Endurnýjun eða endurvinnsla í Suðurkjördæmi?

             Það hlýtur að vera von okkar kjósenda í Suðurkjördæmi og trú, að endurnýjun verði veruleg á hinu háa Alþingi.

    Endurnýjun hefur ekki átt sér stað og mun ekki eiga sér stað, nema við kjósendur sjáum til þess að bæði innan flokka og  í þingmannahópnum í heild sinni komi inn nýtt fólk. Inn um lúgur og í póstkassa okkar koma núna skrautpappírar, í blöðum skrautmyndir og svo er netið notað mun meira nú enn áður og ekki vantar blaðrið um hvað viðkomandi frambjóðendur hafa til síns ágætis og að þau eigi bæði maka, börn og barnabörn, þau hafa lært svo og svo mikið í hinum ýmsu skólum bæði lífsins og akademískum, einhver þeirra koma inn á það hvað þarf að gera á komandi árum og hverju þau munu vinna brautargengi ef við veitum þeim umboð til.

   Það sem kemur mér mest á óvart er að þar eru jafnvel núverandi þingmenn og þekkti ég þar hvorki neytt þeirra á mynd, nema Árna Johnsen enn hver þekkir hann ekki á mynd, né að ég muni eftir nokkrum einasta hlut sem liggur eftir þau í kjördæminu og það sem meira er að þau eru bara alls ekkert að minna mig á það neitt, kannski ekki skrítið.

   Kjósendur Suðurkjördæmis! Eigum við ekki að standa okkur í okkar kröfum og skipta notuðum þingmönnum út fyrir, ja ekki get ég sagt ónotaða því þá gætu þeir allt eins setið áfram sem nú sitja, en allavega aðra og svo skiptum við þeim út bara aftur næst sem ekki standa sig.

   Við eigum að senda fólk á þing sem vinnur fyrir kjördæmið í heild sinni en ekki vini og vandamenn og þá hvar sem þeir búa, nú skiptir mikklu máli að hætta að kjósa eins og pabbi og afi kusu og kjósa heldur eftir því sem við treystum því fólki til verka sem býður sig fram og gerum svo kröfur til þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband