Losun ágengra hugsanna

Til að horfa Fram á veg er ágætt að vera ekki að þvælast með fortíðina mikið fyrir sér og gera hana bara upp og reyna svo að vera í núinu með Fram tíðar skotnu ívafi og þó svo að ekki margir lesi mín blogg þá ætla ég að losa mig við ákveðna fortíð hér, en frá því á landsfundi Borgarahreyfingarinnar hefur þetta málefni verið mér mjög hugleikið, ég varð nefnilega fyrir nettu áfalli vegna Framkomu nokkura félaga BH þar, sem eru svo ekki einu sinni búin að tæma dagskrá landsfundarins ennþá því að það er ekki enn búið að fara yfir reikninga og kjósa endurskoðendur en það er nú bara þeirra mál, hér ætla ég bara að tæma minn hug. 

Eftir Alþingiskosningarnar 25. apríl s.l. var Borgarahreyfingin með 4 þingmenn sem skildu framfylgja stefnu Borgarahreyfingarinnar, þetta afrek var margra manna verk og unnið á nokkrum vikum frá því að ákveðið var að fara í framboð og nú skyldi sko tekið til handanna og Alþingi breytt úr hefðum dauðans í mannlegt umhverfi og skyldi það tengt við þjóðina í eitt skipti fyrir öll og byrjuðu þingmennirnir á því að vera sýnilegir á meðan þingsetningarmessan stóð, en til þessa höfðu þeir þingmenn sem einhverra hluta vegna voru ekki við messu verið í felum inni í Alþingishúsinu og var orðið hefð, mörgum brá við þetta en "borgurum" þótti sem "nýju vendirnir" væru farnir að sópa og ekki á öðru von en að þau færu sem vélsópar um þingið á næstu dögum, enn því miður var þing ekki sett til þess að vera og gera þjóðinni gagn heldur var sett "sumarþing" til þess eins að vinna að tveimur málum og þó fyrst og fremst ESB aðildarviðræðum sem skyldi hvað sem tautaði og raulaði lagt fyrir þing í forgang Fram fyrir vanda heimilanna og fyrirtækjanna, hitt málið var svo Icesave sem svo sem alls ekkert stóð til að menn væru að skoða neitt heldur bara að samþykkja.   Fljótlega í umræðunum um aðildarviðræður við ESB kom í ljós að það átti að spyrða saman þessi mál og voru þrír þingmenn BH ekki tilbúin að vinna ESB málið á þeim forsendum, voru reyndar búin að gera því skóna að þau gætu hugsað sér að greiða því atkvæði að í aðildarviðræður yrði farið, en voru orðið á þeirri skoðun að þjóðin ætti að kjósa um það og svo ef af yrði um samninginn sjálfann, þetta endaði sum sé á því að þau greiddu atkvæði með þjóðaratkvæðagreiðslunum báðum þ.e. fyrir og eftir ESB samning og á móti ESB aðildarviðræðum eftir að í ljós hafði komið í fyrsta lagi þessi óásættannlega tenging Icesave við ESB aðildarviðræður og ekki síður að ríkisstjórnin var á móti því að þjóðin fengi að kjósa fyrir og eftir samning en ýjaði að því að þjóðin fengi að kjósa um samninginn, ég á nú eftir að sjá það því að hún var ekki tilbúin til að binda þá útkomu sem kæmi úr slíkum kosningum, þessi atkvæðagreiðsla fór fyrir brjóstið á nokkrum "borgurum" sem vildu ekki hlusta á útskýringar þingmannanna heldur fóru að sprikkla út í loftið með allskonar yfirlýsingar og voru stóryrt í garð þingmanna BH og fóru að tala um svikin loforð, en þó svo að ESB hafði eitthvað borið á góma í kosningabaráttunni og þau sem í framboði voru sagt að þau væru fylgjandi ESB aðildarviðræðum er alveg útilokað að skilja þau þannig að þau myndu greiða aðildarumsókn í ESB atkvæði sín hvað sem upp á kynni að koma og eða koma í ljós við undirbúningsvinnuna og reyndar var þegar farin að grafa um sig einhver óánægja nærð á öfund og frekju en nokkrir einstaklingar höfðu haldið að þingmenn gætu starfað á þingi með símann í höndunum og verið í stöðugu SMS sambandi um hvað væri verið að segja og hvað þau ættu svo að segja og ekki síður þá voru þessir sömu einstaklingar gjörsamlega orðnir hamslausir af einhverskonar minnimáttarkend yfir því að fá ekki SMS af nefndarfundum til að geta slegið um sig með úti í þjóðfélaginu, svo þarna var tækifæri að þeirra mati til að reyna að losna við þingmennina og koma varaþingmönnum að sem skyldu svo senda SMS um alla veröldina að ósk vina og vandamanna og ekki síður þá ætluðu þau að skiptast á að vera þingmenn sem er gjörsamlega óframkvæmanlegt..   