Suðurlandsvegur, hverjir koma og hverjir fara, um veginn?

Rögnvaldur Jónsson verkfræðingur skrifar grein 6. febrúar s.l. og reynir þar að tala niður tvöföldun Suðurlandvegar og vitnar þar í mæta menn og fund Lýðheilsustofnunnar.         

        Er Vegagerð Ríkisins ekki stofnun sem á að framfylgja skipun ráðherra, af hverju halda yfirmenn vegagerðarinnar enn áfram að streitast á móti tvöföldunnar Suðurlandsvegar? Rögnvaldur og félagar telja 2+1 skynsamlegasta kostinn. Ég skil ekki hvaðan þessir 2 koma eru menn virkilega að halda að tvær akreinar öðru megin sé einhver kostur, halda menn að umferðin sé meiri á annan veginn en hinn, hvoru meginn ætli menn vilji hafa þessar tvær, um Sandskeið t.d. þar sem umferð malarflutningabíla er stöðug allann daginn og það í báðar áttir, ætla menn þá að hafa tvær akreinar þeim megin sem þeir sjálfir eru keyrandi hverju sinni? Nei ætli það, þeir sem halda 2+1 mest á lofti eru fæstir á Suðurlandsvegi og vita því nákvæmlega ekkert um hvað þeir eru að tala.     

    Á fundi á vegum Lýðheilsustofnunnar sem var haldinn í síðustu viku, svona hvattningarfundur við Vegegrð Ríkisins, kom ekkert nýtt  fram, við vissum að það tæki styttri tíma að leggja 2+1 og við vissum að það yrði eitthvað ódýrara, til styttri tíma litið, en við vitum líka að enn ódýrara er að setja bara víravirki á veginn eins og hann er núna og tekur enn styttri tíma nú eða lækka hámarkshraðann í 70 km/klst. af hverju þá að vera að vesenast með tvær akreinar öðru meginn.       

    Framkvæmdatími tvöföldunnar Reykjanesbrautar er nú notaður í umræðunni, en það er ekki með nokkrum hætti hægt að tala um seinagang framkvæmdar Reykjanesbrautar í þessu samhengi og reyna að láta líta út fyrir að svo langann tíma taki að leggja 2+2 að ekki sjái nú enn fyrir endann á þeirri framkvæmd þar, sá maður sem reynir það er ákaflega takmarkaður og ætti vegagerðin að skammast sín fyrir sinn þátt í öryggismálum þar síðustu vikur, þetta er eins og að ætla tíu manna áhöfn að sigla með 8 manna bjögunnarbát og 8 flotgalla því að það er ódýara og tekur styttri tíma að koma því um borð og myndi mögulega minka mannskaðann um 80%.   

     Banaslys og alvarleg slys sem verða við útafakstur er oftar en ekki vegna þess hve vegir hér eru alltof mjóir og fíflalega lagðir (hannaðir), það þarf engann sérfræðing til að sjá það að vegir hérlendis hafa ekki alltaf verið lagðir á besta stað eða með öryggið í fyrirrúmi heldur frekar og nánast alltaf til að halda niðri hraða, hringtorgin á Suðurlandsvegi, að hringtorgunum á Selfossi og Hellu meðtöldum, eru einmitt dæmi um slík vinnubrögð, að ég tali ekki um þann hrylling sem Ölfusárbrú er.   

    Andstæðingar tvöföldunnar reyndu líka á umræddum fundi að höfða til þingmanna okkar, en það er bara eðlilegt að þingmenn reyni að hafa áhrif á þessar framkvæmdir til þess voru þeir m.a. kosnir, en umræddur þrýstihópur eru allir íbúar Suðurlands og Austurlands, nema einn eða tveir og það er hlutverk þingmanna okkar að vinna þau verkefni sem við umbjóðendur þeirra felum þeim að vinna - það er ekki flókið.    

    Það talar enginn um að það er hægt að flýta verkefnum eins og þessu, ég mundi t.d. skora á bæjarstýru Hveragerðisbæjar að láta af andófi við Sveitafélagið Ölfus og að sjálfsögðu setja öryggið í fyrsta sæti og samþykkja og það strax, að vegurinn verði færður neðar en núverandi vegur er, það er hægt að taka af að minnsta kosti ein mislæg vegamót við það og svo hefði ég viljað að vegagerðin hætti andófi sínu við samgöngumálaráðherra og setti framtíðaröryggið í fyrsta sæti og færi nú að vinna af krafti við undirbúning  Suðurlandsvegar, sem dæmi má nefna að það tók ekki langann tíma að byggja Kárhnjúkavirkjun.     

    Það er að koma upp sú staða að við þurfum þyrlu á Suðurland, því í dag er það svo að það er ekki hægt að treysta því að sjúkrabílarnir komist á sæmilegum tíma frá Selfossi í bæinn vegna þrengsla á Ölfusárbrú og mikillar umferðar á alltof mjóum Suðurlandsvegi milli Selfoss og Hveragerðis. Sýslumaðurinn á Selfossi reyndi, mérsýnist hann vera á móti tvöfölduninni svo og öðrum bragabótum til umferðaröryggis eins og sjá má um allt Árnesþing, að sýna fram á það að ekkert mál sé fyrir bíl í forgangsakstri að fara um einföldunina í Svínahrauni og var það gert þannig að það liti vel út en þar er mikil umferð stórra bíla og hún eykst, sem geta bilað þannig að þeim verði nú ekki lagt eftir kúnstarinnar reglum, það hefur líka sýnt sig að snjór safnast í drög útfrá víravirkinu og þrengir að umferð en um leið kemur í ljós að auðveldara er að halda 2+2 vegi opnum þegar snjóar.

    Slysin voru ekki á þeim kafla sem nú er 2+1 nema við Þrengslavegamót, svo það að það hefur verið ekið um 60 sinnum á víravirkið og nánast alltaf þeim megin frá sem ein akrein er – skrítið, hlýtur að teljast aukning óhappa á þessum kafla og ekki hægt með nokkru móti að segja að þar hafi víravirkið bjargað framaná ákeyrslu því að það veit enginn neitt um það.

    Svo ef að menn hætta að tefja verkið get ég ekki betur séð en að við verðum kominn á tvöfaldann Suðurlandsveg eftir 3 til 4 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Högni !

Þakka þér; afbragðs góða samantekt. Góð dæmisagan, af björgunarbátnum. Sýnir í hnotskurn, hversu Íslendingar eru, í raun, frumstæðir, s.s. forráðamenn Vegagerðarinnar, ásamt Sigurði Grétari blessuðum, í Þorlákshöfn, og hans snautlegu viðhorfum, t.d.

En,....... Högni minn !  Ekki leggja neitt ofurtraust, á hlvítis kratann, Kristján L. Möller. Hann er, ásamt Vegagerðinni, einn mesti dragbýtur allra framkvæmda, nema í sínu eigin kjördæmi, vel að merkja. Sannur andskotans hortittur, sem kratahyskið (Samfylkingin) almennt. 

Með beztu kveðjum, sem ætíð, á hálendismörk Suðurlands, úr Efra- Ölvesi / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Óskar og takk fyrir það, ég stal þessari samlíkingu frá Hannesi Kristmundssyni, ég hef aðeins verið að fylgjast með Möllernum og er staðráðinn í því að flytja lögheimili hans ef ekki rætist úr tvöfölduninni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.2.2008 kl. 15:44

3 Smámynd: Halla Rut

Frábær pistill. Að einhverjum skuli detta í hug nú til dags að ætla að gera stofnbraut einfalda er með ólíkindum. Þetta kallar bara á vandamál síðar því sannarlega er okkur ekki að fækka. Ég bara skil ekki svona hugsunarhátt. Þetta ætti frekar að vera 2+3 ef eitthvað væri.

Halla Rut , 17.2.2008 kl. 16:10

4 Smámynd: Halla Rut

Eða kallast þetta ekki stofnbraut annars.

Halla Rut , 17.2.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þú segir nokkuð Halla, jú þetta hlýtur að vera stofnbraut eða aðalæð í það minnsta þá er ekki langt í að þetta verður þjóðvegur í þéttbýli, en það er einmitt þetta með að einhverjum skuli detta í huga að seinna yrði 2+2 ef að byrjað yrði á 2+1, við getum rétt ímyndað okkur hvernig það gengi þegar að því kæmi.

Ég held því fram að hjá samgönguyfirvöldum sé reiknilíkan og inní það þarf að setja fjölda banaslysa til að hægt sé að fá út að hagkvæmt sé að fara í framkvæmdir, hverjar sem þær svo eru.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.2.2008 kl. 16:50

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Alltaf í boltanum? ættuð aðeins að slaka og spyrja kannski Stulla stuð, afhverju í ósköpunum hann aldrei hugsaði um Suðurlandið.  Ég er stuðningsmaður 2+2 og ekkert minna, síðan styð ég Liverpool, þrátt fyrir lélegt gengi, já, svo lélegt að það liggur við að ég roðni. En ég er sauðtrygg og svík ekki lit, nema þegar ég má til.

Ég held að við ættum að safna undirskriftum, því þetta er hagsmunamál fyrir allavega 80% þjóðarinnar að fá tvöfaldaðan Suðurlandsveginn í báðar áttir og ég er sammála Höllu Rut, að 2+3 er nærri lagi heldur en 2+1.  sama hvar í pólitík við stöndum.  Orðbragð á ekki við í þessu samhengi.  Og það er reynsla mín af lífinu að frekjuleg framkoma kemur ekki að gagni, er manni frekar til trafala en hitt.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.2.2008 kl. 20:40

7 identicon

Komið þið sæl !

Þykist vita; að hin fróma kona, Ingibjörg Friðriksdóttir beini spjótum sínum, til mín, hvað orðbragðið snertir. A.m.k., ekki til þeirra Högna og Höllu Rutar, enda með eindæmum kurteis, bæði tvö, í orðræðu allri.

Ingibjörg ! Jú; jú, mikil ósköp. Líkast til, er ég hinn mesti strigakjaftur, alinn upp við brimgarðinn, á Stokkseyri, fram á unglingsár, má vera, að gjaldi þess, í orðfæri, að nokkru, enda meðtók ég ungur að árum nýbrætt lýsið, með grút, vel að merkja, í bræðsluskúr Þórðar heitins Böðvarssonar, á Garði í Stokkseyrarhverfi. Má ég þakka þeirri lýsisdrykkju, ómengaðri, að ég skuli ekki löngu dauður vera, sökum minna kvilla lítilla; reyndar, að kalla.

Ingibjörg ! 2 + 2 snúa einnig, að frændum mínum Vestlendingum, a.m.k., í Borgarnes, að minni hyggju. Ekkert einkamál Sunnlendinga - Austfirðinga né Reykvíkinga, svo hreint sé út sagt, án blótsyrða, af minni síðu.

Með beztu kveðjum, að venju / Óskar Helgi Helgason      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 21:19

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Óskar!  Ég bjó á Stokkseyrarbakka í nokkur ár, þar voru bara ljúflingar og öðlingsfólk, sem gætti tungu sinnar í hvívetna, þannig að þú ættir að taka þér taki. 

Við þurfum öll sem vettlingi geta valdið að fá Möllerinn til að hafa hraðari og skilningríkari hendur en forveri hans í starfi.  Ég er sammála að þetta er þjóðþrifamál að koma þessum framkvæmdum af stað strax. Við megum engan tíma missa. Hvernig væri að bloggarar settu í gang????????

Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.2.2008 kl. 21:47

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ingibjörg, auðvitað höldum við með okkar liðum hvernig sem gengur.

Í raun á ekki að þurfa að safna undirskriftum því að Vegagerð ríkisins á að vera að vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar, en það er ekki gott fyrir okkur hér að sjá þá sem eiga að vera að vinna vinnuna vera í stöðugri andstöðu og ég verð bara að segja að þeir séu orðnir vanhæfir til verksins því að þeim er í lófa lagið að vinna verkið hægt og dýrt. Ef að menn vilja láta vinna verkið á 4 árum þá er það hægt, það eru til í landinu verkfræðistofur sem geta hannað veginn og verktakafyritæki sem geta klárað þennan veg á 4 árum og ef vilji er fyrir hendi þá er líka hægt að drýfa umhverfismat af á einhverjum vikum.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.2.2008 kl. 21:47

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fregnaði það í síðustu viku að þetta væri að fara í útboð í maí, en stóra vandamálið þeirra er Ölfusið, nú vilja þeir bakka frá fyrir plönum, endalaust vitleysa sem getur dugað til að tefja málið von úr viti. kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 22:36

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég óttast að sveitarstjóri þeirra Öfusinga standi ekki nógu fastur á því að vegurinn fari neðar í Ölfusið en hann er núna, þó að hönnunin tefjist aðeins við það þá erum við bara að tala um meira öryggi og líklega er hægt að spara með því að taka að minnta kosti ein mislæg vegamót af.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.2.2008 kl. 22:42

12 identicon

Komið þið sæl, enn !

Ingibjörg ! Þú skalt ekkert vera, að reyna að siða mig eitthvað til, sérstaklega ! Ég hefi mína háttu, sem mér líkar helzt. Vil einnig taka fram, að plássin heita Stokkseyri og Eyrarbakki ! 

Þótt muna megi fífil sinn fegurri, að þá er ástæðulaust, að slá saman heitum þeirra, ekki hvað sízt með tilliti til, að á millum þeim liggur Hraunshverfi, hvert var fyrstu uppeldisstöðvar föður míns, heitins.

Hygg; að þrátt fyrir ýmsar ambögur Sturlu frænda míns Böðvarssonar, í samgöngumálunum, hafi hann verið öllu meiri bógur, en þessi fúaraftur kratanna, norðan af Tröllaskaga !

Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason

      

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 22:56

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvorir voru það aftur Óskar sem áttu betri nágrannana, eru það ekki Stokkseyringar sem hafa það þó framm yfir Eyrbekkinga að þeir eiga betri nágranna.

Ja varðandi frænda Óskar þá hafði ég alltaf og hef enn grun um að hann hafi aldrei, þó svo að hann hafi sagt annað, gefið fyrirmæli um að vinna við tvöföldun Suðurlandsvegar skyldi fara í gang, en það er Möllerinn búinn að gera, ýmsum til mikillar armæðu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.2.2008 kl. 23:31

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Roð og bein, auðvitað eiga Stokkseyringar því láni að fagna að vera nær Rangárvallasýslu, og það tel ég til bóta. 

Óskar, ég er svona leiðbeinandi af Guðs náð, og þegar færin gefast þá nota ég þau, viss um að þú munt muna mig og mina umvöndun.  Og það er rétt hja´þér, það er óþarfi að slengja þessum tveimur sjávarþorpum saman, tek það til baka og mun nefna þau hvoru sínu nafni hér eftir.

Högni,  það var eiginlega aldrei á dagskrá, hjá frænda hans Óskars, að tvöfalda Suðurlandsveginn.

Við eigum að láta heyra í okkur, varðandi hringveginn allan.  En það er staðreynd að Suðurlandvegurinn ætti að hafa algjöran forgang, ef tillit er tekið til umferðar og slysatíðni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.2.2008 kl. 11:43

15 identicon

Komið þið sæl, enn á ný !

Hver andskotinn; er hlaupinn í Ingibjörgu ? Jæja, jæja......... ég skal vera dús við hana, um hríð, nema,,................. 2 földun Vesturlands vegar er jafn brýn. Fann það sjálfur, sem oftar, á leið minni, til frænda minna Snæfellinga, í dag, sem reyndar um Borgarfjörð og nágrenni.

Hefði tekið hús; á mínum kæra spjallvin, Jóhannesi Ragnarssyni, í Ólafsvík, hefði Kerfi Putíns, míns rússneska bróður ekki hraðað för minni, (kl. 20:20), í Ríkissjónvarpinu, fyrir stundu. Jóhannes á til góða, samsæti mitt, með vorkomunni, að forfalla lausu.  

Jafnframt; mættu vegirnir, yfir Bröttubrekku og Holtavörðuheiði vera helmingi breiðari, en nú er, að nokkru. 

Með beztu kveðjum, og ítrekuðum / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 21:29

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Óskar, ja ég veit nú ekki hver hljóp í hana, en jú jú auðvitað reynirðu að vera dús við hana.

Almennt eru vegir hér ekkert meira en góðir hjólastígar en allir með sama hámarkshraða.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.2.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband