16.4.2008 | 23:14
Umferðarreglur?
Ég er í smá krísu, í hvert sinn sem ég keyri um Selfoss á leið minni í Hveragerði úr Landsveit, sem er oft og þar sem ég keyri framhjá Nóatúni, á einnar akreinar vegi sem Austurvegur er, á ég allt í einu val um tvær akreinar í hringtorgi og af því að ég ætla út úr hringtorginu við fyrsta mögulega tækifæri og upp á brú, geri ég eins og Geir Þormar kenndi mér forðum, vel ytri hringinn og er ég kem að beygjunni upp á brúnna, þar sem umferð er um það bil jafnmikil og á Kringlumýrarbraut, er ein akrein í hvora átt, svo lélegt sem það nú er og það ílla nógu breiðar fyrir bíla yfirleytt, enn sum sé ytri akreinin stoppar, endar og innri hringurinn á réttinn út úr hringnum, auðvitað og verður sum sé akreinin sem boðið er upp á yfir brúnna, en það er þarna sem ég lendi alltaf í þessari krísu og bíð þangað til einhver fer að "mótmæla" (lesist = flauta) þá verð ég einfaldlega að gera eitthvað eins og að keyra af stað en ég veit aldrei hvort að ég á að láta stefnuljósið á til hægri eða vinstri.
Tuðarinn bauð upp á námskeið í hringtorganotkun í vetur - frítt, ég missti af því og er þess vegna í þessari stöðu s.s. haldinn algjörum þekkingarskorti, kannski að Einar í Umferðarstofu geti leiðbeinnt mér eða Svanur hjá vegagerðinni á Suðurlandi eða Ólafur Helgi...............
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 82390
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er Landsveit sama og Landeyjar? sonur minn var að byrja í vinnu fyrir austan, maður beygir til hægri hjá Njálsbúðar skiltinu. Ég skal svo bara koma með þér á rúntinn í hringtorginu og kenna þér á þetta, við getum fengið okkur ís og spjallað. Ég þekkti Geir Þormar í denn, hann seldi mér líftryggingu þegar ég var 19 ára. Góður kall.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:08
Nei nei þú beygir til vinstri hjá Landvegamótum, Galtalækjarskógur er í Landsveit, en Landeyjar eru niðrí fjöru.
Ókey og hvort lætur þú stefnuljósið á til hægri eða vinstri á þessum stað.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.4.2008 kl. 13:18
Vá, að vera svona fáfróð um sveitir Suðurlands!!!
En er ekki með á hreinu hvar þetta hringtorg er. Ég er hræðilega fáfróð um hringtorg Suðurlands, því miður. Það segir mér og lesendum, hve lítið ég hef ferðast um þann landsfjórðung síðustu 40 árin.
Ég veðja samt á vinstra stefnuljósið
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 17:24
Já Sigrún ég held líka að ég eigi að setja það vinstra á en beygjan er til hægri og til að geta farið af þessari akrein út úr hringtorginu þarf að fara yfir punktalínu og nú er Ásdís örugglega í hringtorginu að velta fyrir sér hvort hún á að setja það hægra eða það vinstra á og ekki síður ef að hún væri að koma úr Hveragerði inní hringtorgið hvort hún vildi að bíllinn sem er að koma að austan setji hægra eða vinstra stefnuljósið á.
Hræðilega fáfróð um hringtorg Suðurlands segirðu, það er vegagerðin líka þ.e. þeir vita hvar þau eru en ekki meir, umrætt hringtorg er þar sem komið er inná Selfoss, það er svo sem ekki mjög gamalt.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.4.2008 kl. 19:51
Myndi veðja á það vinstra ???
Marta B Helgadóttir, 19.4.2008 kl. 20:59
Mmhumm ókey, en ég er að hugsa um að reyna að fá gáfuleg svör frá þeim sem eiga að vita þetta upp á 10
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.4.2008 kl. 21:14
Ég er INNILEGA sammála þér Högni með þetta..... þvílík vitleysa, en þetta er bara eitt margra dæma um fádæma skrítna hugsun í vegmálum á Selfossi, og að ég tali ekki um algeran skort á framsýni, sem litað hefur vegframkvæmdir þarna síðastliðin 5 - 7 ár.
Linda Samsonar Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 22:35
Aktu bara hring eftir hring.
Halla Rut , 22.4.2008 kl. 17:23
Halla Rut, ég held að Ásdís sé í hringnum að reyna að átta sig.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.4.2008 kl. 23:54
Gleðilegt sumar Högni og takk fyrir bloggveturinn
Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.