það verða einhverjir fallegir að vera þar.
Nei Steingrímur, frá og með næstu umferð og til loka leiktíðar verða þeir þetta frá einu stigi og upp í fimm stigum á undann Arsenal, MU vinnur sum sé næsta leik en Arsenal gerir jafntefli osfrv.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.1.2008 kl. 00:24
Maðurinn minn verður mjög ánægður með val á síðulúkki hjá þér
Bryndís R (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 09:44
Auðvitað Bryndís, þetta lúkk höfðar til allra hugsandi manna.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.1.2008 kl. 13:18
Skemmtilegur pistill, var farin að halda að þú hefðir fundir þér e-ð enn skemmtilegra hobbý en að blogga, fegin að svo er ekki.
...hmmm athyglisvert þetta nýja look. Ég hef ekki vit á fótbolta svo ég hef enga skoðun á þessu en litirnir eru háværir.
Marta B Helgadóttir, 20.1.2008 kl. 19:17
Heill og sæll, Högni og aðrir skrifarar !
Margir; hér fyrir ofan, hrósa þessu ''nýja'' útliti síðu þinnar, og er það líkast til, að vonum; gersamlega sneytt allri andagift, hvað þá listrænum þáttum, af nokkrum toga, jafnvel skreytt með enska orðskrípinu ''look'', jah,....... það var helzt, Högni minn.
En að meginerindinu, ætli ég verði ekki að óska þér til hamingju, með árangur nafna þíns; Hoydal, í Færeyjum ? Mál til komið, að dönsku málleysingjarnir (er töluð danska kannski tungumál ?)sleppi loks hendi sinni, af þessarri einni síðustu, nýlendna sinna.
Með beztu kveðjum, að hálendismörkum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:31
Takk fyrir það Marta, er hvenær sem er tilbúinn að útskýra fyrir þér fótboltann.
Já takk fyrir það Óskar, við feðgar tölum oft um að það eina rétta í evrópumálum sé að Grænland, Færeyjar og Ísland sameinist og það áður en að olía finnst á þessum slóðum.
Nei Óskar töluð Danska er ekki tungumál og hef ég rætt þetta nokkrum sinnum við stjúpu mína en henni finnst þetta vera tungumál.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.1.2008 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.