Jæja, það má segja að þing hafi í raun og veru ekki verið þanneiginlega séð og ekki farið að reyna á stefnumál Borgarahreyfingarinnar, en samt eru nokkrir félagar BH búnir að vera að fara á límingunum vegna meintra svika þingmanna hreyfingarinnar og hrópað á torgum um svik við stefnu hreyfingarinnar og að þau séu ekki tilbúin að vinna með, sumir orða það þannig með hreyfingunni en aðrir segja með stjórn hreyfingarinnar, staðreyndin er sú að þáverandi stjórn fór út og suður í skoðunum og yfirlýsingum og datt í það soldið að reyna að láta lítið fara fyrir fundum, sjálfsagt í von um að geta nært hvert annað á óánægju og tuði í garð þinghópsinns sem virðist hafa "tekist ágætlega" því að stjórnin sprakk á limminu og hluti af henni gekk úr hreyfingunni og að mesu leyti með hávaða og yfirlýsingum mikklum.   Fyrsti landsfundur Borgarahreyfingarinnar er um garð genginn og voru þar samþykkt lög fyrir Borgarahreyfinguna sem svo verður unnið eftir í framtíðinni og þar var líka kosin stjórn, en það er svo skrýtið að á landsfund grasrótarhreyfingar sem er með kröfur persónukjör á stefnuskrá sinni að þarna kom hópur fólks ákveðið að bjóða fram 12 manna  lista til stjórnar og ekki síður skrítið að þetta er einmitt fólkið sem hefur verið gjörsamlega stefnulaust af gremju og hatri frá því eftir kosningar og hafa ekki með nokkru móti fengist til að hlusta á skýringar þinghópsinns vegna meintra svika í ESB atkvæðagreiðslunni heldur haldið áfram að öskra á torgum og brygsla þinghópinn um valdnýðslu, en þessir 12menningar hafa ekkert verið að tala um það sem þinghópnum hefur tekist að gera eins og til dæmis að kljúfa ESB umsóknina frá Icesave og þeim tókst að hægja á Icesave málinu og fá að skoða það gaumgæfilega og að fá að kalla til sín fagfólk til skrafs og ráðgjafar og þeim tókst að koma Fram athugasemdum í fyrirvaranna, það var þingmaður BH sem reyndi að vekja athyggli þingforseta og ríkisstjórnarinnar á því að vandamál heimilanna væru enn, ekki bara óleyst heldur með öllu órædd og í raun nóg að gera á þingi annað en að fara í frí.Umræddir 12menningar fara nú Fram með stefnuskrá sem er þess eðlis að þau stefna að því að gera grasrótarhreyfingu að ramm pólitískum flokki af fúlustu gerð með því að stjórnin skal ráða þessu og stjórnin skal ráða hinu og stjórn BH skal ráða hvernig félagar í hreyfingunni hugsa og hvað þingmenn BH segja og hverjir eiga að sofa með diktafón á náttborðinu hjá sér.   Í stjórn BH er nú fólk sem hefur í raun haldið um taumana leynt og ljóst frá því í vor, vor ? Já það eru nefnilega ekki nema nokkrar vikur liðnar frá kosningum og samt eiga þingmenn BH að vera búin að breyta heiminum og þau telja sig hafa fengið umboð til að stjórna BH í einu og öllu hafandi sýnt að þau geta ekki unnið saman undir álagi og geta í raun og veru ekki unnið sem hreyfing  sem og stefnuská hópsinns sýnir en þar eru atriði sem allavega ég er ekki sáttur við, mig langar í svo mikklu meiri breytingar en að ég vilji vinna í flokki að gamaldags eftirmynd.

Sumum hefðum breytum við núna, sumum hefðum breytum við smátt og smátt, sumum hefðum breytum við á mjög löngum tíma og enn öðrum hefðum breytum við bara alls ekki neytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.9.2009 kl. 13:52

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Góður pistill Högni. Hefði eins getað verið minn

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.9.2009 kl. 23:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður

Ásdís Sigurðardóttir, 28.9.2009 kl. 13:01

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir stúlkur

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.9.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 82456

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband