4.4.2008 | 10:16
Suðurlandsvegur enn og aftur
Í gær var komin upp sú staða hjá honum Guði að hann missti þolinmæðina gagnvart mér, honum fannst ég vera orðinn full hægur í baráttunni fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar og hnippti í mig en vægði mér um leið, tengdasonur minn lennti í umferðarslysi á Sandskeiði í gær og miðað við hvernig bíllinn þeirra er útlítandi má segja að við höfum verið áminnt en okkur hlíft um leið.
Nú eftir að svo nærri mér var höggið, þó hef ég alltaf sagt að ekkert okkar sé yfir það hafið að lenda í slysi og eða einhver okkur nærri, þá hef ég ákveðið að berjast fyrir því að vinnu við Suðurlandsveg verði hraðað.
Það þarf ekki að taka þennan tíma að undirbúa þessa vegagerð og sofi Möllerinn ílla núna vegna trukkaranna þá..........
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 82390
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kom einmitt að þessu slysi, þó ekki fyrsti bíll, mildi að ekki fór verr. Guð er ekki að missa þolinmæðina, kannski var þetta harkaleg áminning. Vona að manninum líði sem allra best. Helgarkveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 12:20
Jú takk hann slapp með skrekkinn, bólgur og strengi, en það kemur betur í ljós í dag og það eru allir "timbraðir" eftir sjokkið, enn s.s. slapp vel í þetta skiptið.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.4.2008 kl. 12:33
Gott að ekki fór ver í þessu slysi. Vanti Tuðara í þrýstihóp um tvöföldun Suðurlandsvegar, er undirritaður boðinn og búinn til þátttöku í þeim hópi. Gengur ekki lengur að hafa þetta svona!
Halldór Egill Guðnason, 4.4.2008 kl. 14:10
Takkfyrir það, nei þetta gengur ekki lengur vegagerðarmenn eru staðnaðir og vita ekki að í ár er 2008.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.4.2008 kl. 14:30
Ég er með hugmynd sem gæti verið vert að kanna nánar. Nú hefur byggð vaxið mikið þarna fyrir austan fjall og fullt af fólki keyrir á milli daglega til að sækja vinnu og fl.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.4.2008 kl. 18:53
Kjartan, ég gat ekki comenterað við hugmyndina þína, fallinn á tíma. Þetta er góð hugmynd og það sem menn eru að segja þarna hjá þér er alveg rétt að mínu mati það á auðvitað að koma á hugmyndasamkeppni og fá hugmyndir frá einhverjum hópum.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.4.2008 kl. 20:09
það var víst verið að spá í lestarsamgöngur árið 1920, nú erum við komin inn í nýja öld og hvað hefur gerst síðan?
Ekkert!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.4.2008 kl. 20:15
Við höfum "sérstöðu" það er veðurfarið, skyndileg ísing eftir rigningu t.d. og mikil rok, en auðvitað er þetta leysanlegt og til þess að geta skoðað hugmyndir og síðan tekið ákvarðanir þarf að fá Samgöngumálaráðherra, Umhverfisráðherra, Iðnaðarráherra og fulltrúa sveitarfélaganna til að setja slíka samkeppni í gang.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.4.2008 kl. 21:14
Á tímabili ók ég þennan veg tvisvar á dag og stundum oftar, vetur, sumar, vor og haust.
Lenti óhappi og bíllinn skemmdist, en ég slapp en frændi dóttur minnar, 18 ára piltur var ekki svo heppinn. Hann kom aldrei aftur eftir slys við Þorlákshafnarafleggjarann.
Ég hins vegar fann mér vinnu hér fyrir austan og fer suðurlandsveginn eins sjaldan og ég get....alla vega í vetrartíð.
Skil engan vegin þennan 1.5 veg...... hvað er svona gott við hann?
Vonast til að vegabætur komi fljótt, áður en fleiri slasast og láta lífið.
Kveðja,
Vinur Hellisheiðar
Linda Samsonar Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 22:13
Takk fyrir það Linda, það er nú lokks komið að vegurinn verður 2+2 en nú er að hamast í þeim með tímasetninguna.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.4.2008 kl. 23:25
Gott að ekki fór verr Högni. Tek undir með Tuðaranum, til er ég í þáttöku í þrýstihópi. Manni líður ekki vel með að vita fólkið sitt í aðstæðunum eins og þær eru.
Marta B Helgadóttir, 5.4.2008 kl. 00:43
Ég held ekki að guð sé að missa þolinmæðina...frekar að pikka í okkur hérna á þessum klaka...hvað er það sem SKIPTIR máli og hvað er það sem SKITIR EKKI máli.....????
Lífsgæðakapphlaupið og þetta húk í hverju horni í stað þess að LÁTA GERA hlutina ....byrgja brunninn ÁÐUR en barnið dettur í hann...
Þetta er OKKAR land og þetta eru OKKAR peningar...OKKAR líf og OKKAR hagsmunir....við erum ALLT OF værukær og þolinmæðisþröskuldur gagnvart stjórnmálamönnunum og þessum sem leika sér með aurana okkar ALLT OF HÁR...
Forgangsröðunin er svo klikkuð að maður fær illt í hjartað....slys eftir slys....endalaust blaðrað...EKKERT GERT....
AF HVERJU STÖNDUM VIÐ ALDREI SAMAN???
Vona sannarlega að þitt fólk sé heilt og hafi sloppið með skrekkinn...en vona líka að þessi vegur verði lagfærður hið snarasta....
Bergljót Hreinsdóttir, 5.4.2008 kl. 12:08
Takkfyrir þetta Marta og Bergljót, jú það er núna sem hlutirnir fara að gerast nú stöndum við upp og segum eins og borgarstjórinn, látum verkin tala, eins og Reyknesingar þurftu að gera á sínum tíma.
Ég er búinn að senda nokkrar spurningar á þá Árna Math. og Kristján Möller og ætla að pannta fund uppúr því að svörin koma, ef þau þá nokkuð koma, gef því viku.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.4.2008 kl. 12:23
Leitt að heyra af tengdasyninum þínum, vona að hann braggist nú vel.
Nóg ætti að vera af merktu vegafé ríkisins af eldsneytissölu til að koma þessu löngu þarfa verki snarlega í framkvæmd. Það er bara viljinn sem að þarf, sem gnótt er af hjá þingmönnum kjördæmisins fyrir kosníngar, en hverfur eftir kjörið.
Steingrímur Helgason, 5.4.2008 kl. 21:53
Takk fyrir það, jú hann slapp með skrekkinn og núna eru streingir mikklir í gangi og við bæði hans og hennar erum að jafna okkur, við erum búin að vera eins og við værum öll að standa upp úr góðu fylleríi - grút timbruð.
Hverfur eftir kjörið segirðu, það var ekki bara viljinn sem hvarf eftir síðustu kosningar þeir voru ekki taldir í dúsinum dagarnir eftir kosningar áður en fyrsti þingmaður Árni Mat nokkur var fluttur í Hafnarfjörðinn á ný eftir að hafa með mikilli eftirtekt fjölmiðlamanna flutt í Þykkvabæ.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.4.2008 kl. 22:35
Högni, þú & þínir Sjálfstæðismenn....
Grunar nú að þú sért farinn að veikjast í trúnni sem & ég...
Steingrímur Helgason, 5.4.2008 kl. 22:54
Ja nú reynir á þá, ég ætla að hitta þá og sjá hvað gerist, en hér á Suðurlandi er ekki að sjá að við eigum einn einasta þingmann.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 5.4.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.