Jæja góðir Íslendingar

Er ekki kominn tími til að hætta að agnúast hvert útí annað varðandi bankahrunið og fara að snúa saman bökum, á meðan við eltum ólar við hver beri ábyrgð og kítum um fréttir þar sem þeir Davíð Oddson og Steingrímur Joð skjóta hvor á annan af barnaskap mikklum, vitandi að það ber enginn einn ábyrgð á þessu ástandi, eyðum við orku í að takast á um hluti sem skipta ekki máli lengur.

Það sem skiptir máli í dag er að Icesave málið verði fellt og ríkisstjórnin fari sem fyrst frá og að mynduð verði þjóðstjórn sem klárar Icesave málið, sem er jú bara uppkast með fyrirvara um að Alþingi samþykki það og ný samninganefnd verði skipuð og mönnuð á allt annan hátt, það er auðvitað bara bull að Enskir og Hollenskir vilji ekki setjast niður að nýju.

Í þessu samhengi er gott að hafa í huga að í genum Englendinga, Hollendinga o Þjóðverja er "nýlenduvírus" og hann stjórnar þeim soldið mikið, þessi vírus stefnir og hefur alltaf stefnt að heimsyfirráðum og þegar þessar þjóðir setjast að samningaborðum við aðrar þjóðir stjórnast þeir af þessum vírusi og þá er ekki von á góðu þegar við sendum afdankaða pólitíkusa til funda við þá sem eru með ein og einungis ein skilaboð í farteskinu, þ.e. ekki styggja ESB.

Og ekki má gleyma að það var galli í regluverki EES samningsinns sem svo aftur "útrásavíkingarnir" notfærðu sér og því bera í raun fleyri en Íslenska ríkið ábyrgð á þessu máli og það jafnvel mun meiri ábyrgð.

Guð blessi Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Heyr, heyr. ÞJÓÐSTJÓRN STRAX! Djöfulsins helvítis sársauki það er að þurfa að horfa uppá skrípaleikinn sem "fjölmiðlar" landsins bjóða uppá þessa dagana. Djöfulin sjálfan varðar okkur um það sem var, þegar framtíðin er það sem skiptir máli? Það má bíða betri tíma að saksækja sökudólgana og karpa um hlut hvers í hverju, en þjóðin þarf lausnir NÚNA! Sú staðreynd að eigendur hérlendra fjölmiðla eru jafnframt einir helstu gerendur í því hvernig komið er fyrir okkur, er ofan á allt heila klabbið einhver grátlegasta opinberun um máttleysi stjórnmálamanna sem étið hafa úr lófa landráðamannanna og kvennanna sem nú hamast við að dreifa athygli okkar frá því sem skiptir máli gegnum málpípur sínar á fjölmiðlum SÍNUM. ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!!!!!!!!!

Halldór Egill Guðnason, 6.7.2009 kl. 23:30

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sammála

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.7.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 82390

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband