9.9.2008 | 22:48
Ég var klukkaður af Jónu
Ekki átti ég nú von á að ég yrði klukkaður, finnst ég alltaf vera á kantinum og á ekki mjög auðvelt með að tala um sjálfann mig, það er bara eiginlega ekkert um að tala, en ég get talað um vinnuna mína börnin mín og dýrin mín út í eitt, reyndar ætla ég að tala svolítið við þá himnafeðga um mig þegar að því kemur því að mínar hugmyndir um mitt líf og svo þeirra feðga fara yfirleitt aldrei saman. Enn það ætti nú ekki að vera erfitt að fara svona yfir þetta eins og ætlast er til nema hvað ég hef ekkert minni. Ég veit sossum ekkert hvað ég á að gera svo ég apa bara eftir Jónu.
Fjögur störf :
1) Var á vinnuvélum og trailerbílum í alltof mörg ár, á tímum útvarpsleysis og símaleysis var þetta forheimskandi starf.
2) Vélsmiðju Hornafjarðar, þar var gott og gaman að vera, var með góðu fólki og lærði mikið.
3) Samherja, ég var í seiðaeldisstöð Íslandslax Núpum Ölfusi og fann það endanlega út að við fiskeldi ætlaði ég að starfa og fór í Háskólann að Hólum til að nema fiskeldi og komst að því að þó fólk hamist við að kenna manni þá er það ekki sama og að maður læri nokkuð.
4) Eldisstöðin Fellsmúla, hér er ég enn og ber talsverða ábyrgð og hef sett talsvert undir ,,svo er það bara með þetta eins og margt annað það kemur bara í ljós þegar það kemur í ljós [Geir H. Haarde], hvort það gengur upp.
Fjórar bíómyndir:
1) Það er hér sem virkilega reynir á minnið, sem tapaðist við fæðingu og eina myndin sem er mér minnisstæð er Alicis resturant með Arlo Guthre.
2) Svo eru jú Íslenskar myndir, ég veit ekki hver munurinn er á bíómynd og bara hverri annari mynd, Íslenski draumurinn, ég lifi í henni.
3) Englar alheimsins, ég ólst upp inn í Kleppsholti og veit ekki enn hver er normal og hver ekki og eða hvernig er að vera normal, er einhver normal?
4)
1) Hafnarfjörður. Átti heima fyrstu árin mín í gammla barnaskólanum við Suðurgötu.
2) Kleppsholt (Skipasund fyrst og svo Efstasund).
3) Hornafjörður, þar hefði ég viljað vera áfram, en það er nú svo og svo er nú það, "sumir" heimilismeðlimir voru of langt frá mömmu, ég vildi nú aldrei vera nær henni en þetta.
4) Hveragerði, ég er Hvergerðingur þannig varð það bara.
Fjórir sjónvarpsþættir.
1) Fyrst og fremst eru það Pirraðar húsmæður, man ekki hvað þeir heita.
2) Trúðurinn er asskoti góður.
3) Enski boltinn, missi helst ekki af leik með Manchester United.
4)
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríi.
1) Ísland og er enn að, Skaftafell er í uppáhaldi.
2) Prag, það er skrítið að koma á stað þar sem þjóðin skiptist í tvennt og aðallega eftir aldri, þau eldri höfðu oft áður heyrt um líðræði og svo yngra fólk sem var með gemsann og talaði smá ensku.
3) Danmörk, karl faðir minn býr þar.
4) Glaskow, þar var ekkert sem kom á óvart og ekkert í að sækja, var hent út af pöbbinum klukkan hálf tólf, ekki vegna ölvunnar heldur var vertinn að fara heim að sofa, com onn, það var laugardagur.
Fjórar síður sem ég fer inná aðrar en mbl. blogg.
1) MBL.is, ég er fréttafíkill.
2) Vísir.is Ég er fréttafíkill.
3) Barnaland, ég sé barnabörnin ekki daglega svo ég skoða myndir af þeim á heimasíðunum þeirra á barnalandi.
4) Barnabörnin eru tvö.
Fernt matarkyns.
1) Fiskur í karry með karry sósu og hrísgrjónum.
2) Lambalæri, grillað. alveg sama hvort heldur er á grilli eða í jörðinni, það er samt toppurinn að éta grillað úr jörðinni inn á fjöllum, það bara er öðruvísi.
3) Urriði og eða Bleikja, þetta má leika sér mun meira með enn fólk almennt gerir og er ekkert dýrari matur en lambakjöt og eða aðrar sverar steikur.
4) Kjöt í karry.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.
1) Ég á fjögur börn og las mikið fyrir þau og þar að leiðandi hef ég lesið margar barnabækur oft, en vegna minnisleysis man ég eingin nöfn, er tiltölulega nýfarinn að lesa mér til gamans og er það Mörtu smörtu að þakka.
2) Innansveitarkrónika er bók til að lesa stundum.
3) fólk einnig.
4) Og ekki síst Salka Valka og svo er ég með sjálfshjálparbækur á náttborðinu og fagblöð og síðast en ekki síst þá er ég oft með möppur úr skólanum uppi við, nú verður Óli Sig bæði hissa og ánæggður með mig, en bæði er vandamál með minnið og svo þetta að það er ekki þar með sagt að ég hafi lært þó svo að mér hafi verið kennt.
Fjórir bloggarar sem ég klukka.
Minn uppáhaldsbloggari klukkaði mig svo ekki get ég klukkað hana, en ætla samt að koma því að að ég hef tekið út mikinn þroska, nokkuð sem ég var búinn að af skrifa, eftir að ég fór að fá að fylgjast með Ian hennar Jónu og það er henni að þakka að ég hefi í seinni tíð notað augun og hugsanir á annan hátt en oft áður og hef líka lært að það er gott að á um 25 ára fresti er það holt að mér sé bennt á að ég er ekki fullkominn, ég verð alltaf jafnhissa en fékk samt í vöggugjöf þann hæfileika að geta meðtekið það.
Ég ætla að klukka
1) http://hallgrimurg.blog.is/ Halla púllara, ég hef á tilfinningunni að hann sé laumu Man U fan og þori ekki út úr "skápnum"
2) Ásdísi, http://asdisomar.blog.is/,hún er ein fárra sem nenna að kíkja á mig hér.
3) Óskar Helga,http://svarthamar.blog.is/, ég hefði gaman af að lesa það sem hann hefði að segja um bæði bækur og myndir.
4) Svavar,http://svavarthai.blog.is/, hann er nýr á blogginu og hefur frá mörgu að segja.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- loathor
- axelthor
- baldvinj
- kaffi
- virtualdori
- folkerfifl
- gebbo
- neytendatalsmadur
- stjornarskrain
- gudni-is
- sannleikur
- zumann
- gunnarggg
- tudarinn
- hallgrimurg
- helena
- 810
- ringarinn
- ingabesta
- jonaa
- fiski
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- kolbrunb
- ksh
- krist
- lindagisla
- wonderwoman
- altice
- korntop
- noosus
- magnusthor
- martasmarta
- svarthamar
- framtid
- sigurdursig
- siggisig
- stjornlagathing
- lehamzdr
- svanurkari
- svavarthai
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- vincentvega
- sailor
- olllifsinsgaedi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú fyrirgefur hnýzni mína um þína perzónu, en ég beið spenntari eftir þessari klukksvörun, en mörgum öðrum. Bleikfizkurinn er vanmetin matgæði.
Núna er það félagi Ózkarinn, trúi lítt að hann skorist undan...
Steingrímur Helgason, 9.9.2008 kl. 23:03
Já laxfiskinum má alveg gera hærra undir höfði og eins má alveg gera meira með hann, oft finnst mér eins og fólk sé feimið við lax og silung.
Nei nei Óskar Helgi skorast ekki undan.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.9.2008 kl. 00:29
Heilir og sælir; Högni og Steingrímur !
Nei; piltar. Á þeim alvöru tímum, hverja við lifum, enn að minnsta kosti, tek ég ekki þátt, í einhverjum innihaldslausum og tilgangslausum fíflagangi. Væri lítt; sjálfum mér samkvæmur, gerði ég svo.
Með beztu kveðjum, sem oftar, ágætu drengir /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 00:33
Það er hvort tveggja innihald og tilgangur í þessu Óskar Helgi, innihaldið er auðvitað þannig að við kinnumst aðeins og tilgangurinn er auðvitað að slá á létta strengi til þess eins að halda glórunni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.9.2008 kl. 00:49
Högni, þú sagðir mér ekki að Ózkarinn væri kettlíngur, sem að frýja þyrfti til & mana ? Man vel að þú hrózaðir hanns mannkostum ?
Steingrímur Helgason, 10.9.2008 kl. 00:59
Þetta kemur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.9.2008 kl. 01:10
Ég hef frekar á tilfinningunni að Halli Púllari fari í meiðyrðamál sko.....þetta er verri glæpur en "fyrirgefning" Árna fyrrv. Kvíabryggjubúa gagnvart Agnsi "alvitru" að þér skuli detta þetta í hug og bera það uppá manninn ég kem til með að græða fullt af "kók & prins" á laugardaginn hehe.
Svona er það nú bara.
Sverrir Einarsson, 12.9.2008 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.