10.3.2008 | 21:06
Háir vextir, greiði gegn greiða?
Í einfeldni minni velti ég fyrir mér hvort það geti verið að seðlabankinn, bankarnir, ASÍ, VSÍ og ríkisstjórnin hafi tekið höndum saman og trekkt upp vextina og verðbæturnar með Armstrong aðferðinni, til þess að snúa svolítið upp á okkur fyrir kjarasamningana fyrst og svo fái bankarnir smá tíma til að láta okkur greiða lánin fyrir sig, af lánunum sínum vegna bankakaupa í útlöndum.
Ég var dottinn í þá hugsun að halda að ég væri sá eini sem væri að borga af lánunum, en auðvitað getur það nú ekki verið, en afhverju er umræðan bara um hvað bankarnir lána mikið og hvað það kostar þá að fá lán, það er einhvernveginn eins og þeir fái ekkert greitt til baka þó fengu þeir lán í útlöndum á lágum vöxtum og lágu gengistryggingagjaldi og svo greiðum við okurvexti og svívirðilegar verðbætur, sem haldið er fyrir einhverja vini og frændur sem snúa uppá hendur og eyru ráðamanna.
Svo er eitt sem ég get ekki skilið, bankarnir loka á erlend lán og næstum á húsnæðiskaupalán en við getum keypt bíla jafnvel fyrir á annan tug milljóna á lágum vöxtum og óverðtryggð.
Ég er svo sem ekki einn um að skilja hvorki upp né niður í þessu vaxtaokri.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 82391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll, Högni æfinlega !
Það er annað; og svo miklu meira, sem að baki býr. Ég hefi illar grunsemdir um, að flokkssystkini þín, í Sjálfstæðisflokknum séu að magna upp illann seið, gagnvart landi okkar og þjóð, með hjálp helvízkra kratanna, Högni minn.
Það er; sannarlega, ekki allt sem sýnist.
Með beztu kveðjum, að hálendismörkum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:40
Óskar er að vanda, ekki bjartsýnn, en ég var að gera skattaskýrsluna mína áðan og mér finnst ég hálf blönk eftir það. Hata vexti
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 22:32
Ég er nú ekki byrjaður á minni og er samt blankur
Það er spurning hvort Óskar Helgi er savrtsýnn eða raunsær.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.3.2008 kl. 22:38
Högni, mér hefur alltaf líkað við hann Óskar einhvern vegin. Hann alltént segir sitt kjarnyrt & lýgur ekkert áberandi mikið.
Steingrímur Helgason, 10.3.2008 kl. 23:24
Já ég tek undir það Steingrímur enda erum við Óskar Helgi og okkar fjölskyldur vinafólk og nágrannar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.3.2008 kl. 23:33
Ér er ekki einu inni búinn að sjá mína skattaskýrslu og er samt staurblankur!
Hallgrímur Guðmundsson, 11.3.2008 kl. 01:30
Högni. ég fór inn á heimabankann minn um daginn og skoðaði greiðslusögu íbúðalánsins míns sem var tekið 2005. Ég varð svo hneyksluð þegar ég sá hvað bankinn er búinn að fá. Ætli hann sé ekki búinn að fá um það bil fjórfalda þá upphæð sem hefur farið af höfuðstólnum. Aaaaarrrrrggggg!!!!!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:49
Svo væla bankarnir, framkoma þeirra mynnir mig á opinbera stofnun sem er að vinna í því að fá meiri peninga úthlutaða.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.3.2008 kl. 19:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.