Ég hef verið að bíða líka.

Nú hvetur Ransóknarnefnd bílslysa umferðarstofu til að nota niðurstöður úr skýrslum þeirra til áróðurs, það er fyrir löngu kominn tími til þess og hef ég oft bæði talað, hugsað og skrifað um það, mér finnst starfsmenn umferðarstofu, líkt og starfsmenn vegagerðarinnar ekki vera að vinna í vinnutímanum og oft sagt það líka og skrifað.
mbl.is Ítrekar ábendingar um skaðsemi ölvunaraksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara innlitskvitt og engin skoðun, er úti að aka. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 20:06

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef skoðun, ef að ég má.

Ég sá í fréttatímaviðtali forstjóra vegargerðarinnar núna i vikunni útskýra fyrir landsmönnum öllum, að vegna fámennis, þá ættu íslenskir þjóðvegir að vera hættulegir.

Þessi mannslíf sem að fara á ári hverju útaf of þröngum vegum, fáránlega bröttum vegöxlum, & skurðum við vegi, eru einfaldlega félagslegur fórnarkostnaður fámennis okkar, frekar en að vegagerðin sé ekki að standa sig í sínu starfi.

Þarna var hann að svara nýbirtri svartri skýrslu sem að fór fyrir EES um það að íslenskir vegir stæðust í heildinni 20% af því sem að eðlilegt er talið nú til dags í þeim nágrannaríkjum okkar sem að við á góðum degi miðum okkur við.

Veit að þú veist það líka ven, & hefur lesið líka, en um þetta er ekki nægjilega mikið talað.

Samkvæmt skýrslunni þeirri, má draga þá ályktun, að þeim hluta ferðamannaiðnaðarins sem að kýs að taka bílaleigubíl á Íslandi, ætti eiginlega að vera bannað slíkt frá þeirra yfirvöldum enda tryggingarfélög þeirra tryggja ekki keyrslu þeirra hér á landi.

Erum við að sjá einhverjar fréttir árlega um hörmuleg umferðarslys útlendínga á okkar vegum ?

Jámm..

Steingrímur Helgason, 1.2.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gjörðu svo vel Steingrímur

Ertu nokkuð hissa á skoðunn minni á vegagerðinni? Ætli svona fámen þjóð geti fengið bíla fyrir fámenni? Óskar Helgi vinur vors og blóma stingur uppá að hraðinn verði færður niður í að minnsta kosti 70 Km/klst. Félagslega séð gætu þessir vegir hér dugað sem reiðhjólastígar á stöðum sem að við miðum okkur við (kann ekki við að segja löndunum í kringum okkur því að það segir mér sjómaður að það séu engin lönd í kringum okkur)

Til að mæling gæti farið fram á skoðun minni á vegagerðinni og umferðarstofu þyrfti skalinn að byrja talsvert neðann við 0. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.2.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Högni, við erum alsammála þarna í öllum atriðum.

Ég er bara það vel upp alinn, að ég vandist því að biðja um leyfi, alveg eins & ég spurði hvort að ég mætti fjalla um mína skoðun á verðandi samgöngbótum í þínu kjördæmi.

Næsta verkefni mitt verður því náttúrlega að fá þig til að halda með Arsenal.

'-}

Steingrímur Helgason, 2.2.2008 kl. 01:31

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er alltaf til í að spjalla um samgöngubætur hvar sem er og það eina sem gerist er að minn sjóndeildarhringur stækkar, því að betur sjá augu en auga.

Næsta verkefni þitt er verðugt, nokkrir vinir mínir halda með Arsenal og þess vegna fylgist ég aðeins með gengi þess en í ár held ég upp á Arsenal, mér finnst þeir spila skemmtilegann bolta líklega þann skemmtilegasta í mörg ár, ungir strákar að spila hraðann bolta og líklega var síðasti leikur okkar manna fyrsti leikurinn í mörg ár þar sem liðsmenn beggja liða einbeittu sér að því að spila fótbolta enda var það skemmtilegur leikur sem gat endað á hvern veg sem var, mínir menn voru heppnari þar.

Ég hef aldrei fylgst með öðrum liðum en mínu og oft ekki einu sinni vitað við hvern þeir eru að spila, þó að ég hafi verið að horfa á leikinn, ég gái ekki að því hvort að hin toppliðin séu að tapa sínum leikjum, en í ár hef ég fylgst meira með vegna þess að það stefndi í meiri spennu, sem enn getur orðið og líka hvernig umræðan varð hjá Önnu vinkonu okkar.

Þér er óhætt að bretta upp ermar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.2.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Er ekki hikað við að nota svona skýrslur í forvarnir til að vernda ástvini þess látna eða þess sem slysinu olli? Ég bara spyr.

Sami misskilningur er á ferðinni þegar fólk hringir ekki á lögreglu þegar vinir eða ættingjar setjast ölvaðir undir stýri, og þegar barnaverndarnefnd er ekki látin vita um ömurlegar heimilisaðstæður barna. Skiluru? Misskilin góðmennska og bitnar á þeim sem síst skyldi. 

Jóna Á. Gísladóttir, 3.2.2008 kl. 14:00

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Einmitt ég segið það líka, þetta er misskilin góðmennska.

Enn svo getum við spurt okkur, hefði viðkomandi viljað að þagað væri yfir ástæðu sem varð honum að bana vitandi að fleiri eru að gera sama og hann gerði og vitandi það að hægt er að forða öðru slysi kannski yngra systkinis.

Ég segi að það eigi að nota þær eins fljótt og við getum leyft okkur, að sjálfsögðu leyfum við aðstandendum að klára sín mál, þ.e. ef banaslys er annars er ekkert annað en láta vaða, um leið og rannsóknarnefnd umferðaslysa gefur grænt ljós á það, það er klárt að þau vilja að þetta sé notað og reka þetta upp í andlitið á mér og fleirum sem keyra eins og fífl, leytandi að hinum ýmsu hlutum eða blaðrandi algjörann óþarfa í símann ofl.ofl.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.2.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 82519

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband