Færð!!!!!!!!!!

Voru ekki fleiri bílar á ferðinni austan við Selfos í dag, því á ég bátt með að trúa. Hafi verið fleiri hvernig stendur þá á því að færðin lét þá í friði, velur færðin ákveðnar bíltegundir, liti eða ákveðna ökumenn.

Hefði viljað sjá þetta svona,, Segir lögreglan að óhöppin megi rekja til þess að ekki var ekið miðað við að færð er ekki með besta móti.


mbl.is Þrjú óhöpp á svipuðum slóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður minn kæri Högni.  Kveðja til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir og sömuleiðis.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.2.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Með hækkandi sól er eins og fiðringur hlaupi í suma. Svo er það sólin, eins og í dag, það var nú meira hvað hún gat blindað.

Kolbrún Baldursdóttir, 3.2.2008 kl. 22:09

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Einmitt, hún er mjög slæm í svona veðri og snjórinn í viðbót.  

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.2.2008 kl. 22:24

5 identicon

Það er eins gott að þessar bíltegundir, litir og ökumenn eru ekki á ferðinni hér á Akureyri núna, hér er sko heldur betur ófærð í bænum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já það þarf að ransaka þetta s.s. hvaða tegundir bíla, liti og ökumenn slæm færð leggur í einelti, ætli sé ekki hægt að fá styrk til þess? Er búið að vera leiðindaveður hjá ykkur norðlendingum ? Hér er skítkalt niður í -20°c hjá mér en ekkert ógurlega mikill snjór smá vindur og svo til stöðugur lágarenningur nóg til þess að snjóplógar þurfa að vera að.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.2.2008 kl. 00:06

7 identicon

Komið þið sæl, sem fyrr !

Hygg; að hin Eyfirzka ágæta kona, Anna Ólafsdóttir, máski, afkomandi Guðmundar gríss, sem annarra höfðingja, norður þar, megi nú gjalda varhug nokkurn, við sinni meiningu, því, ........... nágrannar mínir, Grindvíkingar gera sig líklega, til að taka við þeim vafasama heiðri, að halda einhverjar mestu snjóa dyngjur, þá tímar líða fram, og munu Akureyskir, líka sem aðrir Eyfirzkir þurfa að kyngja því, að nokkru, hvað Anna, og hennar ryckti befali til skoðunar, að kalla.

Ekki er allt, sem sýnist; gott fólk ! 

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölvesi (Hveragerði) / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 00:07

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Óskar Helgi, er svona mikill snjór þar syðra ? Þetta er nú að verða eitthvað gruggugt allt saman, hér er ég í túnfætinum hjá Grýlu og það er nú ekki hægt að kvarta yfir snjóum.

Það þarf ekki mikið til til að ófærð fari að gera vart við sig inní byggð.

Kveðja af hálendinu sunnanverðu (Landsveit)

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.2.2008 kl. 00:21

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góður!

Heiða Þórðar, 4.2.2008 kl. 23:42

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður!

Annars leit ég bara við til að bolla þig 

Marta B Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 00:02

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...og núna til að segja:

Saltkjöt og baunir túkall!!

Marta B Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 20:05

12 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér, það á að keyra auðvitað miðað við hvernig færðin er, annað er auðvitað vitleysa. En það getur sko komið mér á óvart hvernig fólk keyrir þegar færðin er ekki nógu góð. Í síðustu viku fór ég til Hveragerðis, það var smá bylur að hluta til á Hellisheiði, en ekkert alvarlegt þannig séð. Einn ökumaður tekur framúr mér á miklum hraða og nær að koma sér á milli bíla í tæka tíð.  Þetta er rétt hjá þér, það á að keyra miðað við hvernig veðrið og færðin er. Það er ekki færðinni að kenna að slys eigi sér stað !!

Kær kveðja til þín Högni,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 5.2.2008 kl. 21:52

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Um daginn var stórt skilti, LOKAÐ! við Hellisheiði. Það voru margir sem ekki tóku mark á því, vegna þess að "mér eru allir vegir færirfólk lætur sér í léttu rúmi liggja hvort ófært sé eður ei! Þeir voru víst fúlir björgunarsveitarmenn í Árborg  að þurfa að hafa mannskap í því að passa að fólk virti skiltið ekki að vettugi! 

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:24

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já, ég og minn "fjallabíll" komumst allt, þetta er hið versta mál því að oft hafa menn séð að heiðin er ekki ófær þegar henni hefur verið lokað, sem kemur mun oftar fyrir eftir að snjóruðningar voru boðnir út, því má spurja hver leggur til að vegi sé lokað ? Enn það er hið versta mál þegar heiðin fyllist af bílum þar sem hvorki ökumaður eða bíll eru tilbúnir í vetrarveður á heiðinni og stoppa svo allann snjóruðning, heiðin er núna full af smábílum er mér sagt.

Það er auðvitað hneysa að það þurfi að hafa lögreglubíla og menn nú eða hjálparsveitarbíla og fólk til þess að varna fullorðnu fólki frá því að fara sér ekki að voða á heiðinni.

Ég held að heiðin muni lokat mun sjaldnar þegar búið verður að tvöfalda hana.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.2.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband