Hvað er í gangi?

Kristján Möller segist hafa gefið Vegagerð Ríkisins  skipun um að tvöfalda Suðurlandsveg, það hafði Sturla líka sagt sem svo reyndist vera lýgi, en hvað gerist, Vegagerðin fer að eyða tíma og peningum í að vinna eina skýrslu enn um mismun 2+1 og 2+2.

Ég ætla ekki að fara enn einu sinni að þrátta um hvort sé "betra" eða hvort að 2+1 sé víða í heiminum eða hvort að hægt sé að leggja 2+1 "helmingi" lengra en 2+2.

Ég ætla aftur á móti að velta mér uppúr því hvort Kristján Möller er að ljúga þegar hann segist hafa lagt svo fyrir að vegagerðin skuli fara að vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar eða hvort að vegagerðinni sé gjörsamlega fyrirmunað að fara að skipun Samgönguráðherra.

Þetta er farið að minna um of á Samfylkinguna sem ætlar okkur í ESB, hvað sem það kostar, eins er með vegagerðina hún ætlar að byggja 2+1 hvað sem það kostar.

Ég lofa því hér og nú að svo skal ekki verða, nema yfir mig verði urðað fyrst.


mbl.is Umferðaröryggi og afköst aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Högni, og þökk fyrir innlitið, í gær !

Tröllaskaga baróninn; Kristján Möller er; viðlíka öðrum krötum, froðu snakkur að upplagi, enda væri hann ekki öðruvísi, gjaldgengur, þar innanborðs.

Með beztu kveðjum; að hálendismörkum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 82391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband