Tvöföldun Suðurlandsvegar og hringtorg.

Mikið hefur verið rætt um Suðurlandsveg og þá aðallega hvort eigi að leggja það sem kallað er 2+2 eða 2+1 og  eru skiptar skoðannir á því.

    Ég er á þeirri skoðunn að það eigi að leggja 2+2. Ég hef líka verið á þeirri skoðunn að gera eigi mislæg vegamót á nokkrum stöðum, er sem sagt ekki hrifinn af hringtorgum, en ég hef verið að velta fyrir mér hvort ekki sé skynsamlegar að leggja 2+2 sem sagt og gera hringtorg t.d. ein á Sandskeiði sem myndu sinna Bláfjallaafleggjara, Bolaöldu og Litlu kaffistofunni, þó ég sjái hana fyrir mér á milli veganna og svo vil ég sjá alla afleggjara vega Hellisheiðarvirkjunnar fara að Þrengslavegamótum og koma þar inná Þjóðveg 1, síðan hringtorg við Hveragerði og svo aftur við Selfoss, en nýtt vegstæði neðar í Ölfusið og gammli (núverandi) vegur notaður sem safnvegur og hann látinn tengja Ölfusið með einum undirgöngum, EKKI MISLÆGUM VEGAMÓTUM ENGÖNGU UNDIRGÖNGUM, og gammli vegurinn tengdur “eldlammla veginum” undir Ingólfsfjalli og Þórustaðanámur og Ölfus þannig tengd inn á afleggjarann ofann úr Grímsnesi og með honum um komandi Hringtorg við Selfoss, en “Þórustaðahverfið” tengt við Nýbýlahverfið með vegi öðruhvoru megin við Kögunnarhól að undirgöngum áðurnefndum.

    Svona sé ég að ódýarara sé að leggja 2+2 og frekar en að leggja 2+1 og leggja svo fjórðu akreinina utan á á næstu þremur áratugum, þá mundum við taka hringtorgin af og gera mislæg vegamót á næstu  þremur áratugum og ekki síst það að það tekur jú styttri tíma að gera hringtorg en mislæg vegamót.

     Hringtorg er alveg hægt að gera “mjúk” það þarf ekki að gera hringtorg eins og vegagerðin hefur látið gera þau, þannig að maður þarf að beygja í 90° þega farið er útur þeim, það er hægt að hafa beygjurna mikklu mýkri og þannig hægt að gera vegmót nothæf án þess að gera þau um leið að hættulegum torfærum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er nú bara helv. góð hugmynd.  Vona að það verði fundin góð lending með þennan veg sem 50% landsmanna ferðast um í hverri viku.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já er það ekki bara, jú jú það finnst lending.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.2.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð hugmynd.

Marta B Helgadóttir, 24.2.2008 kl. 12:41

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég hef aldrei skilið afhverju þetta er issjú. 2+2 er það eina sem blífur. Þykjast þeir í alvöru vera að spara peninga

Jóna Á. Gísladóttir, 25.2.2008 kl. 00:59

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég veit ekki hvað það er í raun, en nú er það orðið prinsipp, bara að gefa sig ekki hver sem rökin eru og halda áfram að ströggla af því að þeir eru búnir að segja að 2+1 sé það eina rétta.

Svo þegar borin eru saman verð þá er 2+2 yfirleitt gert dírara með því að setja mörg mislæg vegamót, jú jú það er til fólk sem heimtar mislæg vegamót  og ég hef verið einn af þeim, en er kominn á þá skoðun að hringtorg sé skynsamari kostur, en gera þau mjúk og þá erum við að tala um allt önnur verð.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.2.2008 kl. 09:18

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bíddu nú hægur, er ekki komin bjórverksmiðja í Flóann ?

Þarf nokkuð að tvöfalda lengur ?

Steingrímur Helgason, 1.3.2008 kl. 23:55

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú, svo lengi var hægt að bíða að þörfin er orðin allt önnur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.3.2008 kl. 13:19

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hringtorginn í Mosfellsbæ eru alla vega alveg skelfileg og allt of þétt.

Kolbrún Baldursdóttir, 4.3.2008 kl. 23:01

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já hringtorgin sem vegagerðin hefur látið gera eru eingöngu til að ná niður hraða ekki til að liðka fyrir umferð, svo fyrir vikið eru þau þannig að til að fara um þau þ.e. bæði inní þau og útúr þeim þarf að taka 90° beigju, en ef þau væru "mýkri" væri mun skynsamlegra að gera hringtorg en mislæg vegamót, en málið er að það teystir þeim enginn til þess svo það er betra að heimta mislæg vegamót, en þá nota þeir vegagerðarmenn tækifærið og reyna að hafa þau eins mörg og kostur er til að hafa veginn eins dýrann og kostur er.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.3.2008 kl. 09:51

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er sko ekki verri ástæða en hver önnur hjá Vegagerð ríkisnins og ekki eiga þeir beinar reglustrikur heldur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband