25.4.2008 | 23:10
Varðandi trukkarana, finnst mér.
Mér finnst alveg vanta staðfasta kröfugerð, ég mundi vilja sjá eitthvað á blaði um hvað ríkissjóður var að hafa í tekjur af þungaskatti fyrir breytingu og hvað mikið af því fór árlega í vegagerð og svo aftur hvernig staðan er í dag og ég vildi sjá þetta á einhvern hátt borið saman á núvirði en ekki endalaust blaður sem virðist vera að snúast uppí andhverfu sína.
Ég mundi vilja sjá kröfu um tímabundna lækkun á olíugjaldi, því að það er ekki hægt að fara fram á að ríkisstjórn Íslands breyti heimsmarkaðsverði og fyrir alla muni að hætt verði að niðurgreiða bensínið með díselolíunni.
Mér finnst það töluverð einföldun og útúrsnúningur ráðherranna og vegagerðarinnar að ætla flutningabílstjórum að fara inná einkaplön Staðarskála og Freysness til þess eins að hvíla samkvæmt "vökulögunum" það eru ekki allir að versla við N1 eða Shell og svo eru sumir með með sér, það eru engin plön við vegina sem ríkið á t.d. á leiðinni frá Breiðdalsvík að Reykjavík þar sem tveir eða fleiri bílar með vagn geta lagt á sama tíma og það að þeir eigi að stilla sig af er ekki alltaf svo einfallt, svo það er ekki flókin krafa að plön séu gerð á einhverjum stöðum, en það er auðvitað mjög einfallt að leysa þetta með því að ríkið semji við planeigendur víða um land. Ég hef keyrt samkvæmt þessum "vökulögum" og það var ekki vandamál, stundum soldið streð en það er ekki vandamál.
Mér finnst að verktakar verði bara að fara að keyra á einhverjum gjöldum og bjóða í verk á þeim forsendum að ætla að lifa það af en ekki á þeim forsendum einum að aðrir fái verkið ekki, en það er ekki endalaust hægt að velta öllu útí verðlagninguna.
Svo fannst mér löggan ekki bera sig vel með mannin sem réðist á lögreglumannin við "afhendingu" vörubílanna og það í beinni, þau henntu sér þrjú ofan á hann og félagi þeirra var neðstur, hver blóðgaði hann og hvar voru spreybrúsarnir í það skiptið ?
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, þetta er orðið soddan leiðinda bisness allt saman, veit ekki hvar þetta endar. Gleðilegt sumar og njóttu vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 23:20
Gleðilegt sumar Ásdís, ég óttast trukkaranna vegna að þetta sé að snúast í höndunum á þeim.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.4.2008 kl. 23:29
Gleðilegt sumar Högni, ég er sammála það vantar staðfastar kröfur og hvað fær ríkið í sinn hlut.
En hún Kittý okkar er orðin léttari (held hún sé búin að sofa síðan um páska)
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.4.2008 kl. 08:38
Gleðilegt sumar Hulda, hún hefur verið orðin þreytt, er þetta fyrsta barnabarnið á Varmá ?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.4.2008 kl. 09:18
Nei, þetta er ekki fyrsta barnabarnið
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 26.4.2008 kl. 09:42
Nei, ég næ ekki að fylgjast með enda yfirleytt fjarverandi og hættur að þekkja nokkra einustu menneskju á götu í Hveragerði og slæmur var ég fyrir.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 26.4.2008 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.