Foreldrar barna í áhættuhóp fá ekki umönnunarbætur, af Svipan.is

Tryggingarstofnun ríkisins metur ekki sem svo að börn með alvarlegan athyglisbrest, atferlisraskanir og námsörðugleika eigi við alvarlegan vanda að stríða. Þetta er þó sá hópur barna sem er í hvað mestri áhættu á að flosna upp úr námi og falla undir áhættuhóp hvað varðar þunglyndi og kvíða. Svo ekki sé nefnd sú áhætta að slíkir einstaklingar rati á villigötur hvað varðar áfengi og fíkniefni. Því er brýnt að vanda þeirra sé sinnt í tæka tíð og þau fái þá sérfræðiaðstoð sem þau þurfa.

Tryggingarstofnun miðar einungis við hvernig aðilar innan hennar meta vandann. Til þess að fá umönnunarbætur þarf því að sína fram á alvarlegan vanda sem jafna má við geðsjúkdóm eða fötlun. Ekki er skilgreint nánar hvað Tryggingarstofnun telur vera fötlun.

Nú hefur Svipan fengið það staðfest að móðir, sem sótti um umönnunarbætur vegna unglings með alvarlegan athyglisbrest, hegðunar- og námsörðugleika fær ekki greiddar umönnunarbætur þó svo barn hennar þurfi á sértækri aðstoð að halda. Barnið hefur gengið til sálfræðings sem telur nauðsynlegt að það fái þá þjónustu áfram, ásamt lyfjagjöf og stuðning í skóla. Leitað var eftir aðstoð hjá Tryggingarstofnun og sendar skýrslur bæði frá sálfræðingi og lækni barnsins. Í þeim koma fram alvarlegar atferlisraskanir, athyglisbrestur og brýn nauðsyn til áframhaldandi sérfræðiaðstoðar. Einnig voru Tryggingarstofnun sendir löggildir reikningar vegna kostnaðar sem var orðin umtalsverður.

Haraldur Jóhannsson tryggingarlæknir og félagsráðgjafi stofnunarinnar meta þó ekki svo að um alvarlegan vanda sé að ræða og vísa til áðurnefndrar skýringar um geðsjúkdóm eða fötlun. Barnið var því sett í flokk sem tilheyrir vægari þroskaröskunum og/eða atferlisröskunum. Í sama flokki eru börn með astma, excem eða ofnæmi. Barnið fær afslátt af lyfjum og læknisaðstoð en ekki er um neinn afslátt að ræða af sálfræðiaðstoð.

Ekki skiptir heldur máli þó svo móðir barnsins sé í námi og framfleyti sér og börnum sínum á námslánum. Þegar Svipan hafði samband við Tryggingarstofnun var henni tjáð að eingöngu væri tekið tillit til umönnunarmats stofnunarinnar en ekki ráðstöfunartekna foreldra.http://www.svipan.is/?p=690


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er erfitt að berjast vð Trst. 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

svipan.is ?

Ertu genginn í BDZM klúbb, ven ?

Steingrímur Helgason, 12.10.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.10.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 82390

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband