Heimsókn í Eden

Fór í Eden í dag ásmt húsmóðurinni dætrum og dótturdóttur, skoðuðum breytingar og sáum myndlistasýningu, fyrrum sýslumannsfrúar Rangæginga og Hornfirðinga Ingunnar Jensdóttur, á veggjum voru vatnslitamyndir góðar, mynd no.1 var að okkur fannst best ,í sófa voru skólastjórahjónin Guðjón og Vera á spjalli við listamanninn og fullorðin hjón frá Hvolsvelli sem húsmóðirin á mínu heimili þekkti, þau munu hafa verið nágrannar á æskuárum hennar, nú breytingin var nú svo sem lítið annað enn tiltekt, ég veit ekki hverju ég átti von á var í svolitlum ótta fyrst um að Eden opnaði ekki aftur og svo að um einnhverja breytingu væri að ræða sem einginn kynni við enn þetta sleppur.

Þarna voru komin leiktæki svo mörg að ekki er gott að átta sig á hvort heldur er stefnt að því að Eden sé blóma og gjafavöruverslun með áherslu á erlenda ferðamenn eða tívolí fyrir höfuðborgarbúa, en hvað um það þarna kom, fram eftir gólfi frá kaffiteríunni kona í hjólastól og þar með stoppaði mín stutta þriggja og hálfs, þetta þurfti að skoða betur og hún spurði mig hvað væri að konunni, nú reyndi á hvað ég hef lært af mínum samtölum við Jónu og lestri á hennar síðu um Ian, ég sum sé settist á hækjur mínar, fór sem sagt ekki í felur með barnið heldur útskýrði fyrir barninu hvers vegna fólk notaði hjólastóla og nefndi ýmiskonar tifelli, sem ég hélt að hún myndi skilja, hún kinkaði kolli nokkrum sinnum og sagði svo, þegar við héldum aftur af stað  ,,ég er ekki veik ég get notað mína fóta" litlu framar í salnum á leið okkar út, var annar hjólastóll við eitt borðið, hún rétt leit þangað hægði ekki ferð og hélt áfram án þess að spyrja neins, vonandi tóks mér að útskýra fyrir henni að fólk er líka fólk þó svo að við séum ekki öll eins og förum ekki öll eins að, en það reyndum við að kenna móður hennar og hennar systkinum er við ólum þau upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hey, er búið að opna?? ég þangað.  Þú hefur örugglega upplýsti dóttir þína fyrir lífstíð, nú veit hún allt um þessi mál og bætir svo við þessar upplýsingar þegar hún eldist, en fólk í hjólastól verður ekki lengur eitthvað sem hún þarf að spá sérstaklega í. 

                 Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Bíddu Man.U fan og ekki orð um leiki helgarinnar  það er enn verið að tyggja á þessu leik á þessum bæ

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það vona ég Ásdís og nú var það dóturdótirin

Ég sá leikinn ekki Hulda svo ég hef ekkert að tala um en er ósköp ánægður með stöðuna og ekki fór formúlan ílla heldur ég sá hana ekki heldur ég var bara að halda páskana heilaga

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2008 kl. 18:34

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það hafa öll börn gott af því að vera í kringum fatlaða einstaklinga, hvort sem þeir eru líkamlega eða andlega fatlaðir, þess vegna fagna ég því að skólarnir eru alltaf að færast nær og nær mottóinu: skólar fyrir alla.

Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 23:05

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður pistill.

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 11:30

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jú jú það hafa þau, við reyndum hvað við gátum að halda því á lofti á mínu heimili meðan krakkarnir þóttust hlusta, nú þurfa þau ekkert að fela það lengur þ.e. ef maður kemmst að, við vorum svo heppin að Sigga litla bjó ennþá í Hveragerði þegar við fluttum þangað og elstu börnin mín kynntust henni en svo fluttu foreldrar hennar í bæinn og hún fór í Vesturhlíðaskóla ég hefði viljað hafa hana áfram í Hveragerði, því að fötluð börn þroska okkur "normin" alltaf á einhvern hátt með samvistum.

Takk fyrir það Marta

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.3.2008 kl. 21:07

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Flott grein hjá þér félagi. Það er svo sannarlega rétt við eigum að fræða börnin okkar um þessa hluti. Svo koma barnabörnin og þau eigum við líka að fræða, þetta eru ekki nein feimnismál.

Kv. Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Jens Guð

  Hjólastólar eru bara töff.  Sérstaklega ef þeir eru með gírum.

Jens Guð, 29.3.2008 kl. 00:25

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Allavega eru þeir mikils virði fyrir þá sem ekki geta ferðast öðruvísi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.3.2008 kl. 13:34

10 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

kvitt,kvitt...gaman  að lesa að vanda..

Agnes Ólöf Thorarensen, 29.3.2008 kl. 15:12

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...setti inn nýja mynd af forsetafrúnnni........, fyrir Högna og aðrar teprur

Marta B Helgadóttir, 29.3.2008 kl. 23:13

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er bara verið að ögra manni

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.3.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband