Það er ljótt að bendla jólasveina við suma sveina, þó í vísum sé.

Aldnir sveinar erum við

ansi baldnir forðum,

héldum lengi sama sið

sagt í fáum orðum.

 

Á það benda aðeins vil

allar kenndir spilltar,

ýmsa hrekki áttum til

engir þokkapiltar.

 

Fórum við um foldarbyggð

fundum minni bökin,

enga virðum annars dyggð

eflum fantatökin.

 

Valdasleikir fyrstur fór

finnur ýmsar leiðir,

annar nefnist yfirklór

einagt flækjur greiðir.

[Sveinn Sigurjónsson Galtalæk ll]

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Högni; æfinlega !

Galtalækjarbóndi; er hið bezta skáld, í okkar samtíma.

Bið þig; fyrir góðar kveðjur, til þeirra hjóna, nær; þú hittir þau næst.

Með beztu kveðjum; að hálendismörkum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 20:21

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Sæll Óskar Helgi, já ég skila því, ég á eftir að klára þetta þær eru 16 held ég.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.12.2009 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Högni Jóhann Sigurjónsson
Högni Jóhann Sigurjónsson
Ég segi bara eins og mér finnst, en áskil mér rétt til að skipta um skoðun þegar mér lærist það. hjs@simnet.is
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband